Prófar sig áfram í öðrum listformum Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 4. apríl 2016 09:00 Halla Ólafsdóttir leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Under Influence. Vísir/Stefán Leikstjóri myndarinnar, Sidney Leoni, bauð mér hlutverkið, en við höfum unnið mikið saman í gegn um tíðina þar sem hann starfar líka sem dansari og danshöfundur,“ segir Halla Ólafsdóttir danshöfundur en hún leikur aðalhlutverk í kvikmyndinni Under Influence sem er um þessar mundir í sýningu í Svíþjóð og Belgíu. Halla Ólafsdóttir býr í Stokkhólmi þar sem hún vinnur sem dansari og danshöfundur. Hún útskrifaðist úr mastersnámi í kóreógrafíu við University College of Dance í Stokkhólmi árið 2010 en hefur þróast mikið sem listamaður og nýtur þess að prófa sig áfram í öðrum listformum. „Það var æðislegt að prófa að vera leikkona en sem dansari og listamaður hef ég mikinn áhuga á að þróa alls konar leiðir til að koma fram. Þar er mjög gaman að fá lánað frá öðrum listformum því það getur svo sannarlega víkkað hugtakið dans og kóreógrafíu,“ segir Halla. Meginþráður myndarinnar er leikur á milli raunveruleikans og skáldskapar. Halla fer með hlutverk Juliu Gordon, en hún er leikkona sem leikur leikkonu. Halla í hlutverki sínu í kvikmyndinni Under Influence. Mynd/Thomas Cartron„Það var frábær reynsla að taka þátt í myndinni, þetta var mikið kapp við náttúruna þar sem birtan og veðrið leika stóran þátt í myndinni. Ég leik leikkonu sem er að leika leikkonu. Í myndinni er hún að vinna að mynd sem heitir Begin Kate Winslet. Það er óhætt að segja að þetta er eins konar leikur milli raunveruleika og draumaheims,” segir Halla en myndin er sýnd í leikhúsum í Svíþjóð og kvikmyndahúsum í Belgíu. „Framleiðendur eru svo að vinna að því að koma henni inn á kvikmyndahátíðir,“ segir Halla og bætir við að mikið gæðafólk hafi komið að myndinni. Framundan er nóg um að vera hjá Höllu en hún er stödd hér á landinu sem stendur og vinnur að nýju dansverki fyrir Íslenska dansflokkinn. „Núna er ég að semja dansverk fyrir Íslenska dansflokkinn ásamt Lovísu Ósk Gunnarsdóttur, verkið heitir What a Feeling og verður frumsýnt 4. maí næstkomandi í Borgarleikhúsinu,” segir Halla en næsta mánuðinn mun hún flakka á milli Íslands og Svíþjóðar. “Ég er líka að sýna verkið Medeu. Sýningin hefur slegið í gegn og núna erum við að fara í sýningaferðalag víðsvegar um Svíþjóð,“ segir Halla. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. apríl. Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Sjá meira
Leikstjóri myndarinnar, Sidney Leoni, bauð mér hlutverkið, en við höfum unnið mikið saman í gegn um tíðina þar sem hann starfar líka sem dansari og danshöfundur,“ segir Halla Ólafsdóttir danshöfundur en hún leikur aðalhlutverk í kvikmyndinni Under Influence sem er um þessar mundir í sýningu í Svíþjóð og Belgíu. Halla Ólafsdóttir býr í Stokkhólmi þar sem hún vinnur sem dansari og danshöfundur. Hún útskrifaðist úr mastersnámi í kóreógrafíu við University College of Dance í Stokkhólmi árið 2010 en hefur þróast mikið sem listamaður og nýtur þess að prófa sig áfram í öðrum listformum. „Það var æðislegt að prófa að vera leikkona en sem dansari og listamaður hef ég mikinn áhuga á að þróa alls konar leiðir til að koma fram. Þar er mjög gaman að fá lánað frá öðrum listformum því það getur svo sannarlega víkkað hugtakið dans og kóreógrafíu,“ segir Halla. Meginþráður myndarinnar er leikur á milli raunveruleikans og skáldskapar. Halla fer með hlutverk Juliu Gordon, en hún er leikkona sem leikur leikkonu. Halla í hlutverki sínu í kvikmyndinni Under Influence. Mynd/Thomas Cartron„Það var frábær reynsla að taka þátt í myndinni, þetta var mikið kapp við náttúruna þar sem birtan og veðrið leika stóran þátt í myndinni. Ég leik leikkonu sem er að leika leikkonu. Í myndinni er hún að vinna að mynd sem heitir Begin Kate Winslet. Það er óhætt að segja að þetta er eins konar leikur milli raunveruleika og draumaheims,” segir Halla en myndin er sýnd í leikhúsum í Svíþjóð og kvikmyndahúsum í Belgíu. „Framleiðendur eru svo að vinna að því að koma henni inn á kvikmyndahátíðir,“ segir Halla og bætir við að mikið gæðafólk hafi komið að myndinni. Framundan er nóg um að vera hjá Höllu en hún er stödd hér á landinu sem stendur og vinnur að nýju dansverki fyrir Íslenska dansflokkinn. „Núna er ég að semja dansverk fyrir Íslenska dansflokkinn ásamt Lovísu Ósk Gunnarsdóttur, verkið heitir What a Feeling og verður frumsýnt 4. maí næstkomandi í Borgarleikhúsinu,” segir Halla en næsta mánuðinn mun hún flakka á milli Íslands og Svíþjóðar. “Ég er líka að sýna verkið Medeu. Sýningin hefur slegið í gegn og núna erum við að fara í sýningaferðalag víðsvegar um Svíþjóð,“ segir Halla. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. apríl.
Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Sjá meira