Best fyrir jörðina ef við hættum að lifa Stefanía Björg Víkingsdóttir skrifar 25. apríl 2016 07:00 Sigurður Eyberg reyndi að minnka vistspor sitt og lifa sjálfbæru lífi. Vísir/Anton Brink „Það væri rosalega gott fyrir jörðina ef við myndum bara hætta að lifa. En það er kannski ekki alveg svarið sem við erum að leita að,“ segir Sigurður Eyberg Jóhannesson sem frumsýndi í síðustu viku heimildarmynd sína Maðurinn sem minnkaði vistsporið sitt. Myndin fjallar um tilraun Sigurðar til að lifa sjálfbæru lífi í ósjálfbæru samfélagi. Þar reynir Sigurður að ná neyslu sinni inn fyrir mörk sjálfbærni, eins og þau eru skilgreind af aðferðafræði vistsporsmælinga. „Akútvandinn í dag er koldíoxíðlosun okkar. Hún er ekki bara úr bílunum okkar, hún er í nánast allri framleiðslu sem fer fram í heiminum, allt okkar hagkerfi er keyrt á olíu. Það er stóra vandamálið sem við þurfum að leysa núna,“ segir Sigurður. „Vistspor heimsins fer stækkandi,“ segir Brynhildur Davíðsdóttir, nýr formaður stjórnar Orkuveitunnar. „Ríkari lönd heimsins þurfa að vinna betur að því að minnka vistspor sitt svo lönd með minna vistspor geti aukið lífsgæði.“ Ísland á aðild að samkomulagi sem náðist í París í desember um hertar aðgerðir í loftslagsmálum. Í pallborðsumræðum eftir sýningu myndar Sigurðar var rætt hvað Íslendingar gætu lagt af mörkum. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagði að fyrir þinglok yrði lögð fyrir þingsályktun um orkuskipti í samgöngum og markmið þeirra lögð fyrir. Enn fremur að fjármagn hefði verið sett til hliðar, í tengslum við loftslagsráðstefnuna í París, sem lagt yrði í uppbyggingu innviða, til dæmis rafbílavæðingu. Eins sé verið að vinna að stórum hugmyndum víða í geiranum varðandi fiskiskipaflotann og orkuskipti þar. Sigurður segir neyslu stóran hluta vandans. „Allt þetta dót sem við erum alltaf að fylla húsið okkar með og fara svo með á haugana, þetta er allt framleitt með olíu og hefur stórt kolefnisspor. Fyrst og fremst snýst þetta um að draga úr neyslu,“ segir segir Sigurður Eyberg Jóhannesson. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. apríl Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
„Það væri rosalega gott fyrir jörðina ef við myndum bara hætta að lifa. En það er kannski ekki alveg svarið sem við erum að leita að,“ segir Sigurður Eyberg Jóhannesson sem frumsýndi í síðustu viku heimildarmynd sína Maðurinn sem minnkaði vistsporið sitt. Myndin fjallar um tilraun Sigurðar til að lifa sjálfbæru lífi í ósjálfbæru samfélagi. Þar reynir Sigurður að ná neyslu sinni inn fyrir mörk sjálfbærni, eins og þau eru skilgreind af aðferðafræði vistsporsmælinga. „Akútvandinn í dag er koldíoxíðlosun okkar. Hún er ekki bara úr bílunum okkar, hún er í nánast allri framleiðslu sem fer fram í heiminum, allt okkar hagkerfi er keyrt á olíu. Það er stóra vandamálið sem við þurfum að leysa núna,“ segir Sigurður. „Vistspor heimsins fer stækkandi,“ segir Brynhildur Davíðsdóttir, nýr formaður stjórnar Orkuveitunnar. „Ríkari lönd heimsins þurfa að vinna betur að því að minnka vistspor sitt svo lönd með minna vistspor geti aukið lífsgæði.“ Ísland á aðild að samkomulagi sem náðist í París í desember um hertar aðgerðir í loftslagsmálum. Í pallborðsumræðum eftir sýningu myndar Sigurðar var rætt hvað Íslendingar gætu lagt af mörkum. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagði að fyrir þinglok yrði lögð fyrir þingsályktun um orkuskipti í samgöngum og markmið þeirra lögð fyrir. Enn fremur að fjármagn hefði verið sett til hliðar, í tengslum við loftslagsráðstefnuna í París, sem lagt yrði í uppbyggingu innviða, til dæmis rafbílavæðingu. Eins sé verið að vinna að stórum hugmyndum víða í geiranum varðandi fiskiskipaflotann og orkuskipti þar. Sigurður segir neyslu stóran hluta vandans. „Allt þetta dót sem við erum alltaf að fylla húsið okkar með og fara svo með á haugana, þetta er allt framleitt með olíu og hefur stórt kolefnisspor. Fyrst og fremst snýst þetta um að draga úr neyslu,“ segir segir Sigurður Eyberg Jóhannesson. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. apríl
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira