Enski boltinn

Gylfi leikmaður mánaðarins hjá Swansea

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi hefur skorað helming marka Swansea á þessu ári.
Gylfi hefur skorað helming marka Swansea á þessu ári. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið valinn leikmaður febrúarmánaðar hjá enska úrvalsdeildarliðinu Swansea.

Gylfi hefur farið mikinn eftir áramót og skorað sjö af níu deildarmörkum sínum á árinu 2016.

Tvö þessara marka komu í febrúar en Gylfi skoraði í jafnteflisleikjum gegn West Brom og Crystal Palace.

Gylfi er markahæsti leikmaður Swansea á tímabilinu en hann hefur skorað helming marka liðsins á árinu 2016.

Þetta er í fyrsta sinn á tímabilinu sem Gylfi er valinn leikmaður mánaðarins hjá Swansea. Hann fékk þessa viðurkenningu einnig fyrir októbermánuð 2014.


Tengdar fréttir

Gylfi getur vel spilað með fjórum bestu liðum Englands

Gylfi Þór Sigurðsson er í miklum ham í ensku úrvalsdeildinni á EM-árinu 2016. Hann skoraði sitt sjötta mark á árinu um helgina og hefur nú aldrei skorað meira í ensku úrvalsdeildinni. EM-árið er hans ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×