Enski boltinn

Veron: Ég hefði aldrei átt að fara frá Man. Utd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Veron fagnar með David Beckham.
Veron fagnar með David Beckham. vísir/getty
Það voru miklar væntingar gerðar til Argentínumannsins Juan Sebastian Veron er hann var keyptur til Man. Utd árið 2001 á rúmar 28 milljónir punda.

Hann lék með liðinu í tvö ár en náði aldrei að standa almennilega undir væntingum. Hann var svo seldur til Chelsea árið 2003 eftir að hafa hjálpað United að vinna titilinn.

Veron viðurkennir að það hafi verið erfitt að aðlagast nýjum kerfum með nýjum leikmönnum í hverri viku á Englandi en segir að hann hefði ekki átt að gefast upp.

„Stundum spilaði ég með Scholes og stundum með Keane. Svo spiluðum við stundum 4-4-2 með Cole og Yorke. Við vorum alltaf að breyta kerfinu en ég hefði átt að herða mig og vera áfram hjá félaginu,“ sagði Veron en hann kom til Man. Utd frá Lazio á Ítalíu og það var mikið menningarsjokk fyrir hans fjölskyldu.

„Þetta var mikil breyting fyrir okkur sem vorum afar hamingjusöm á Ítalíu. Fólkið í Manchester var samt mjög duglegt að hjálpa okkur að aðlagast. Okkur líkaði mjög vel við fólkið.“

Veron er nú forseti uppeldisfélags síns, Estudiantes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×