Erin Andrews dæmdar 55 milljónir Bandaríkjadala í bætur Atli Ísleifsson skrifar 7. mars 2016 23:07 Erin Andrews. Vísir/AFP Dómstóll í Bandaríkjunum hefur gert eigendum Nashville Marriott hótelsins og Michael David Barrett að greiða bandarísku íþróttafréttakonunni Erin Andrews 55 milljónir Bandaríkjadala, um sjö milljarða króna, í skaðabætur vegna nektarmynda sem Barrett tók af Andrews á hótelinu árið 2008 og dreifði á netið.Washington Post greinir frá þessu. Málið hefur vakið mikla athygli vestanhafs, en Andrews fór fram á 75 milljónir Bandaríkjadala. Í dómnum segir að hótelstarfsmenn hafi sýnt af sér vanrækslu með því að upplýsa Barrett um hótelherbergi Andrews og afhenda honum herbergi við hlið hennar. Barrett hefur viðurkennt að hafa notast við smærri gerð af öxi til að opna gægjugöt á hótelherbergjum til að mynda Andrews og raunar fleiri konur.Andrews sagði fyrir rétti að hún hafi daglega þurft að endurlifa atvikið. Hún starfar nú sem íþróttafréttakona hjá Fox sjónvarpsstöðinni en starfaði á þeim tíma hjá ESPN. Hún sagði fyrir dómi að hún fái stöðugt skilaboð sem snúa að myndskeiðinu, allt frá því að því var dreift á netinu 2008. Barrett hefur nú þegar afplánað tveggja ára dóm vegna málsins, en hann ferðaðist milli ríkja í þeim tilgangi að mynda Andrews við fjölda tilvika. „Ég skammast mín svo mikið. Þetta gerist á hverjum degi. Annað hvort fæ ég send tíst, eða þá minnist einhver á þetta í blöðunum, eða einhver sendir mér skjáskot úr myndbandinu á Twitter-síðu minni, eða þá öskrar einhver á mig úr áhorfendapöllunum,“ sagði Andrews í vitnastúkunni. Hún ræddi málið í þætti Oprah Winfrey árið 2009 og má sjá brot úr viðtalinu að neðan. Tengdar fréttir Segir hótelið hafa getað komið í veg fyrir að eltihrellir náði nektarmyndum af sér Bandaríska íþróttafréttakonan Erin Andrews hefur farið fram á að Nashville Marriott hótelið greiði henni 75 milljónir dala í skaðabætur. 2. mars 2016 10:21 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Sjá meira
Dómstóll í Bandaríkjunum hefur gert eigendum Nashville Marriott hótelsins og Michael David Barrett að greiða bandarísku íþróttafréttakonunni Erin Andrews 55 milljónir Bandaríkjadala, um sjö milljarða króna, í skaðabætur vegna nektarmynda sem Barrett tók af Andrews á hótelinu árið 2008 og dreifði á netið.Washington Post greinir frá þessu. Málið hefur vakið mikla athygli vestanhafs, en Andrews fór fram á 75 milljónir Bandaríkjadala. Í dómnum segir að hótelstarfsmenn hafi sýnt af sér vanrækslu með því að upplýsa Barrett um hótelherbergi Andrews og afhenda honum herbergi við hlið hennar. Barrett hefur viðurkennt að hafa notast við smærri gerð af öxi til að opna gægjugöt á hótelherbergjum til að mynda Andrews og raunar fleiri konur.Andrews sagði fyrir rétti að hún hafi daglega þurft að endurlifa atvikið. Hún starfar nú sem íþróttafréttakona hjá Fox sjónvarpsstöðinni en starfaði á þeim tíma hjá ESPN. Hún sagði fyrir dómi að hún fái stöðugt skilaboð sem snúa að myndskeiðinu, allt frá því að því var dreift á netinu 2008. Barrett hefur nú þegar afplánað tveggja ára dóm vegna málsins, en hann ferðaðist milli ríkja í þeim tilgangi að mynda Andrews við fjölda tilvika. „Ég skammast mín svo mikið. Þetta gerist á hverjum degi. Annað hvort fæ ég send tíst, eða þá minnist einhver á þetta í blöðunum, eða einhver sendir mér skjáskot úr myndbandinu á Twitter-síðu minni, eða þá öskrar einhver á mig úr áhorfendapöllunum,“ sagði Andrews í vitnastúkunni. Hún ræddi málið í þætti Oprah Winfrey árið 2009 og má sjá brot úr viðtalinu að neðan.
Tengdar fréttir Segir hótelið hafa getað komið í veg fyrir að eltihrellir náði nektarmyndum af sér Bandaríska íþróttafréttakonan Erin Andrews hefur farið fram á að Nashville Marriott hótelið greiði henni 75 milljónir dala í skaðabætur. 2. mars 2016 10:21 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Sjá meira
Segir hótelið hafa getað komið í veg fyrir að eltihrellir náði nektarmyndum af sér Bandaríska íþróttafréttakonan Erin Andrews hefur farið fram á að Nashville Marriott hótelið greiði henni 75 milljónir dala í skaðabætur. 2. mars 2016 10:21