Börn slösuðust í strætó þegar bílstjóri bremsaði harkalega Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. febrúar 2016 17:57 Þegar Vísir hafði samband við Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóra Strætó, vildi hann ekki tjá sig um málið að öðru leyti en því að hann hafði heyrt af því og það væri til skoðunar innanhúss hjá fyrirtækinu. vísir/ernir „Lenti í allsvakalegu atviki nú rétt í þessu. Ég var sem sagt á leið heim í strætó, leið 18. Leiðin liggur um Grafarholt og þar stoppar vagninn við Sæmundarskóla. Inn koma 12-15 börn á ýmsum aldri. Vagninn ekur svo af stað og eftir nokkra stund þá hreinlega neglir bílstjórinn bremsunum niður þannig að vagninn stoppar mjög harkalega. Mörg af börnunum flugu úr sætum sínum niður á gólf með tilheyrandi ópum. Ég náði einhvern veginn að halda mér að mestu í sætinu.“ Svona hefst Facebook-færsla Auðuns Sólbergs Valssonar en þar lýsir hann atviki sem hann varð vitni að í strætó um klukkan tvö í dag. Í samtali við Vísi segir Auðunn að hann hafi verið eini fullorðni einstaklingurinn í strætónum þegar þetta gerðist.Lenti með andlitið á stöng „Það voru þarna þrjár stelpur sem voru ekki alveg sestar og voru komnar svona um miðjan vagn þegar bílstjórinn bremsar harkalega þannig að þær detta á gólfið í einni kös og sú sem lendir undir fer með andlitið í stöng sem var þarna,“ segir Auðunn en um miðjan vagninn er svæði til fyrir hjólastóla og barnavagna. Hann segist hafa farið og hjálpað stelpunni á fætur en farið síðan að ræða við bílstjórann. „Ég spurði hann hvað væri eiginlega að ske. Þarna væru krakkar og þau væru ekki í belti en bílstjórinn svaraði því til að hann hefði séð í baksýnisspeglinum að einhver opnaði kókdós í vagninum. Ég sagði honum þá að það væru einhver barnanna meidd og bað hann að stoppa en hann vildi það ekki heldur ók bara af stað og var kominn á fleygiferð innan skamms,“ segir Auðunn.Auðunn Sólberg ValssonHann hafi því farið aftur í vagninn þar sem sex ára strákur bað um að fá að setjast hjá honum þar sem hann væri orðinn hræddur og honum væri illt í löppinni. „Ég sagði honum að hringja í foreldra sína og láta þau vita af þessu. Ég sá síðan að stelpan reyndi að setja húfuna yfir andlitið á sér en hún var öll orðin marin og blá. Ég fór þá aftur til bílstjórans og sagði honum að hann yrði að stoppa en ég skildi ekki alveg hverju hann svaraði. Ég spurði hann þá hvort honum væri alveg sama að þarna væru krakkar sem væru slasaðir en hann svaraði mér ekki.“Málið til skoðunar hjá Strætó Auðunn kveðst síðan hafa farið út skammt frá heimili sínu í Úlfarsárdal eftir að hafa gengið úr skugga um að þau börn sem höfðu meitt sig hefðu náð sambandi við foreldra sína. Hann hafi síðan hringt í 112, gefið stutta skýrslu um málið í síma og svo fengið samband við lögregluna. Aðspurður segist hann ekki hafa heyrt neitt frá Strætó vegna málsins en hann hefur skiljanlega áhyggjur af börnunum. „Maður veit ekki hversu mikið þau voru meidd, eins og þessi stelpa. Mig langar bara að vita hvort hún er mikið meidd og hvort einhver kannist við málið,“ segir Auðunn. Þegar Vísir hafði samband við Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóra Strætó, vildi hann ekki tjá sig um málið að öðru leyti en því að hann hafði heyrt af því og það væri til skoðunar innanhúss hjá fyrirtækinu.Lenti í all svakanlegu atviki nú rétt í þessu. Ég var sem sagt á leið heim í strætó, leið 18. Leiðin liggur um...Posted by Auðunn Sólberg Valsson on Monday, 22 February 2016 Tengdar fréttir „Algjört dómgreindarleysi“ að henda fjórtán ára stúlku úr strætó Framkvæmdastjóri Strætó hefur beðið móður sunnlenskrar stúlku afsökunar. 18. febrúar 2016 15:04 Strætó biður móður með barnavagn afsökunar Barnavagninn klemmdist í dyrunum. 5. janúar 2016 10:00 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Sjá meira
„Lenti í allsvakalegu atviki nú rétt í þessu. Ég var sem sagt á leið heim í strætó, leið 18. Leiðin liggur um Grafarholt og þar stoppar vagninn við Sæmundarskóla. Inn koma 12-15 börn á ýmsum aldri. Vagninn ekur svo af stað og eftir nokkra stund þá hreinlega neglir bílstjórinn bremsunum niður þannig að vagninn stoppar mjög harkalega. Mörg af börnunum flugu úr sætum sínum niður á gólf með tilheyrandi ópum. Ég náði einhvern veginn að halda mér að mestu í sætinu.“ Svona hefst Facebook-færsla Auðuns Sólbergs Valssonar en þar lýsir hann atviki sem hann varð vitni að í strætó um klukkan tvö í dag. Í samtali við Vísi segir Auðunn að hann hafi verið eini fullorðni einstaklingurinn í strætónum þegar þetta gerðist.Lenti með andlitið á stöng „Það voru þarna þrjár stelpur sem voru ekki alveg sestar og voru komnar svona um miðjan vagn þegar bílstjórinn bremsar harkalega þannig að þær detta á gólfið í einni kös og sú sem lendir undir fer með andlitið í stöng sem var þarna,“ segir Auðunn en um miðjan vagninn er svæði til fyrir hjólastóla og barnavagna. Hann segist hafa farið og hjálpað stelpunni á fætur en farið síðan að ræða við bílstjórann. „Ég spurði hann hvað væri eiginlega að ske. Þarna væru krakkar og þau væru ekki í belti en bílstjórinn svaraði því til að hann hefði séð í baksýnisspeglinum að einhver opnaði kókdós í vagninum. Ég sagði honum þá að það væru einhver barnanna meidd og bað hann að stoppa en hann vildi það ekki heldur ók bara af stað og var kominn á fleygiferð innan skamms,“ segir Auðunn.Auðunn Sólberg ValssonHann hafi því farið aftur í vagninn þar sem sex ára strákur bað um að fá að setjast hjá honum þar sem hann væri orðinn hræddur og honum væri illt í löppinni. „Ég sagði honum að hringja í foreldra sína og láta þau vita af þessu. Ég sá síðan að stelpan reyndi að setja húfuna yfir andlitið á sér en hún var öll orðin marin og blá. Ég fór þá aftur til bílstjórans og sagði honum að hann yrði að stoppa en ég skildi ekki alveg hverju hann svaraði. Ég spurði hann þá hvort honum væri alveg sama að þarna væru krakkar sem væru slasaðir en hann svaraði mér ekki.“Málið til skoðunar hjá Strætó Auðunn kveðst síðan hafa farið út skammt frá heimili sínu í Úlfarsárdal eftir að hafa gengið úr skugga um að þau börn sem höfðu meitt sig hefðu náð sambandi við foreldra sína. Hann hafi síðan hringt í 112, gefið stutta skýrslu um málið í síma og svo fengið samband við lögregluna. Aðspurður segist hann ekki hafa heyrt neitt frá Strætó vegna málsins en hann hefur skiljanlega áhyggjur af börnunum. „Maður veit ekki hversu mikið þau voru meidd, eins og þessi stelpa. Mig langar bara að vita hvort hún er mikið meidd og hvort einhver kannist við málið,“ segir Auðunn. Þegar Vísir hafði samband við Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóra Strætó, vildi hann ekki tjá sig um málið að öðru leyti en því að hann hafði heyrt af því og það væri til skoðunar innanhúss hjá fyrirtækinu.Lenti í all svakanlegu atviki nú rétt í þessu. Ég var sem sagt á leið heim í strætó, leið 18. Leiðin liggur um...Posted by Auðunn Sólberg Valsson on Monday, 22 February 2016
Tengdar fréttir „Algjört dómgreindarleysi“ að henda fjórtán ára stúlku úr strætó Framkvæmdastjóri Strætó hefur beðið móður sunnlenskrar stúlku afsökunar. 18. febrúar 2016 15:04 Strætó biður móður með barnavagn afsökunar Barnavagninn klemmdist í dyrunum. 5. janúar 2016 10:00 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Sjá meira
„Algjört dómgreindarleysi“ að henda fjórtán ára stúlku úr strætó Framkvæmdastjóri Strætó hefur beðið móður sunnlenskrar stúlku afsökunar. 18. febrúar 2016 15:04