Innlent

Bein útsending: Aukafréttatími Stöðvar 2 klukkan 12

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Rætt verður við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í aukafréttatíma Stöðvar 2 klukkan 12:00 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Fréttatíminn verður einnig í beinni útsendingu hér á Vísi og upptaka af honum verður aðgengileg þegar honum lýkur.

Ólafur Ragnar segist hafa flýtt heimför sinni vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem upp er komin í ísenskum stjórnmálum. Hann muni eiga fundi og samtöl í dag vegna málsins.

Í fréttatímanum verður einnig fjallað um þá upplausn sem ríkir í ríkisstjórninni vegna leka Panama-skjalanna. Varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokks segir ríkisstjórnina nú ganga í gegnum alvarlegustu kreppuna á ferli sínum.

Uppfært 13.30: Upptaka af fréttatímanum er aðgengileg í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Upplausn í ríkisstjórn innan beggja flokka

Ríkisstjórnarsamstarfið hangir á bláþræði. Megn óánægja ríkir innan bæði Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks en ákvörðunar Bjarna Benediktssonar er beðið. Tugþúsundir Íslendinga mótmæltu ríkisstjórninni á Austurvelli í gær.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.