„Kynferðisleg áreitni er normið í íslensku samfélagi“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 9. mars 2016 10:44 Finnborg Salome. vísir/brjánn jónasson Kynferðisleg áreitni er algeng og alvarlegt vandamál á íslenskum vinnumarkaði. Hún virðist samþykkt hér á landi og því er nauðsynlegt að skora þessar hugmyndir á hólm og standa með fólki. Þetta sagði Finnborg Salome Steinþórsdóttir, doktorsnemi í kynjafræði við Háskóla Íslands, á fundi ASÍ um kynbundna og kynferðislega áreitni á vinnustöðum á Grand hóteli í gær.Fundargestir á Grand hótel.vísir/brjánn jónassonHún vísaði meðal annars í rannsókn Mörtu Einarsdóttur frá árinu 2014 þar sem fram kom að 17 prósent fyrirtækja með 25 starfsmenn eða fleiri höfðu fengið kvartanir um kynferðislega áreitni. Þá vísaði hún einnig í eigin rannsókn þar sem fram kemur að 8 prósent lögreglumanna höfðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni í starfi eða í tengslum við starf sitt. Helmingur þeirra hafi ekki tilkynnt áreitnina vegna þess að þau hafi ekki talið áreitnina nægilega alvarlega. Finnborg sagði það algengt að gert sé lítið úr brotunum og því sé fólk hrætt við að tilkynna þau.Ábyrgðin tekin frá gerandanum „Við erum með samfélagslegar hugmyndir sem taka ábyrgðina frá gerandanum og setja hana á hendur brotaþola og gera lítið úr áreitninni. Við drögum úr alvarleika brotanna, spyrjum brotaþola hvort þessa sé misskilningur, og höldum jafnvel að hann sé að ljúga. Við eigum að skora þessar hugmyndir á hólm, við eigum að standa með fólki og hlusta á það og ekki líta undan, því þetta er algengt.“ Hún sagði mikilvægt að horfa á vandann heildrænt. „Helsta birtingarmynd þessarar kynjuðu menningar er að kynferðisleg áreitni er normið í íslensku samfélagi [...] Allar þessar tölur gefa vísbendingar um hversu alvarlegt málið er. Þegar umfangið er þetta mikið og allir vita af þessu þá sendum við þau skilaboð að þetta sé athæfi sem konur og sumir karlar eiga að sætta sig við.“Drífa Snædal, framkvæmdastjóri SGS.vísir/brjánn jónassonÞjónar helst áreittir Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, flutti jafnframt erindi á fundinum. Þar kom fram að kynferðisleg áreitni hefur meiri áhrif á öryggistilfinningu kvenna en karla og þeim þykir það hafa meiri áhrif að vera áreitt af yfirmanni en vinnufélaga. Um fjórðungur kvenna sem tók þátt í rannsókn á vegum SGS sagði gerandann hafa verið yfirmann. Enginn karlmaður sagðist hafa orðið fyrir áreiti af hendi yfirmanns. „Það eru sterkar vísbendingar um að áreitni sé meiri í þjónustugreinum en annars staðar. Það eru ákveðnir þættir í umhverfinu sem býr til áreiti. Það er mikil vinna á óreglulegum tímum þannig að mörkin á milli vinnunnar og félagslífsins verða kannski svolítið óljós, lítið starfsöryggi og fjárhagsleg valdastaða, það er ef þú ert háður yfirmanni þínum um hvort þú færð vinnu eða ekki,“ sagði Drífa. Þá séu jafnvel dæmi um að starfsfólk sé hvatt til að daðra við viðskiptavini til þess að fá þá til þess að kaupa meira. Tengdar fréttir Fjórðungur kvenna í þjónustustörfum orðið fyrir kynferðislegu áreiti af hálfu yfirmanns Kynferðisleg áreitni hefur meiri áhrif á öryggistilfinningu kvenna en karla og þeim þykir það hafa meiri áhrif að vera áreitt af yfirmanni en vinnufélaga 8. mars 2016 15:04 Tvö mál sem varða kynferðislega áreitni farið fyrir dómstóla hér á landi Einn hefur verið dæmdur fyrir kynferðislega áreitni á vinnustað. 