Ung knattspyrnukona rekur öndunarfærasjúkdóm til dekkjakurls Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. mars 2016 19:00 Ung knattspyrnukona í Fram telur að bein tengsl séu á milli öndunarfærasjúkdóms sem hún glímir við og þeirri staðreynd að hún hefur spilað undanfarin 5 ár á velli sem þakinn er heilsuspillandi dekkjakurli. Hér áður fyrr var hún alltaf með sterk og heilbrigð lungu. Gúmmíkurl úr úrgangsdekkjum hefur um árabil verið notað sem uppfyllingarefni á gervigras- og sparkvöllum hér á landi þótt sýnt hafi verið fram á að kurlið sé heilsuspillandi. Kurlið er meðal annars notað á gervigrasvelli Fram í Safamýri. Fjóla Sigurðardóttir var fimmtán ára þegar hún hóf að spila með meistaraflokki kvenna hjá Fram árið 2011 en hafði fram að því verið með afar sterk lungu og ekki fundið fyrir neinum öndunarfæraerfiðleikum. Eftir að að hafa spilað í tvö ár á heilsuspillandi dekkjakurlinu í Safamýri fór hún að kenna sér meins. „Árið 2013 þurfti ég að leita til læknis og mér leið eins og ég væri að fá astma. Þoli mínu hrakaði þrátt fyrir miklar æfingar. Það hefði átt að verða betra vegna æfinganna en það varð bara verra,“ segir Fjóla. Hún tengir verra þol og önundarerfiðleika við dekkjakurlið. Hún þarf í dag að nota púst svipað og astmasjúklingar nota. „Ég hef aldrei verið með neina öndunarerfiðleika, bara aldrei. Þangað til ég byrjaði að æfa hérna árið 2011.“ Í skýrslu Umhverfisstofnunar Danmerkur frá 2008 kemur fram að notkun hjólbarðakurls á gervisgrasvöllum auki líkur á myndun svifriks á völlunum og að það geti stuðlað að astma til lengri tíma er litið. Í dag eru 21 gervigras og sparkvellir í Reykjavík með heilsuspillandi dekkjarkurli. Sex hjá íþróttafélögum, eins og völlurinn í Safamýri, og 15 á skólalóðum. Á Facebooksíðunni Nýjan völl án tafar. Allt dekkjakurl til grafar hafa fimmtán hundruð áhyggjufullir foreldrar skrifað undir áskorun til borgarinnar um að skipta út gervigrasvöllum þar sem notað hefur verið kurl úr úrgangsdekkjum. Þegar fréttamaður og tökumaður Stöðvar 2 voru á gervigrasvellinum í Safamýri í dag var lyktin við netmöskvana í öðru markinu ekki ósvipuð því sem finnst á dekkjaverkstæðum eða í menguðum erlendum stórborgum. Ekki það sem maður finnur venjulega í Reykjavík. Tengdar fréttir Foreldrar ósáttir við að dekkjakurl verði ekki alfarið fjarlægt í ár Vísbendingar eru um að kurlið innihaldi krabbameinsvaldandi efni. 12. febrúar 2016 12:37 Endurnýjun kurlvallanna er ekki forgangsmál Samkvæmt nýrri áætlun meirihluta borgarstjórnar er endurnýjun gervigrasvalla þar sem notað er dekkjakurl ekki forgangsmál. 18. febrúar 2016 07:00 Telur að gervigras tengist krabbameini sonar síns Breskur faðir vill að ítarlegar rannsóknir verði framkvæmdar á gervigrasvöllum og þeim gúmmíefnum sem eru notuð á þeim. 16. febrúar 2016 14:30 Vilja að Heilbrigðiseftirlitið rannsaki dekkjakurl á gervigrasvöllum Samtök sem berjast fyrir hættulausu gúmmíkurli vilja að notkun Reykjavíkurborgar á dekkjakurli verði rannsökuð. 18. febrúar 2016 20:10 Mest lesið Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Ung knattspyrnukona í Fram telur að bein tengsl séu á milli öndunarfærasjúkdóms sem hún glímir við og þeirri staðreynd að hún hefur spilað undanfarin 5 ár á velli sem þakinn er heilsuspillandi dekkjakurli. Hér áður fyrr var hún alltaf með sterk og heilbrigð lungu. Gúmmíkurl úr úrgangsdekkjum hefur um árabil verið notað sem uppfyllingarefni á gervigras- og sparkvöllum hér á landi þótt sýnt hafi verið fram á að kurlið sé heilsuspillandi. Kurlið er meðal annars notað á gervigrasvelli Fram í Safamýri. Fjóla Sigurðardóttir var fimmtán ára þegar hún hóf að spila með meistaraflokki kvenna hjá Fram árið 2011 en hafði fram að því verið með afar sterk lungu og ekki fundið fyrir neinum öndunarfæraerfiðleikum. Eftir að að hafa spilað í tvö ár á heilsuspillandi dekkjakurlinu í Safamýri fór hún að kenna sér meins. „Árið 2013 þurfti ég að leita til læknis og mér leið eins og ég væri að fá astma. Þoli mínu hrakaði þrátt fyrir miklar æfingar. Það hefði átt að verða betra vegna æfinganna en það varð bara verra,“ segir Fjóla. Hún tengir verra þol og önundarerfiðleika við dekkjakurlið. Hún þarf í dag að nota púst svipað og astmasjúklingar nota. „Ég hef aldrei verið með neina öndunarerfiðleika, bara aldrei. Þangað til ég byrjaði að æfa hérna árið 2011.“ Í skýrslu Umhverfisstofnunar Danmerkur frá 2008 kemur fram að notkun hjólbarðakurls á gervisgrasvöllum auki líkur á myndun svifriks á völlunum og að það geti stuðlað að astma til lengri tíma er litið. Í dag eru 21 gervigras og sparkvellir í Reykjavík með heilsuspillandi dekkjarkurli. Sex hjá íþróttafélögum, eins og völlurinn í Safamýri, og 15 á skólalóðum. Á Facebooksíðunni Nýjan völl án tafar. Allt dekkjakurl til grafar hafa fimmtán hundruð áhyggjufullir foreldrar skrifað undir áskorun til borgarinnar um að skipta út gervigrasvöllum þar sem notað hefur verið kurl úr úrgangsdekkjum. Þegar fréttamaður og tökumaður Stöðvar 2 voru á gervigrasvellinum í Safamýri í dag var lyktin við netmöskvana í öðru markinu ekki ósvipuð því sem finnst á dekkjaverkstæðum eða í menguðum erlendum stórborgum. Ekki það sem maður finnur venjulega í Reykjavík.
Tengdar fréttir Foreldrar ósáttir við að dekkjakurl verði ekki alfarið fjarlægt í ár Vísbendingar eru um að kurlið innihaldi krabbameinsvaldandi efni. 12. febrúar 2016 12:37 Endurnýjun kurlvallanna er ekki forgangsmál Samkvæmt nýrri áætlun meirihluta borgarstjórnar er endurnýjun gervigrasvalla þar sem notað er dekkjakurl ekki forgangsmál. 18. febrúar 2016 07:00 Telur að gervigras tengist krabbameini sonar síns Breskur faðir vill að ítarlegar rannsóknir verði framkvæmdar á gervigrasvöllum og þeim gúmmíefnum sem eru notuð á þeim. 16. febrúar 2016 14:30 Vilja að Heilbrigðiseftirlitið rannsaki dekkjakurl á gervigrasvöllum Samtök sem berjast fyrir hættulausu gúmmíkurli vilja að notkun Reykjavíkurborgar á dekkjakurli verði rannsökuð. 18. febrúar 2016 20:10 Mest lesið Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Foreldrar ósáttir við að dekkjakurl verði ekki alfarið fjarlægt í ár Vísbendingar eru um að kurlið innihaldi krabbameinsvaldandi efni. 12. febrúar 2016 12:37
Endurnýjun kurlvallanna er ekki forgangsmál Samkvæmt nýrri áætlun meirihluta borgarstjórnar er endurnýjun gervigrasvalla þar sem notað er dekkjakurl ekki forgangsmál. 18. febrúar 2016 07:00
Telur að gervigras tengist krabbameini sonar síns Breskur faðir vill að ítarlegar rannsóknir verði framkvæmdar á gervigrasvöllum og þeim gúmmíefnum sem eru notuð á þeim. 16. febrúar 2016 14:30
Vilja að Heilbrigðiseftirlitið rannsaki dekkjakurl á gervigrasvöllum Samtök sem berjast fyrir hættulausu gúmmíkurli vilja að notkun Reykjavíkurborgar á dekkjakurli verði rannsökuð. 18. febrúar 2016 20:10