Lífsnauðsynleg viðbrögð eru flokkuð sem lýtaaðgerðir Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. apríl 2016 07:00 Fyrirbyggjandi skurðaðgerð getur minnkað líkur á brjóstakrabbameini um 97%. Nordicphotos/Getty Aðgerðir sem fyrirbyggja krabbamein í brjóstvef eru flokkaðar af Sjúkratryggingum Íslands sem lýtaaðgerðir og fást ekki niðurgreiddar. Talið er að einstaklingar með BRCA-stökkbreytingu séu með um 80% líkur á að fá brjóstakrabbamein. Sérhæfð brjóstamiðstöð Kristjáns Skúla Ásgeirssonar brjóstaskurðlæknis býður upp á fyrirbyggjandi aðgerðir en þjónusta þar er ekki niðurgreidd af Sjúkratryggingum Íslands. Umsækjendur fá höfnun á grunni þess að ekki sé heimild fyrir niðurgreiðslu í reglugerð um lýtalækningar. Leikkonan Angelina Jolie vakti athygli á BRCA-stökkbreytingu þegar hún gekkst undir fyrirbyggjandi brjóstnám árið 2013.Inga Lillý Brynjólfsdóttir, formaður BRAKKAInga Lillý Brynjólfsdóttir, formaður BRAKKA, samtaka BRCA-arfbera á Íslandi, segir að í flestum tilfellum fari konur í fyrirbyggjandi aðgerðir. Eftir að Kristján Skúli stofnaði brjóstamiðstöð í Klíníkinni í Ármúla fékk hún símtal frá Landspítalanum og henni var boðið að koma í aðgerð. Hún hafi þó þekkt Kristján og treyst honum sem lækni og ákveðið að fara til hans. „Í raun er fremsti sérfræðingur landsins ekki starfandi á Landspítalanum. Ef konur vilja fara til hans þurfa þær að borga fullt verð.“ Inga Lillý segir konu úr samtökunum hafa óskað eftir greiðsluþátttöku frá Sjúkratryggingum Íslands fyrir aðgerð hjá Kristjáni. Svarið hafi verið svohljóðandi að ekki væri heimild í reglugerð um lýtalækningar til að greiða slíkar aðgerðir. „Krefjist þjónustan innlagnar á sjúkrahús skal sjúkrahúsið þó ákveða hvort veita skuli undanþágu,“ segir í reglugerðinni. Ýmsar aðgerðir sem flokkaðar eru til lýtalækninga eru þó niðurgreiddar, til dæmis brjóstaminnkun vegna ofvaxtar. Inga Lillý segir fyrirbyggjandi aðgerðir settar undir vitlausan hatt. Ekki sé um lýtalækningar að ræða heldur leiðréttingu á erfðagalla. „Greiðslan virðist fylgja húsinu sem aðgerðin fer fram í, ekki þeim sem ber genið. Þetta er stórundarlegt vegna þess að þó að þetta kosti einhvern pening er verið að spara ríkinu margar milljónir í krabbameinsmeðferð. Í mínu tilfelli var sagt að um 75-80% líkur væru á að ég fengi brjóstakrabbamein,“ segir Inga Lillý. Sigríður Snæbjörnsdóttur, framkvæmdastjóri á Klíníkinni Ármúla, segir að ekki séu til heildstæðir samningar um aðgerðir á BRCA-konum nema að litlum hluta. „Aðgerðir sem gerðar eru utan stofnana, eins og til dæmis Landspítalans, þurfa að byggja á samningum við Sjúkratryggingar til þess að aðgerð sjúklings sé niðurgreidd. Víða erlendis eru gerðar aðgerðir á BRCA-konum utan stofnana en ekki hefur náðst samningur um það hérlendis, þrátt fyrir að umræður hafi staðið um nokkurt skeið,“ segir Sigríður.Staðreyndir um BRCA Um 5% til 10% brjóstakrabbameina eru ættgeng og því veldur stökkbreytt gen sem erfist frá foreldri til barns. Fyrirbyggjandi skurðaðgerð getur minnkað líkur á brjóstakrabbameini um 97% Konur með BRCA-stökkbreytingu geta minnkað líkurnar á brjóstakrabbameini um 50% ef þær láta fjarlægja eggjastokkana á barneignaraldri. Samkvæmt erfðagreiningardeild LSH hafa rúmlega 260 konur verið greindar með breytingu í BRCA2.