Sport

Conor við íslenskan blaðamann: I'm retired, fuck interviews

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Er Conor McGregor í alvörunni hættur?
Er Conor McGregor í alvörunni hættur? Vísir/Getty
Conor McGregor neitaði blaðamanni mmafrettir.is um viðtal þegar eftir því var leitað í húsakynnum Mjölnis í kvöld.

Click here to read an English version of the story

McGregor kom til Íslands í gær og er að æfa með Gunnari Nelson, sem undirbýr sig nú fyrir bardaga gegn Rússanum Albert Tumenov í Rotterdam þann 8. maí.

Svar Írans var einfalt þegar Pétur Marinó Jónsson óskaði eftir viðtali við McGregor:

„No, I'm retired. Fuck interviews.“

Frétt MMA-frétta um málið má lesa hér.

Ariel Helwani, þekktasti MMA-fréttamaður heims, hefur tjáð sig um óvænta Twitter-færslu McGregor í kvöld. Heimildir Helwani herma að yfirlýsing McGregor sé ekki gabb.

Óhætt er að segja að óvissa í UFC-heiminum er mikil núna en McGregor átti að mæta Nate Diaz á UFC 200 í Las Vegas í júlí.

Stuttu eftir að McGregor birti yfirlýsingu sína lýsti Diaz því sjálfur yfir að hann væri hættur líka.

MMA

Tengdar fréttir

Conor segist vera hættur

Conor McGregor staddur á Íslandi og tilkynnti þetta á Twitter-síðu sinni í kvöld.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.