Hefur bjargað hundruðum mannslífa Una Sighvatsdóttir skrifar 4. mars 2016 20:00 TF-Líf lenti við bráðamóttökuna í Fossvogi í dag þegar þess var minnst að 30 ár eru liðin síðan samstarfsamningur var gerður milli Landhelgisgæslunnar og Borgarspítalans. Benóný Ásgrímsson flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni hefur flogið þyrlunni öll árin 30 og átta árin betur. Hann segir að þegar læknarnir komu til sögunnar hafi það gjörbreytt starfinu og bætt öryggi bæði sjúklinga en einnig starfsmanna Landhelgisgæslunnar.Aldrei skilið læknana sem fást í þetta „Árin þar á undan áður en þeir komu til starfa höfðum við enga sérþekkingu um borð en vorum oft í því að sækja sjúklinga og slasaða. Og það eina sem við höfðum í höndunum var eiginlega bara lækningahandbók fyrir sjómenn eftir Pál Kolka héraðslækni. Það var meira til að stoppa blóðnasir og slíks. Þetta gjörbreytti öllu."Guðmundur Björnsson læknir var í fyrsta hópi unglækna sem komu því í kring að læknir yrði alltaf um borð þyrlum Landhelgisgæslunnar, en það reyndist mikil bylting.Benóný segir samstarfið við lækna einstakt og það hafi margsannað sig gegnum tíðina. „En ég hef reyndar aldrei getað skilið það með læknana hvernig þeir fást í þetta starf. Þeir sem eru í tiltöllega öruggu og rólegu...jah ég segi kannski ekki rólegu, en öruggu umhverfi inni á spítölunum. Að láta slaka sér ofan í skip í leiðindaveðri í svartamyrkri. Ég hugsaði alltaf með mér fyrst að eftir þetta hlytur þessir unglæknar að fara beint á geðsviðið í sérnám.“Lærði að óttast ekkert Guðmundur Björnsson var einn af unglæknunum sem áttu frumkvæði að því að setja á sjálfstæða læknavakt um borð í þyrlunum. Þetta var hugsjónastarf því framan af þetta sjálfboðavinna. Hann segir margt minnisstætt úr sjúkrafluginu. „Þetta kenndi allavega mér að taka erfiðar ákvarðanir, þreyttur um miðja nótt, og gerði mann þannig að maður er raunverulega ekki hræddur við neitt," segir Guðmundur.Bergur Stefánsson bráðalæknir segir áhöfn þyrlunnar ómetanlegan stuðning við alla utanspítalaþjónustu, jafnt héraðslækna sem sjúkraflutningamenn.Bjargar lífum á hverju ári Álagið hefur síst minnkað því útköllum þyrlunnar fer fjölgandi með auknum ferðamannastraum. Í fyrra voru farin hátt í þriðja hundruð sjúkraflug, oft á afskekkta staði þar sem áhöfn þyrlunnar er fyrsta hjálp á vettvangi. Bergur Stefánsson er yfirlæknir bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa. Hann segir lækninn ómissandi fyrir sjúkraflugið í dag, „en auðvitað getum við ekkert gert án þess að hafa stuðninginn frá strákunum í gæslunni. „Þetta er einn hlekkurinn í keðju, en ef einn hlekkur er veikur þá slitnar keðjan. Þetta er sterkur hlekkur í keðjunni og við verðum að halda áfram að hafa hann sterkan. Þetta bjargar lífum á hverju einasta ári." Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
TF-Líf lenti við bráðamóttökuna í Fossvogi í dag þegar þess var minnst að 30 ár eru liðin síðan samstarfsamningur var gerður milli Landhelgisgæslunnar og Borgarspítalans. Benóný Ásgrímsson flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni hefur flogið þyrlunni öll árin 30 og átta árin betur. Hann segir að þegar læknarnir komu til sögunnar hafi það gjörbreytt starfinu og bætt öryggi bæði sjúklinga en einnig starfsmanna Landhelgisgæslunnar.Aldrei skilið læknana sem fást í þetta „Árin þar á undan áður en þeir komu til starfa höfðum við enga sérþekkingu um borð en vorum oft í því að sækja sjúklinga og slasaða. Og það eina sem við höfðum í höndunum var eiginlega bara lækningahandbók fyrir sjómenn eftir Pál Kolka héraðslækni. Það var meira til að stoppa blóðnasir og slíks. Þetta gjörbreytti öllu."Guðmundur Björnsson læknir var í fyrsta hópi unglækna sem komu því í kring að læknir yrði alltaf um borð þyrlum Landhelgisgæslunnar, en það reyndist mikil bylting.Benóný segir samstarfið við lækna einstakt og það hafi margsannað sig gegnum tíðina. „En ég hef reyndar aldrei getað skilið það með læknana hvernig þeir fást í þetta starf. Þeir sem eru í tiltöllega öruggu og rólegu...jah ég segi kannski ekki rólegu, en öruggu umhverfi inni á spítölunum. Að láta slaka sér ofan í skip í leiðindaveðri í svartamyrkri. Ég hugsaði alltaf með mér fyrst að eftir þetta hlytur þessir unglæknar að fara beint á geðsviðið í sérnám.“Lærði að óttast ekkert Guðmundur Björnsson var einn af unglæknunum sem áttu frumkvæði að því að setja á sjálfstæða læknavakt um borð í þyrlunum. Þetta var hugsjónastarf því framan af þetta sjálfboðavinna. Hann segir margt minnisstætt úr sjúkrafluginu. „Þetta kenndi allavega mér að taka erfiðar ákvarðanir, þreyttur um miðja nótt, og gerði mann þannig að maður er raunverulega ekki hræddur við neitt," segir Guðmundur.Bergur Stefánsson bráðalæknir segir áhöfn þyrlunnar ómetanlegan stuðning við alla utanspítalaþjónustu, jafnt héraðslækna sem sjúkraflutningamenn.Bjargar lífum á hverju ári Álagið hefur síst minnkað því útköllum þyrlunnar fer fjölgandi með auknum ferðamannastraum. Í fyrra voru farin hátt í þriðja hundruð sjúkraflug, oft á afskekkta staði þar sem áhöfn þyrlunnar er fyrsta hjálp á vettvangi. Bergur Stefánsson er yfirlæknir bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa. Hann segir lækninn ómissandi fyrir sjúkraflugið í dag, „en auðvitað getum við ekkert gert án þess að hafa stuðninginn frá strákunum í gæslunni. „Þetta er einn hlekkurinn í keðju, en ef einn hlekkur er veikur þá slitnar keðjan. Þetta er sterkur hlekkur í keðjunni og við verðum að halda áfram að hafa hann sterkan. Þetta bjargar lífum á hverju einasta ári."
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira