Best fyrir jörðina ef við hættum að lifa Stefanía Björg Víkingsdóttir skrifar 25. apríl 2016 07:00 Sigurður Eyberg reyndi að minnka vistspor sitt og lifa sjálfbæru lífi. Vísir/Anton Brink „Það væri rosalega gott fyrir jörðina ef við myndum bara hætta að lifa. En það er kannski ekki alveg svarið sem við erum að leita að,“ segir Sigurður Eyberg Jóhannesson sem frumsýndi í síðustu viku heimildarmynd sína Maðurinn sem minnkaði vistsporið sitt. Myndin fjallar um tilraun Sigurðar til að lifa sjálfbæru lífi í ósjálfbæru samfélagi. Þar reynir Sigurður að ná neyslu sinni inn fyrir mörk sjálfbærni, eins og þau eru skilgreind af aðferðafræði vistsporsmælinga. „Akútvandinn í dag er koldíoxíðlosun okkar. Hún er ekki bara úr bílunum okkar, hún er í nánast allri framleiðslu sem fer fram í heiminum, allt okkar hagkerfi er keyrt á olíu. Það er stóra vandamálið sem við þurfum að leysa núna,“ segir Sigurður. „Vistspor heimsins fer stækkandi,“ segir Brynhildur Davíðsdóttir, nýr formaður stjórnar Orkuveitunnar. „Ríkari lönd heimsins þurfa að vinna betur að því að minnka vistspor sitt svo lönd með minna vistspor geti aukið lífsgæði.“ Ísland á aðild að samkomulagi sem náðist í París í desember um hertar aðgerðir í loftslagsmálum. Í pallborðsumræðum eftir sýningu myndar Sigurðar var rætt hvað Íslendingar gætu lagt af mörkum. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagði að fyrir þinglok yrði lögð fyrir þingsályktun um orkuskipti í samgöngum og markmið þeirra lögð fyrir. Enn fremur að fjármagn hefði verið sett til hliðar, í tengslum við loftslagsráðstefnuna í París, sem lagt yrði í uppbyggingu innviða, til dæmis rafbílavæðingu. Eins sé verið að vinna að stórum hugmyndum víða í geiranum varðandi fiskiskipaflotann og orkuskipti þar. Sigurður segir neyslu stóran hluta vandans. „Allt þetta dót sem við erum alltaf að fylla húsið okkar með og fara svo með á haugana, þetta er allt framleitt með olíu og hefur stórt kolefnisspor. Fyrst og fremst snýst þetta um að draga úr neyslu,“ segir segir Sigurður Eyberg Jóhannesson. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. apríl Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
„Það væri rosalega gott fyrir jörðina ef við myndum bara hætta að lifa. En það er kannski ekki alveg svarið sem við erum að leita að,“ segir Sigurður Eyberg Jóhannesson sem frumsýndi í síðustu viku heimildarmynd sína Maðurinn sem minnkaði vistsporið sitt. Myndin fjallar um tilraun Sigurðar til að lifa sjálfbæru lífi í ósjálfbæru samfélagi. Þar reynir Sigurður að ná neyslu sinni inn fyrir mörk sjálfbærni, eins og þau eru skilgreind af aðferðafræði vistsporsmælinga. „Akútvandinn í dag er koldíoxíðlosun okkar. Hún er ekki bara úr bílunum okkar, hún er í nánast allri framleiðslu sem fer fram í heiminum, allt okkar hagkerfi er keyrt á olíu. Það er stóra vandamálið sem við þurfum að leysa núna,“ segir Sigurður. „Vistspor heimsins fer stækkandi,“ segir Brynhildur Davíðsdóttir, nýr formaður stjórnar Orkuveitunnar. „Ríkari lönd heimsins þurfa að vinna betur að því að minnka vistspor sitt svo lönd með minna vistspor geti aukið lífsgæði.“ Ísland á aðild að samkomulagi sem náðist í París í desember um hertar aðgerðir í loftslagsmálum. Í pallborðsumræðum eftir sýningu myndar Sigurðar var rætt hvað Íslendingar gætu lagt af mörkum. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagði að fyrir þinglok yrði lögð fyrir þingsályktun um orkuskipti í samgöngum og markmið þeirra lögð fyrir. Enn fremur að fjármagn hefði verið sett til hliðar, í tengslum við loftslagsráðstefnuna í París, sem lagt yrði í uppbyggingu innviða, til dæmis rafbílavæðingu. Eins sé verið að vinna að stórum hugmyndum víða í geiranum varðandi fiskiskipaflotann og orkuskipti þar. Sigurður segir neyslu stóran hluta vandans. „Allt þetta dót sem við erum alltaf að fylla húsið okkar með og fara svo með á haugana, þetta er allt framleitt með olíu og hefur stórt kolefnisspor. Fyrst og fremst snýst þetta um að draga úr neyslu,“ segir segir Sigurður Eyberg Jóhannesson. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. apríl
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira