„Algjört dómgreindarleysi“ að henda fjórtán ára stúlku úr strætó Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. febrúar 2016 15:04 Jóhannes S. Rúnarsson, forstjóri Strætó. Fréttablaðið/Anton Brink Framkvæmdastjóri Strætó segir bílstjóra á vegum fyrirtækisins hafa sýnt algjört dómgreindarleysi í gærkvöldi. Þá var fjórtán ára stúlku vísað úr strætisvagni á leið frá Eyrarbakka til Selfoss. Móðir stúlkunnar, Sædís Ósk Harðardóttir, lýsir því hvernig hún hafi fengið símtal frá dóttur sinni, hágrátandi standandi úti á miðjum þjóðvegi. „Mér finnst það grafalvarlegt að henda 14 ára barni út úr strætó á miðjum þjóðvegi. Sama hver ástæðan er þá er það algjörlega ólíðandi. Séu krakkar með læti í vagninum á að tala við þau á áfangastað, jafnvel banna þeim að koma með einhverjar ferðir, hafa samband heim og ef þau láta engan veginn segjast þá bara hringja eftir aðstoð en ekki rekar börn út á þjóðveginn hvort sem er í myrkri, þoku, hálku og snjó eða bara um hábjartan dag.“Það er ekki oft sem ég reiðist eða æsi mig, en í kvöld gerðist atvik sem gerði það að verkum að ég varð mjög reið.Dó...Posted by Sædís Ósk Harðardóttir on Wednesday, February 17, 2016Sædís Ósk lýsir því þannig að dóttir hennar hafi verið að færa sig á milli sæta þegar vagninn hafi verið stöðvaður og dótturinni vísað frá. Bílstjórinn Guðmundur Birgir Pálsson segir í samtali við DV að hann hafi varað stúlkuna við fyrr í vikunni þegar hún færði sig á milli sætanna. Landslög segja að börn innan 15 ára eigi að vera í belti í strætó. Hann hafi sagt stúlkunni að sitja sem fastast í gærkvöldi en fengið puttann framan í sig. „Þá tók ég ákvörðun í gærkvöldi að ef þetta skeði aftur myndi ég henda þeim út,“ segir Guðmundur Birgir við DV. Hann viðurkennir að mögulega hafi verið um fljótfærni að ræða af sér. Þegar Vísir náði í Guðmund Birgi sagðist hann ekki mega vera að því að ræða við fréttamann.Umræddur strætó gengur á milli Eyrarbakka til Selfoss.Vísir/GVAÞú setur aldrei farþega út á víðavangi Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir Guðmund hafa sýnt algjört dómgreindarleysi í gærkvöldi. Hann hafi fengið skýringar frá honum en erfitt sé að ræða það. Tvær hliðar séu á öllum peningum. „En burtséð frá því hvað gerðist þá er þetta eitthvað sem á ekki að gera,“ segir Jóhannes. „Þú setur ekki farþega út á víðavangi þó þú sért eitthvað ósáttur við hann.“ Jóhannes segist hafa beðið Sædísi, móður stúlkunnar, afsökunar símleiðis á morgun. Svona atvik eigi auðvitað ekki að koma upp og því eigi ekki að þurfa að taka svoleiðis símtöl. Þá bætir Jóhannes við að hann hafi komið þeim skilaboðum til þeirra sem hafi umsjón með akstri Strætó á landsbyggðinni að ítreka að svona endurtaki sig ekki. Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira
Framkvæmdastjóri Strætó segir bílstjóra á vegum fyrirtækisins hafa sýnt algjört dómgreindarleysi í gærkvöldi. Þá var fjórtán ára stúlku vísað úr strætisvagni á leið frá Eyrarbakka til Selfoss. Móðir stúlkunnar, Sædís Ósk Harðardóttir, lýsir því hvernig hún hafi fengið símtal frá dóttur sinni, hágrátandi standandi úti á miðjum þjóðvegi. „Mér finnst það grafalvarlegt að henda 14 ára barni út úr strætó á miðjum þjóðvegi. Sama hver ástæðan er þá er það algjörlega ólíðandi. Séu krakkar með læti í vagninum á að tala við þau á áfangastað, jafnvel banna þeim að koma með einhverjar ferðir, hafa samband heim og ef þau láta engan veginn segjast þá bara hringja eftir aðstoð en ekki rekar börn út á þjóðveginn hvort sem er í myrkri, þoku, hálku og snjó eða bara um hábjartan dag.“Það er ekki oft sem ég reiðist eða æsi mig, en í kvöld gerðist atvik sem gerði það að verkum að ég varð mjög reið.Dó...Posted by Sædís Ósk Harðardóttir on Wednesday, February 17, 2016Sædís Ósk lýsir því þannig að dóttir hennar hafi verið að færa sig á milli sæta þegar vagninn hafi verið stöðvaður og dótturinni vísað frá. Bílstjórinn Guðmundur Birgir Pálsson segir í samtali við DV að hann hafi varað stúlkuna við fyrr í vikunni þegar hún færði sig á milli sætanna. Landslög segja að börn innan 15 ára eigi að vera í belti í strætó. Hann hafi sagt stúlkunni að sitja sem fastast í gærkvöldi en fengið puttann framan í sig. „Þá tók ég ákvörðun í gærkvöldi að ef þetta skeði aftur myndi ég henda þeim út,“ segir Guðmundur Birgir við DV. Hann viðurkennir að mögulega hafi verið um fljótfærni að ræða af sér. Þegar Vísir náði í Guðmund Birgi sagðist hann ekki mega vera að því að ræða við fréttamann.Umræddur strætó gengur á milli Eyrarbakka til Selfoss.Vísir/GVAÞú setur aldrei farþega út á víðavangi Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir Guðmund hafa sýnt algjört dómgreindarleysi í gærkvöldi. Hann hafi fengið skýringar frá honum en erfitt sé að ræða það. Tvær hliðar séu á öllum peningum. „En burtséð frá því hvað gerðist þá er þetta eitthvað sem á ekki að gera,“ segir Jóhannes. „Þú setur ekki farþega út á víðavangi þó þú sért eitthvað ósáttur við hann.“ Jóhannes segist hafa beðið Sædísi, móður stúlkunnar, afsökunar símleiðis á morgun. Svona atvik eigi auðvitað ekki að koma upp og því eigi ekki að þurfa að taka svoleiðis símtöl. Þá bætir Jóhannes við að hann hafi komið þeim skilaboðum til þeirra sem hafi umsjón með akstri Strætó á landsbyggðinni að ítreka að svona endurtaki sig ekki.
Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira