Sport

Misjafnar undirtektir við munntóbaksbanni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ekki óalgeng sjón á hafnaboltaleikjum.
Ekki óalgeng sjón á hafnaboltaleikjum. vísir/getty
Það er saumað að hafnaboltamönnum þessa dagana. Það er segja þeim sem nota munntóbak og skyrpa því síðan hraustlega út um allt í miðjum leik.

Í gær ákvað New York að banna alla munntóbaksnotkun á íþróttakappleikjum og leikmennirnir sem eru háðir efninu eru farnir að svitna.

Með þessari reglugerð var New York að fylgja í fótspor Chicago, Boston og Kaliforníu í heild sinni. Toronto ætlar að fara sömu leið.

Á æfingu New York Yankees í gær var leikmönnum boðið upp á níkóntíntyggjó.

„Ég skil þetta ekki. Við erum að tala um löglegu vöru sem má kaupa í öllum búðum hér í borg. Ég má nota hana um alla borg en ekki á vellinum. Þetta er algjört rugl,“ sagði einn af munntóbaksfíklunum í Yankees-liðinu.

Sumir leikmenn eru sagðir ætla að láta reyna á reglurnar. Hvort einhver stöðvi þá með tóbakið eða sekti þá fyrir notkunina.

„Það væri mjög áhugavert að sjá hvernig þeir ætla að framfylgja þessum reglum. Ef maður er með tóbak mun þá einhver eftirlitsmaður rétti mér miða úr stúkunni með sekt?“ spyr leikmaður NY Mets.

Sumum finnst aðdáunarvert hversu löngum slummum hafnaboltamennirnir ná. Aðrir ekki eins hrifnir.vísir/getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×