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Aðgerðir sem fyrirbyggja krabbamein í brjóstvef eru flokkaðar af Sjúkratryggingum Íslands sem lýtaaðgerðir og fást ekki niðurgreiddar. Talið er að einstaklingar með BRCA-stökkbreytingu séu með um 80% líkur á að fá brjóstakrabbamein. Sérhæfð brjóstamiðstöð Kristjáns Skúla Ásgeirssonar brjóstaskurðlæknis býður upp á fyrirbyggjandi aðgerðir en þjónusta þar er ekki niðurgreidd af Sjúkratryggingum Íslands. Umsækjendur fá höfnun á grunni þess að ekki sé heimild fyrir niðurgreiðslu í reglugerð um lýtalækningar. Leikkonan Angelina Jolie vakti athygli á BRCA-stökkbreytingu þegar hún gekkst undir fyrirbyggjandi brjóstnám árið 2013.Inga Lillý Brynjólfsdóttir, formaður BRAKKAInga Lillý Brynjólfsdóttir, formaður BRAKKA, samtaka BRCA-arfbera á Íslandi, segir að í flestum tilfellum fari konur í fyrirbyggjandi aðgerðir. Eftir að Kristján Skúli stofnaði brjóstamiðstöð í Klíníkinni í Ármúla fékk hún símtal frá Landspítalanum og henni var boðið að koma í aðgerð. Hún hafi þó þekkt Kristján og treyst honum sem lækni og ákveðið að fara til hans. „Í raun er fremsti sérfræðingur landsins ekki starfandi á Landspítalanum. Ef konur vilja fara til hans þurfa þær að borga fullt verð.“ Inga Lillý segir konu úr samtökunum hafa óskað eftir greiðsluþátttöku frá Sjúkratryggingum Íslands fyrir aðgerð hjá Kristjáni. Svarið hafi verið svohljóðandi að ekki væri heimild í reglugerð um lýtalækningar til að greiða slíkar aðgerðir. „Krefjist þjónustan innlagnar á sjúkrahús skal sjúkrahúsið þó ákveða hvort veita skuli undanþágu,“ segir í reglugerðinni. Ýmsar aðgerðir sem flokkaðar eru til lýtalækninga eru þó niðurgreiddar, til dæmis brjóstaminnkun vegna ofvaxtar. Inga Lillý segir fyrirbyggjandi aðgerðir settar undir vitlausan hatt. Ekki sé um lýtalækningar að ræða heldur leiðréttingu á erfðagalla. „Greiðslan virðist fylgja húsinu sem aðgerðin fer fram í, ekki þeim sem ber genið. Þetta er stórundarlegt vegna þess að þó að þetta kosti einhvern pening er verið að spara ríkinu margar milljónir í krabbameinsmeðferð. Í mínu tilfelli var sagt að um 75-80% líkur væru á að ég fengi brjóstakrabbamein,“ segir Inga Lillý. Sigríður Snæbjörnsdóttur, framkvæmdastjóri á Klíníkinni Ármúla, segir að ekki séu til heildstæðir samningar um aðgerðir á BRCA-konum nema að litlum hluta. „Aðgerðir sem gerðar eru utan stofnana, eins og til dæmis Landspítalans, þurfa að byggja á samningum við Sjúkratryggingar til þess að aðgerð sjúklings sé niðurgreidd. Víða erlendis eru gerðar aðgerðir á BRCA-konum utan stofnana en ekki hefur náðst samningur um það hérlendis, þrátt fyrir að umræður hafi staðið um nokkurt skeið,“ segir Sigríður.Staðreyndir um BRCA Um 5% til 10% brjóstakrabbameina eru ættgeng og því veldur stökkbreytt gen sem erfist frá foreldri til barns. Fyrirbyggjandi skurðaðgerð getur minnkað líkur á brjóstakrabbameini um 97% Konur með BRCA-stökkbreytingu geta minnkað líkurnar á brjóstakrabbameini um 50% ef þær láta fjarlægja eggjastokkana á barneignaraldri. Samkvæmt erfðagreiningardeild LSH hafa rúmlega 260 konur verið greindar með breytingu í BRCA2.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira