Innlent

Stór skjálfti í Bárðarbungu

Bárðarbunga
Bárðarbunga Vísir
Jarðskjálfti upp á 4,2 stig varð í norðurbrún Bárðarbunguöskjunnar laust upp úr miðnætti og er hann stærsti skjálfti sem mælst hefur á þessum slóðum síðan við goslok í febrúar í fyrra.

10 til 15 eftirskjálftar urðu í nótt, sá snarpasti 3,5 stig upp úr klukkan eitt í nótt, en síðan hefur dregið úr styrk skjálftanna að sögn Bjarka Friis, náttúruváar-sérfræðings á Veðurstofunni.

Hann segir að engin merki sjáist um eldvirkni eða kvikuhlaup, en líklegt sé að skjálftarnir tengist hreyfingum á á hringsprungu öskjunnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.