8. mars 2016 16:14 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Kynferðisleg áreitni er algeng og alvarlegt vandamál á íslenskum vinnumarkaði. Hún virðist samþykkt hér á landi og því er nauðsynlegt að skora þessar hugmyndir á hólm og standa með fólki. Þetta sagði Finnborg Salome Steinþórsdóttir, doktorsnemi í kynjafræði við Háskóla Íslands, á fundi ASÍ um kynbundna og kynferðislega áreitni á vinnustöðum á Grand hóteli í gær.Fundargestir á Grand hótel.vísir/brjánn jónassonHún vísaði meðal annars í rannsókn Mörtu Einarsdóttur frá árinu 2014 þar sem fram kom að 17 prósent fyrirtækja með 25 starfsmenn eða fleiri höfðu fengið kvartanir um kynferðislega áreitni. Þá vísaði hún einnig í eigin rannsókn þar sem fram kemur að 8 prósent lögreglumanna höfðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni í starfi eða í tengslum við starf sitt. Helmingur þeirra hafi ekki tilkynnt áreitnina vegna þess að þau hafi ekki talið áreitnina nægilega alvarlega. Finnborg sagði það algengt að gert sé lítið úr brotunum og því sé fólk hrætt við að tilkynna þau.Ábyrgðin tekin frá gerandanum „Við erum með samfélagslegar hugmyndir sem taka ábyrgðina frá gerandanum og setja hana á hendur brotaþola og gera lítið úr áreitninni. Við drögum úr alvarleika brotanna, spyrjum brotaþola hvort þessa sé misskilningur, og höldum jafnvel að hann sé að ljúga. Við eigum að skora þessar hugmyndir á hólm, við eigum að standa með fólki og hlusta á það og ekki líta undan, því þetta er algengt.“ Hún sagði mikilvægt að horfa á vandann heildrænt. „Helsta birtingarmynd þessarar kynjuðu menningar er að kynferðisleg áreitni er normið í íslensku samfélagi [...] Allar þessar tölur gefa vísbendingar um hversu alvarlegt málið er. Þegar umfangið er þetta mikið og allir vita af þessu þá sendum við þau skilaboð að þetta sé athæfi sem konur og sumir karlar eiga að sætta sig við.“Drífa Snædal, framkvæmdastjóri SGS.vísir/brjánn jónassonÞjónar helst áreittir Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, flutti jafnframt erindi á fundinum. Þar kom fram að kynferðisleg áreitni hefur meiri áhrif á öryggistilfinningu kvenna en karla og þeim þykir það hafa meiri áhrif að vera áreitt af yfirmanni en vinnufélaga. Um fjórðungur kvenna sem tók þátt í rannsókn á vegum SGS sagði gerandann hafa verið yfirmann. Enginn karlmaður sagðist hafa orðið fyrir áreiti af hendi yfirmanns. „Það eru sterkar vísbendingar um að áreitni sé meiri í þjónustugreinum en annars staðar. Það eru ákveðnir þættir í umhverfinu sem býr til áreiti. Það er mikil vinna á óreglulegum tímum þannig að mörkin á milli vinnunnar og félagslífsins verða kannski svolítið óljós, lítið starfsöryggi og fjárhagsleg valdastaða, það er ef þú ert háður yfirmanni þínum um hvort þú færð vinnu eða ekki,“ sagði Drífa. Þá séu jafnvel dæmi um að starfsfólk sé hvatt til að daðra við viðskiptavini til þess að fá þá til þess að kaupa meira.
Tengdar fréttir Fjórðungur kvenna í þjónustustörfum orðið fyrir kynferðislegu áreiti af hálfu yfirmanns Kynferðisleg áreitni hefur meiri áhrif á öryggistilfinningu kvenna en karla og þeim þykir það hafa meiri áhrif að vera áreitt af yfirmanni en vinnufélaga 8. mars 2016 15:04 Tvö mál sem varða kynferðislega áreitni farið fyrir dómstóla hér á landi Einn hefur verið dæmdur fyrir kynferðislega áreitni á vinnustað. 8. mars 2016 16:14 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Fjórðungur kvenna í þjónustustörfum orðið fyrir kynferðislegu áreiti af hálfu yfirmanns Kynferðisleg áreitni hefur meiri áhrif á öryggistilfinningu kvenna en karla og þeim þykir það hafa meiri áhrif að vera áreitt af yfirmanni en vinnufélaga 8. mars 2016 15:04
Tvö mál sem varða kynferðislega áreitni farið fyrir dómstóla hér á landi Einn hefur verið dæmdur fyrir kynferðislega áreitni á vinnustað. 8. mars 2016 16:14