Ung knattspyrnukona rekur öndunarfærasjúkdóm til dekkjakurls Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. mars 2016 19:00 Ung knattspyrnukona í Fram telur að bein tengsl séu á milli öndunarfærasjúkdóms sem hún glímir við og þeirri staðreynd að hún hefur spilað undanfarin 5 ár á velli sem þakinn er heilsuspillandi dekkjakurli. Hér áður fyrr var hún alltaf með sterk og heilbrigð lungu. Gúmmíkurl úr úrgangsdekkjum hefur um árabil verið notað sem uppfyllingarefni á gervigras- og sparkvöllum hér á landi þótt sýnt hafi verið fram á að kurlið sé heilsuspillandi. Kurlið er meðal annars notað á gervigrasvelli Fram í Safamýri. Fjóla Sigurðardóttir var fimmtán ára þegar hún hóf að spila með meistaraflokki kvenna hjá Fram árið 2011 en hafði fram að því verið með afar sterk lungu og ekki fundið fyrir neinum öndunarfæraerfiðleikum. Eftir að að hafa spilað í tvö ár á heilsuspillandi dekkjakurlinu í Safamýri fór hún að kenna sér meins. „Árið 2013 þurfti ég að leita til læknis og mér leið eins og ég væri að fá astma. Þoli mínu hrakaði þrátt fyrir miklar æfingar. Það hefði átt að verða betra vegna æfinganna en það varð bara verra,“ segir Fjóla. Hún tengir verra þol og önundarerfiðleika við dekkjakurlið. Hún þarf í dag að nota púst svipað og astmasjúklingar nota. „Ég hef aldrei verið með neina öndunarerfiðleika, bara aldrei. Þangað til ég byrjaði að æfa hérna árið 2011.“ Í skýrslu Umhverfisstofnunar Danmerkur frá 2008 kemur fram að notkun hjólbarðakurls á gervisgrasvöllum auki líkur á myndun svifriks á völlunum og að það geti stuðlað að astma til lengri tíma er litið. Í dag eru 21 gervigras og sparkvellir í Reykjavík með heilsuspillandi dekkjarkurli. Sex hjá íþróttafélögum, eins og völlurinn í Safamýri, og 15 á skólalóðum. Á Facebooksíðunni Nýjan völl án tafar. Allt dekkjakurl til grafar hafa fimmtán hundruð áhyggjufullir foreldrar skrifað undir áskorun til borgarinnar um að skipta út gervigrasvöllum þar sem notað hefur verið kurl úr úrgangsdekkjum. Þegar fréttamaður og tökumaður Stöðvar 2 voru á gervigrasvellinum í Safamýri í dag var lyktin við netmöskvana í öðru markinu ekki ósvipuð því sem finnst á dekkjaverkstæðum eða í menguðum erlendum stórborgum. Ekki það sem maður finnur venjulega í Reykjavík. Tengdar fréttir Foreldrar ósáttir við að dekkjakurl verði ekki alfarið fjarlægt í ár Vísbendingar eru um að kurlið innihaldi krabbameinsvaldandi efni. 12. febrúar 2016 12:37 Endurnýjun kurlvallanna er ekki forgangsmál Samkvæmt nýrri áætlun meirihluta borgarstjórnar er endurnýjun gervigrasvalla þar sem notað er dekkjakurl ekki forgangsmál. 18. febrúar 2016 07:00 Telur að gervigras tengist krabbameini sonar síns Breskur faðir vill að ítarlegar rannsóknir verði framkvæmdar á gervigrasvöllum og þeim gúmmíefnum sem eru notuð á þeim. 16. febrúar 2016 14:30 Vilja að Heilbrigðiseftirlitið rannsaki dekkjakurl á gervigrasvöllum Samtök sem berjast fyrir hættulausu gúmmíkurli vilja að notkun Reykjavíkurborgar á dekkjakurli verði rannsökuð. 18. febrúar 2016 20:10 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Ung knattspyrnukona í Fram telur að bein tengsl séu á milli öndunarfærasjúkdóms sem hún glímir við og þeirri staðreynd að hún hefur spilað undanfarin 5 ár á velli sem þakinn er heilsuspillandi dekkjakurli. Hér áður fyrr var hún alltaf með sterk og heilbrigð lungu. Gúmmíkurl úr úrgangsdekkjum hefur um árabil verið notað sem uppfyllingarefni á gervigras- og sparkvöllum hér á landi þótt sýnt hafi verið fram á að kurlið sé heilsuspillandi. Kurlið er meðal annars notað á gervigrasvelli Fram í Safamýri. Fjóla Sigurðardóttir var fimmtán ára þegar hún hóf að spila með meistaraflokki kvenna hjá Fram árið 2011 en hafði fram að því verið með afar sterk lungu og ekki fundið fyrir neinum öndunarfæraerfiðleikum. Eftir að að hafa spilað í tvö ár á heilsuspillandi dekkjakurlinu í Safamýri fór hún að kenna sér meins. „Árið 2013 þurfti ég að leita til læknis og mér leið eins og ég væri að fá astma. Þoli mínu hrakaði þrátt fyrir miklar æfingar. Það hefði átt að verða betra vegna æfinganna en það varð bara verra,“ segir Fjóla. Hún tengir verra þol og önundarerfiðleika við dekkjakurlið. Hún þarf í dag að nota púst svipað og astmasjúklingar nota. „Ég hef aldrei verið með neina öndunarerfiðleika, bara aldrei. Þangað til ég byrjaði að æfa hérna árið 2011.“ Í skýrslu Umhverfisstofnunar Danmerkur frá 2008 kemur fram að notkun hjólbarðakurls á gervisgrasvöllum auki líkur á myndun svifriks á völlunum og að það geti stuðlað að astma til lengri tíma er litið. Í dag eru 21 gervigras og sparkvellir í Reykjavík með heilsuspillandi dekkjarkurli. Sex hjá íþróttafélögum, eins og völlurinn í Safamýri, og 15 á skólalóðum. Á Facebooksíðunni Nýjan völl án tafar. Allt dekkjakurl til grafar hafa fimmtán hundruð áhyggjufullir foreldrar skrifað undir áskorun til borgarinnar um að skipta út gervigrasvöllum þar sem notað hefur verið kurl úr úrgangsdekkjum. Þegar fréttamaður og tökumaður Stöðvar 2 voru á gervigrasvellinum í Safamýri í dag var lyktin við netmöskvana í öðru markinu ekki ósvipuð því sem finnst á dekkjaverkstæðum eða í menguðum erlendum stórborgum. Ekki það sem maður finnur venjulega í Reykjavík.
Tengdar fréttir Foreldrar ósáttir við að dekkjakurl verði ekki alfarið fjarlægt í ár Vísbendingar eru um að kurlið innihaldi krabbameinsvaldandi efni. 12. febrúar 2016 12:37 Endurnýjun kurlvallanna er ekki forgangsmál Samkvæmt nýrri áætlun meirihluta borgarstjórnar er endurnýjun gervigrasvalla þar sem notað er dekkjakurl ekki forgangsmál. 18. febrúar 2016 07:00 Telur að gervigras tengist krabbameini sonar síns Breskur faðir vill að ítarlegar rannsóknir verði framkvæmdar á gervigrasvöllum og þeim gúmmíefnum sem eru notuð á þeim. 16. febrúar 2016 14:30 Vilja að Heilbrigðiseftirlitið rannsaki dekkjakurl á gervigrasvöllum Samtök sem berjast fyrir hættulausu gúmmíkurli vilja að notkun Reykjavíkurborgar á dekkjakurli verði rannsökuð. 18. febrúar 2016 20:10 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Foreldrar ósáttir við að dekkjakurl verði ekki alfarið fjarlægt í ár Vísbendingar eru um að kurlið innihaldi krabbameinsvaldandi efni. 12. febrúar 2016 12:37
Endurnýjun kurlvallanna er ekki forgangsmál Samkvæmt nýrri áætlun meirihluta borgarstjórnar er endurnýjun gervigrasvalla þar sem notað er dekkjakurl ekki forgangsmál. 18. febrúar 2016 07:00
Telur að gervigras tengist krabbameini sonar síns Breskur faðir vill að ítarlegar rannsóknir verði framkvæmdar á gervigrasvöllum og þeim gúmmíefnum sem eru notuð á þeim. 16. febrúar 2016 14:30
Vilja að Heilbrigðiseftirlitið rannsaki dekkjakurl á gervigrasvöllum Samtök sem berjast fyrir hættulausu gúmmíkurli vilja að notkun Reykjavíkurborgar á dekkjakurli verði rannsökuð. 18. febrúar 2016 20:10