Ekki undanþága vegna sparnaðar í útlöndum Óli Kristján Ármannsson skrifar 20. apríl 2016 09:35 Seðlabanki Íslands viðhefur eftirlit með því að lögum og reglum um gjaldeyrismál sé framfylgt, sem og því að þeir sem fengið hafi undanþágu frá ákvæðum laga um gjaldeyrismál framkvæmi ekki annað en þeim hefur verið veitt heimild til, að því er fram kemur í svari til bankans til Fréttablaðsins. Fréttablaðið/GVA Ekki hefði fengist undanþága frá gjaldeyrishöftum til söfnunar inn á eftirlaunasjóð Júlíusar Vífils Ingvarssonar, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sem vistaður var í aflandsfélagi í Panama. Þetta kemur fram í svari Seðlabankans við fyrirspurn Fréttablaðsins.Júlíus Vífill Ingvarsson vill ekkert tjá sig frekar um aflandsfélag. Fréttablaðið/DaníelJúlíus Vífill sagði sig frá borgarstjórn um síðustu mánaðamót eftir að ljóst var að nafn hans væri tengt félagi í Panama-skjölunum svonefndu. Í svari Seðlabankans kemur fram að fjármagnshreyfingar á milli landa séu bundnar takmörkunum í samræmi við ákvæði laga og reglna um gjaldeyrismál. Aðeins sé unnt að flytja fjármuni á milli landa ef það er sérstaklega undanþegið takmörkunum eða á grundvelli sérstakrar undanþágu frá Seðlabanka Íslands. „Innlendum aðilum er óheimilt að flytja fjármuni af reikningum sínum hjá fjármálafyrirtæki hér á landi yfir á reikning í sinni eigu hjá fjármálafyrirtæki erlendis í þeim tilgangi einum að halda úti sparnaði erlendis,“ segir þar jafnframt. Um leið er þó bent á að innlendur aðili geti átt fjármuni erlendis, sem ekki séu háðir skilaskyldu hingað til lands í samræmi við ákvæði laga um gjaldeyrismál, til dæmis vegna þess að fjármunir hafi verið í eigu viðkomandi aðila frá því fyrir 28. nóvember 2008 þegar fjármagnshöft voru innleidd hér á landi. „Í slíkum tilvikum getur innlendur aðili flutt þá fjármuni á milli tveggja bankareikninga í sinni eigu erlendis þar sem það telst ekki fjármagnshreyfing á milli landa í skilningi laga um gjaldeyrismál.“ Fram kom í umfjöllun Kastljóss 3. apríl að félag Júlíusar Vífils hefði verið stofnað í Panama í ársbyrjun 2014 og rík áhersla lögð á að leyna eignarhaldi hans. Ekki liggja fyrir upplýsingar um greiðslur í félagið. Júlíus Vífill vildi ekki tjá sig frekar um málið þegar eftir því var leitað í gær, en vísaði þess í stað til yfirlýsingar sinnar frá 1. apríl og ræðu á í borgarstjórn 5. apríl, en þá var lausnarbeiðni hans frá borgarstjórn samþykkt. Þá sagði hann að allt sem við kæmi þessum sjóði væri í samræmi við íslensk lög og reglur. „Enda naut ég sérfræðiráðgjafar til að tryggja að réttilega og löglega væri að málum staðið,“ segir í yfirlýsingu Júlíusar Vífils. Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Ekki hefði fengist undanþága frá gjaldeyrishöftum til söfnunar inn á eftirlaunasjóð Júlíusar Vífils Ingvarssonar, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sem vistaður var í aflandsfélagi í Panama. Þetta kemur fram í svari Seðlabankans við fyrirspurn Fréttablaðsins.Júlíus Vífill Ingvarsson vill ekkert tjá sig frekar um aflandsfélag. Fréttablaðið/DaníelJúlíus Vífill sagði sig frá borgarstjórn um síðustu mánaðamót eftir að ljóst var að nafn hans væri tengt félagi í Panama-skjölunum svonefndu. Í svari Seðlabankans kemur fram að fjármagnshreyfingar á milli landa séu bundnar takmörkunum í samræmi við ákvæði laga og reglna um gjaldeyrismál. Aðeins sé unnt að flytja fjármuni á milli landa ef það er sérstaklega undanþegið takmörkunum eða á grundvelli sérstakrar undanþágu frá Seðlabanka Íslands. „Innlendum aðilum er óheimilt að flytja fjármuni af reikningum sínum hjá fjármálafyrirtæki hér á landi yfir á reikning í sinni eigu hjá fjármálafyrirtæki erlendis í þeim tilgangi einum að halda úti sparnaði erlendis,“ segir þar jafnframt. Um leið er þó bent á að innlendur aðili geti átt fjármuni erlendis, sem ekki séu háðir skilaskyldu hingað til lands í samræmi við ákvæði laga um gjaldeyrismál, til dæmis vegna þess að fjármunir hafi verið í eigu viðkomandi aðila frá því fyrir 28. nóvember 2008 þegar fjármagnshöft voru innleidd hér á landi. „Í slíkum tilvikum getur innlendur aðili flutt þá fjármuni á milli tveggja bankareikninga í sinni eigu erlendis þar sem það telst ekki fjármagnshreyfing á milli landa í skilningi laga um gjaldeyrismál.“ Fram kom í umfjöllun Kastljóss 3. apríl að félag Júlíusar Vífils hefði verið stofnað í Panama í ársbyrjun 2014 og rík áhersla lögð á að leyna eignarhaldi hans. Ekki liggja fyrir upplýsingar um greiðslur í félagið. Júlíus Vífill vildi ekki tjá sig frekar um málið þegar eftir því var leitað í gær, en vísaði þess í stað til yfirlýsingar sinnar frá 1. apríl og ræðu á í borgarstjórn 5. apríl, en þá var lausnarbeiðni hans frá borgarstjórn samþykkt. Þá sagði hann að allt sem við kæmi þessum sjóði væri í samræmi við íslensk lög og reglur. „Enda naut ég sérfræðiráðgjafar til að tryggja að réttilega og löglega væri að málum staðið,“ segir í yfirlýsingu Júlíusar Vífils.
Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira