Best fyrir jörðina ef við hættum að lifa Stefanía Björg Víkingsdóttir skrifar 25. apríl 2016 07:00 Sigurður Eyberg reyndi að minnka vistspor sitt og lifa sjálfbæru lífi. Vísir/Anton Brink „Það væri rosalega gott fyrir jörðina ef við myndum bara hætta að lifa. En það er kannski ekki alveg svarið sem við erum að leita að,“ segir Sigurður Eyberg Jóhannesson sem frumsýndi í síðustu viku heimildarmynd sína Maðurinn sem minnkaði vistsporið sitt. Myndin fjallar um tilraun Sigurðar til að lifa sjálfbæru lífi í ósjálfbæru samfélagi. Þar reynir Sigurður að ná neyslu sinni inn fyrir mörk sjálfbærni, eins og þau eru skilgreind af aðferðafræði vistsporsmælinga. „Akútvandinn í dag er koldíoxíðlosun okkar. Hún er ekki bara úr bílunum okkar, hún er í nánast allri framleiðslu sem fer fram í heiminum, allt okkar hagkerfi er keyrt á olíu. Það er stóra vandamálið sem við þurfum að leysa núna,“ segir Sigurður. „Vistspor heimsins fer stækkandi,“ segir Brynhildur Davíðsdóttir, nýr formaður stjórnar Orkuveitunnar. „Ríkari lönd heimsins þurfa að vinna betur að því að minnka vistspor sitt svo lönd með minna vistspor geti aukið lífsgæði.“ Ísland á aðild að samkomulagi sem náðist í París í desember um hertar aðgerðir í loftslagsmálum. Í pallborðsumræðum eftir sýningu myndar Sigurðar var rætt hvað Íslendingar gætu lagt af mörkum. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagði að fyrir þinglok yrði lögð fyrir þingsályktun um orkuskipti í samgöngum og markmið þeirra lögð fyrir. Enn fremur að fjármagn hefði verið sett til hliðar, í tengslum við loftslagsráðstefnuna í París, sem lagt yrði í uppbyggingu innviða, til dæmis rafbílavæðingu. Eins sé verið að vinna að stórum hugmyndum víða í geiranum varðandi fiskiskipaflotann og orkuskipti þar. Sigurður segir neyslu stóran hluta vandans. „Allt þetta dót sem við erum alltaf að fylla húsið okkar með og fara svo með á haugana, þetta er allt framleitt með olíu og hefur stórt kolefnisspor. Fyrst og fremst snýst þetta um að draga úr neyslu,“ segir segir Sigurður Eyberg Jóhannesson. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. apríl Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira
„Það væri rosalega gott fyrir jörðina ef við myndum bara hætta að lifa. En það er kannski ekki alveg svarið sem við erum að leita að,“ segir Sigurður Eyberg Jóhannesson sem frumsýndi í síðustu viku heimildarmynd sína Maðurinn sem minnkaði vistsporið sitt. Myndin fjallar um tilraun Sigurðar til að lifa sjálfbæru lífi í ósjálfbæru samfélagi. Þar reynir Sigurður að ná neyslu sinni inn fyrir mörk sjálfbærni, eins og þau eru skilgreind af aðferðafræði vistsporsmælinga. „Akútvandinn í dag er koldíoxíðlosun okkar. Hún er ekki bara úr bílunum okkar, hún er í nánast allri framleiðslu sem fer fram í heiminum, allt okkar hagkerfi er keyrt á olíu. Það er stóra vandamálið sem við þurfum að leysa núna,“ segir Sigurður. „Vistspor heimsins fer stækkandi,“ segir Brynhildur Davíðsdóttir, nýr formaður stjórnar Orkuveitunnar. „Ríkari lönd heimsins þurfa að vinna betur að því að minnka vistspor sitt svo lönd með minna vistspor geti aukið lífsgæði.“ Ísland á aðild að samkomulagi sem náðist í París í desember um hertar aðgerðir í loftslagsmálum. Í pallborðsumræðum eftir sýningu myndar Sigurðar var rætt hvað Íslendingar gætu lagt af mörkum. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagði að fyrir þinglok yrði lögð fyrir þingsályktun um orkuskipti í samgöngum og markmið þeirra lögð fyrir. Enn fremur að fjármagn hefði verið sett til hliðar, í tengslum við loftslagsráðstefnuna í París, sem lagt yrði í uppbyggingu innviða, til dæmis rafbílavæðingu. Eins sé verið að vinna að stórum hugmyndum víða í geiranum varðandi fiskiskipaflotann og orkuskipti þar. Sigurður segir neyslu stóran hluta vandans. „Allt þetta dót sem við erum alltaf að fylla húsið okkar með og fara svo með á haugana, þetta er allt framleitt með olíu og hefur stórt kolefnisspor. Fyrst og fremst snýst þetta um að draga úr neyslu,“ segir segir Sigurður Eyberg Jóhannesson. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. apríl
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira