Enski boltinn

Starf Martinez hugsanlega undir í leiknum gegn Man. Utd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Martinez gæti átt eftir stuttan tíma í starfi hjá Man. Utd.
Martinez gæti átt eftir stuttan tíma í starfi hjá Man. Utd. vísir/getty
Það gustar um Roberto Martinez, stjóra Everton, og starf hans gæti verið undir er lið hans spilar í undaúrslitum enska bikarsins gegn Man. Utd á morgun.

Síðan í byrjun mars hefur Everton aðeins unnið aston Villa, sem er fallið, og Chelsea í átta liða úrslitum bikarsins.

Svo fékk liðið 4-0 skell gegn Liverpool þannig að margir kalla eftir því að hann verði rekinn. Stjórinn vill þó ekkert tala um það.

„Ég væri ekki mjög fagmannlegur ef ég nýtti tímann í að tala um hvað fólki finnst. Við höfum unnið hörðum höndum að því að vinna titil síðan ég kom til félagsins og við eigum möguleika á titli í bikarnum,“ sagði Martinez.

„Auðvitað mætum við örlítið brotnir í þennan leik. Á svona stundum er mikilvægt að standa saman og nýt reynsluna til þess að undirbúa sig. Það snýst allt um þennan leik og við reynum að hugsa minna um gengið i deildinni. Þetta er risatækifæri fyrir okkur til þess að komast í úrslitaleikinn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×