Enski boltinn

Gylfi skoraði magnað mark en það dugði ekki til | Myndband

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gylfi Þór fagnar marki sínu.
Gylfi Þór fagnar marki sínu. vísir/getty
Bournemouth vann frábæran heimasigur á Swansea, 3-2, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 

Þetta var þriðji sigur Bournemouth í röð og er liðið á mikilli siglingu. Max-Alain Gradel kom heimamönnum yfir á 37. mínútu en það tók Swansea aðeins Modou Barrow tvær mínútur til að jafna fyrir Swansea með laglegu marki. 

Joshua King kom heimamönnum yfir, 2-1, í upphafi síðari hálfleiksins en þá var komið að Gylfa Þór Sigurðssyni sem jafnaði metin fyrir Swansea á 62. mínútu með glæsilegu marki. 

Það var ekki nóg fyrir Swansea en Steve Cook skoraði sigurmark leiksins á 78. mínútu. 

Bournemouth er í 13. sæti deildarinnar með 38 stig en Swansea er í því 16. með 33 stig. 

Hér að neðan má sjá markið sem Gylfi skoraði í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×