Enski boltinn

Mané sleppur við leikbann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mason sýnir Mané rauða spjaldið.
Mason sýnir Mané rauða spjaldið. vísir/getty
Sadio Mané, framherji Southampton í ensku úrvalsdeildinni, sleppur við leikbann þrátt fyrir að hafa fengið að líta rauða spjaldið í 2-1 sigri Dýrlinganna á Stoke City á laugardaginn.

Lee Mason, dómari leiksins, sýndi Mané rauða spjaldið í uppbótartíma eftir samstuð við Erik Pieters, varnarmann Stoke, en dómurinn virtist nokkuð harður.

Southampton áfrýjaði rauða spjaldinu og enska knattspyrnusambandið hefur nú fellt það úr gildi. Mané sleppur því við þriggja leikja bann en hann hefði misst af leikjum Southampton gegn Liverpool, Newcastle United og Leicester City.

Mané, sem er 23 ára Senegali, hefur skorað þrjú mörk í 29 deildarleikjum fyrir Southampton á tímabilinu. Hann hefur þó verið kaldur eftir áramót og hvorki skorað né lagt upp mark síðan í 4-0 sigrinum á Arsenal á öðrum degi jóla.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×