Innlent

Captain America-dúkka með amfetamíni send á 11 ára barn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Dúkkan sem amfetamínið hafði verið falið í.
Dúkkan sem amfetamínið hafði verið falið í. mynd/tollurinn
Tollverðir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar stöðvuðu í síðasta mánuði UPS-sendingu frá Filippseyjum sem innihélt þrjá plastpoka af amfetamíni.

Pakkinn var stílaður á 11 ára gamalt barn, eins og um afmælisgjöf var að ræða, en í honum var leikfang, Captain America-plastdúkka.

Í maga dúkkunnar fundu tollverðir pokana þrjá sem innihéldu samtals 12 grömm af amfetamíni. Í tilkynningu frá tollinum kemur fram að lögreglan á Suðurnesjum hafi annast rannsókn málsins og er henni lokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×