„Mér þykir afskaplega leiðinlegt hvað ég hef verið misskilinn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. maí 2016 13:18 Óttar Guðmundsson, geðlæknir vísir/ernir Óttar Guðmundsson, geðlæknir, segir að sér þyki leiðinlegt hversu margir hafi misskilið orð sín í viðtali við Fréttablaðið þann 22. apríl síðastliðinn. Viðtalið vakti mikla athygli og gagnrýndu margir orð Óttars en í viðtalinu talaði hann meðal annars um það sem hann vill meina að sé ofnotkun á orðinu áfallastreita og áfallastreituröskun. „Mér þykir afskaplega leiðinlegt hvað ég hef verið misskilinn, sérstaklega þetta viðtal sem var í Fréttablaðinu fyrir 10 dögum, hvað það hefur verið misskilið. Menn hafa verið að túlka það þannig að ég sé að mæla gegn allri áfallahjálp, sé að mæla gegn því að fólk leiti sér aðstoðar. Það er mín skoðun að við eigum ekki að sjúkdómsvæða allt. Við eigum ekki að lifa í samfélagi þar sem öll áföll eru sjúkdómsvædd þannig að ef það kviknar í öskutunnu á bakvið húsið þitt þá þurfirðu áfallahjálp. Það er bara þannig í dag að það er endalaust verið að leita eftir einhverju sem við köllum áföll,“ sagði Óttar í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun. Óttar sagðist jafnframt vita hversu mikilvægt það væri að vinna með ákveðin stór áföll og hjálpa fólki í gegnum þau. „Þannig að mér finnst mjög leiðinlegt hvað þetta hefur verið afbakað og kannski misskilið. Allt í einu er ég orðinn einhver andstæðingur þess. Þetta er lifibrauð mitt, það er það sem ég lifi af að tala við fólk sem hefur lent í vandræðum og reyna að vinna það með því.“ Óttar gagnrýnir að allt sé gert að áfalli sem þurfi að vinna með og vill meina að sjúkdómsvæðing sé orðin algeng í dag. „Ég er kannski ekkert að mæla á móti því að fólk opinberi sig í fjölmiðlum, þessi fórnarlambsvæðing í samfélaginu, en ég kannski set spurningamerki við það að það sé mjög gagnlegt að gera það,“ sagði Óttar í Harmageddon en hlusta má á viðtalið í heild í spilaranum hér að neðan. Tengdar fréttir Enginn má lenda í neinu Óttar Guðmundsson ræðir ferilinn, fíknisjúkdóma og dálæti fjölmiðla á viðtölum við ,,aumingja vikunnar“. Hann segir engan geta lifað algjörlega sléttri og felldri tilveru. Manneskjan þoli nefnilega ansi margt. 22. apríl 2016 08:00 Orð Óttars vekja hörð viðbrögð: Skiptir máli að opna sig þegar manni líður illa Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að það sé alls ekki þannig að það eigi að sjúkdómsvæða allar andlegar þrengingar en fólk eigi alltaf að létta á hjarta sínu ef því líði illa. 22. apríl 2016 15:49 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Óttar Guðmundsson, geðlæknir, segir að sér þyki leiðinlegt hversu margir hafi misskilið orð sín í viðtali við Fréttablaðið þann 22. apríl síðastliðinn. Viðtalið vakti mikla athygli og gagnrýndu margir orð Óttars en í viðtalinu talaði hann meðal annars um það sem hann vill meina að sé ofnotkun á orðinu áfallastreita og áfallastreituröskun. „Mér þykir afskaplega leiðinlegt hvað ég hef verið misskilinn, sérstaklega þetta viðtal sem var í Fréttablaðinu fyrir 10 dögum, hvað það hefur verið misskilið. Menn hafa verið að túlka það þannig að ég sé að mæla gegn allri áfallahjálp, sé að mæla gegn því að fólk leiti sér aðstoðar. Það er mín skoðun að við eigum ekki að sjúkdómsvæða allt. Við eigum ekki að lifa í samfélagi þar sem öll áföll eru sjúkdómsvædd þannig að ef það kviknar í öskutunnu á bakvið húsið þitt þá þurfirðu áfallahjálp. Það er bara þannig í dag að það er endalaust verið að leita eftir einhverju sem við köllum áföll,“ sagði Óttar í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun. Óttar sagðist jafnframt vita hversu mikilvægt það væri að vinna með ákveðin stór áföll og hjálpa fólki í gegnum þau. „Þannig að mér finnst mjög leiðinlegt hvað þetta hefur verið afbakað og kannski misskilið. Allt í einu er ég orðinn einhver andstæðingur þess. Þetta er lifibrauð mitt, það er það sem ég lifi af að tala við fólk sem hefur lent í vandræðum og reyna að vinna það með því.“ Óttar gagnrýnir að allt sé gert að áfalli sem þurfi að vinna með og vill meina að sjúkdómsvæðing sé orðin algeng í dag. „Ég er kannski ekkert að mæla á móti því að fólk opinberi sig í fjölmiðlum, þessi fórnarlambsvæðing í samfélaginu, en ég kannski set spurningamerki við það að það sé mjög gagnlegt að gera það,“ sagði Óttar í Harmageddon en hlusta má á viðtalið í heild í spilaranum hér að neðan.
Tengdar fréttir Enginn má lenda í neinu Óttar Guðmundsson ræðir ferilinn, fíknisjúkdóma og dálæti fjölmiðla á viðtölum við ,,aumingja vikunnar“. Hann segir engan geta lifað algjörlega sléttri og felldri tilveru. Manneskjan þoli nefnilega ansi margt. 22. apríl 2016 08:00 Orð Óttars vekja hörð viðbrögð: Skiptir máli að opna sig þegar manni líður illa Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að það sé alls ekki þannig að það eigi að sjúkdómsvæða allar andlegar þrengingar en fólk eigi alltaf að létta á hjarta sínu ef því líði illa. 22. apríl 2016 15:49 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Enginn má lenda í neinu Óttar Guðmundsson ræðir ferilinn, fíknisjúkdóma og dálæti fjölmiðla á viðtölum við ,,aumingja vikunnar“. Hann segir engan geta lifað algjörlega sléttri og felldri tilveru. Manneskjan þoli nefnilega ansi margt. 22. apríl 2016 08:00
Orð Óttars vekja hörð viðbrögð: Skiptir máli að opna sig þegar manni líður illa Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að það sé alls ekki þannig að það eigi að sjúkdómsvæða allar andlegar þrengingar en fólk eigi alltaf að létta á hjarta sínu ef því líði illa. 22. apríl 2016 15:49