„Mér þykir afskaplega leiðinlegt hvað ég hef verið misskilinn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. maí 2016 13:18 Óttar Guðmundsson, geðlæknir vísir/ernir Óttar Guðmundsson, geðlæknir, segir að sér þyki leiðinlegt hversu margir hafi misskilið orð sín í viðtali við Fréttablaðið þann 22. apríl síðastliðinn. Viðtalið vakti mikla athygli og gagnrýndu margir orð Óttars en í viðtalinu talaði hann meðal annars um það sem hann vill meina að sé ofnotkun á orðinu áfallastreita og áfallastreituröskun. „Mér þykir afskaplega leiðinlegt hvað ég hef verið misskilinn, sérstaklega þetta viðtal sem var í Fréttablaðinu fyrir 10 dögum, hvað það hefur verið misskilið. Menn hafa verið að túlka það þannig að ég sé að mæla gegn allri áfallahjálp, sé að mæla gegn því að fólk leiti sér aðstoðar. Það er mín skoðun að við eigum ekki að sjúkdómsvæða allt. Við eigum ekki að lifa í samfélagi þar sem öll áföll eru sjúkdómsvædd þannig að ef það kviknar í öskutunnu á bakvið húsið þitt þá þurfirðu áfallahjálp. Það er bara þannig í dag að það er endalaust verið að leita eftir einhverju sem við köllum áföll,“ sagði Óttar í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun. Óttar sagðist jafnframt vita hversu mikilvægt það væri að vinna með ákveðin stór áföll og hjálpa fólki í gegnum þau. „Þannig að mér finnst mjög leiðinlegt hvað þetta hefur verið afbakað og kannski misskilið. Allt í einu er ég orðinn einhver andstæðingur þess. Þetta er lifibrauð mitt, það er það sem ég lifi af að tala við fólk sem hefur lent í vandræðum og reyna að vinna það með því.“ Óttar gagnrýnir að allt sé gert að áfalli sem þurfi að vinna með og vill meina að sjúkdómsvæðing sé orðin algeng í dag. „Ég er kannski ekkert að mæla á móti því að fólk opinberi sig í fjölmiðlum, þessi fórnarlambsvæðing í samfélaginu, en ég kannski set spurningamerki við það að það sé mjög gagnlegt að gera það,“ sagði Óttar í Harmageddon en hlusta má á viðtalið í heild í spilaranum hér að neðan. Tengdar fréttir Enginn má lenda í neinu Óttar Guðmundsson ræðir ferilinn, fíknisjúkdóma og dálæti fjölmiðla á viðtölum við ,,aumingja vikunnar“. Hann segir engan geta lifað algjörlega sléttri og felldri tilveru. Manneskjan þoli nefnilega ansi margt. 22. apríl 2016 08:00 Orð Óttars vekja hörð viðbrögð: Skiptir máli að opna sig þegar manni líður illa Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að það sé alls ekki þannig að það eigi að sjúkdómsvæða allar andlegar þrengingar en fólk eigi alltaf að létta á hjarta sínu ef því líði illa. 22. apríl 2016 15:49 Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Sjá meira
Óttar Guðmundsson, geðlæknir, segir að sér þyki leiðinlegt hversu margir hafi misskilið orð sín í viðtali við Fréttablaðið þann 22. apríl síðastliðinn. Viðtalið vakti mikla athygli og gagnrýndu margir orð Óttars en í viðtalinu talaði hann meðal annars um það sem hann vill meina að sé ofnotkun á orðinu áfallastreita og áfallastreituröskun. „Mér þykir afskaplega leiðinlegt hvað ég hef verið misskilinn, sérstaklega þetta viðtal sem var í Fréttablaðinu fyrir 10 dögum, hvað það hefur verið misskilið. Menn hafa verið að túlka það þannig að ég sé að mæla gegn allri áfallahjálp, sé að mæla gegn því að fólk leiti sér aðstoðar. Það er mín skoðun að við eigum ekki að sjúkdómsvæða allt. Við eigum ekki að lifa í samfélagi þar sem öll áföll eru sjúkdómsvædd þannig að ef það kviknar í öskutunnu á bakvið húsið þitt þá þurfirðu áfallahjálp. Það er bara þannig í dag að það er endalaust verið að leita eftir einhverju sem við köllum áföll,“ sagði Óttar í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun. Óttar sagðist jafnframt vita hversu mikilvægt það væri að vinna með ákveðin stór áföll og hjálpa fólki í gegnum þau. „Þannig að mér finnst mjög leiðinlegt hvað þetta hefur verið afbakað og kannski misskilið. Allt í einu er ég orðinn einhver andstæðingur þess. Þetta er lifibrauð mitt, það er það sem ég lifi af að tala við fólk sem hefur lent í vandræðum og reyna að vinna það með því.“ Óttar gagnrýnir að allt sé gert að áfalli sem þurfi að vinna með og vill meina að sjúkdómsvæðing sé orðin algeng í dag. „Ég er kannski ekkert að mæla á móti því að fólk opinberi sig í fjölmiðlum, þessi fórnarlambsvæðing í samfélaginu, en ég kannski set spurningamerki við það að það sé mjög gagnlegt að gera það,“ sagði Óttar í Harmageddon en hlusta má á viðtalið í heild í spilaranum hér að neðan.
Tengdar fréttir Enginn má lenda í neinu Óttar Guðmundsson ræðir ferilinn, fíknisjúkdóma og dálæti fjölmiðla á viðtölum við ,,aumingja vikunnar“. Hann segir engan geta lifað algjörlega sléttri og felldri tilveru. Manneskjan þoli nefnilega ansi margt. 22. apríl 2016 08:00 Orð Óttars vekja hörð viðbrögð: Skiptir máli að opna sig þegar manni líður illa Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að það sé alls ekki þannig að það eigi að sjúkdómsvæða allar andlegar þrengingar en fólk eigi alltaf að létta á hjarta sínu ef því líði illa. 22. apríl 2016 15:49 Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Sjá meira
Enginn má lenda í neinu Óttar Guðmundsson ræðir ferilinn, fíknisjúkdóma og dálæti fjölmiðla á viðtölum við ,,aumingja vikunnar“. Hann segir engan geta lifað algjörlega sléttri og felldri tilveru. Manneskjan þoli nefnilega ansi margt. 22. apríl 2016 08:00
Orð Óttars vekja hörð viðbrögð: Skiptir máli að opna sig þegar manni líður illa Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að það sé alls ekki þannig að það eigi að sjúkdómsvæða allar andlegar þrengingar en fólk eigi alltaf að létta á hjarta sínu ef því líði illa. 22. apríl 2016 15:49