Átkastaröskun er ekki það sama og matarfíkn Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 23. febrúar 2016 07:00 Þessi unga kona er í átkasti. Nordicphotos/Getty Sálfræðingur segir um þrjátíu manns leita til sín á ári vegna átkastaröskunar og gagnrýnir ofgreiningar á matarfíkn. Segir að minnsta kosti hundrað leita á hverju ári beint til sálfræðinga. Um hundrað manns leita til átröskunarteymis Landspítalans á ári hverju eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær. Þórdís Rúnarsdóttir sálfræðingur sinnir átröskunarsjúklingum á stofu. Hún segir að minnsta kosti hundrað í viðbót leita beint til sálfræðinga á ári. „Ég fæ um það bil fjörutíu beiðnir árlega sem koma fyrir utan tilvísanir Landspítalans þannig að ég get ímyndað mér að í það minnsta hundrað leiti sér aðstoðar utan átröskunarteymisins,“ segir Þórdís. Allt að fimm mánaða bið er eftir meðferð á Landspítalanum. „Sumir sjúklingar eru of veikir til að vera sinnt inni á stofu og þá vísa ég þeim á spítalann. Því finnst mér mikilvægt að átröskunarteymið sé styrkt og biðlistum útrýmt.“ Helmingur þeirra sem leita til Þórdísar þjáist af átkastaröskun sem einkennist af átköstum, en ekki uppköstum eða að svelta sig. Átkastaröskun er lítið meðhöndluð á spítalanum en er mjög algeng og segir Þórdís sífellt fleiri leita aðstoðar vegna hennar. Í flestum tilfellum konur.Þórdís Rúnarsdóttir, sálfræðingur„Sumar hafa verið þybbnar alla ævi og fengið skilaboð frá samfélaginu um að það sé ekki í lagi. Gífurleg áhersla á vigtina hefur farið illa í þær. Til dæmis vigtun hjá skólahjúkrunarfræðingi þegar þær voru börn. Þetta eru kannski hraustar stúlkur í íþróttum með mikinn vöðvamassa en svo hringja einhverjar viðvörunarbjöllur í vigtun.“ Þórdís segir þessar konur ekki læra að borða á heilbrigðan hátt. „Þær hafa nammidaga á laugardögum sem er í átkastastíl. Þær læra ekki að borða hóflega, hlusta á magann, tengjast líkamanum og vita hvenær þær eru saddar.“ Þórdís segir marga rugla röskuninni saman við matarfíkn en hún setur spurningarmerki við greiningaraðferðir og meðferð við henni sem ákveðnir aðilar hafa boðið upp á. Þar sé ekki um meðferð fagaðila að ræða. „Fólk hefur notað öfgafullar aðferðir eins og að vigta allan mat, taka út ákveðnar fæðutegundir, tyggja marga pakka af sykurlausu tyggjói eða jafnvel tyggja mat og spýta honum út. Þetta er strangt prógramm sem fólk springur á og þá kemur slæmt átkast í kjölfarið. Fólk með átkastaröskun er að kljást við sálrænan vanda sem hefur gífurleg áhrif á lífsgæði þess. Það þarf aðstoð sálfræðings til að vinna úr þeim málum.“ Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Sálfræðingur segir um þrjátíu manns leita til sín á ári vegna átkastaröskunar og gagnrýnir ofgreiningar á matarfíkn. Segir að minnsta kosti hundrað leita á hverju ári beint til sálfræðinga. Um hundrað manns leita til átröskunarteymis Landspítalans á ári hverju eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær. Þórdís Rúnarsdóttir sálfræðingur sinnir átröskunarsjúklingum á stofu. Hún segir að minnsta kosti hundrað í viðbót leita beint til sálfræðinga á ári. „Ég fæ um það bil fjörutíu beiðnir árlega sem koma fyrir utan tilvísanir Landspítalans þannig að ég get ímyndað mér að í það minnsta hundrað leiti sér aðstoðar utan átröskunarteymisins,“ segir Þórdís. Allt að fimm mánaða bið er eftir meðferð á Landspítalanum. „Sumir sjúklingar eru of veikir til að vera sinnt inni á stofu og þá vísa ég þeim á spítalann. Því finnst mér mikilvægt að átröskunarteymið sé styrkt og biðlistum útrýmt.“ Helmingur þeirra sem leita til Þórdísar þjáist af átkastaröskun sem einkennist af átköstum, en ekki uppköstum eða að svelta sig. Átkastaröskun er lítið meðhöndluð á spítalanum en er mjög algeng og segir Þórdís sífellt fleiri leita aðstoðar vegna hennar. Í flestum tilfellum konur.Þórdís Rúnarsdóttir, sálfræðingur„Sumar hafa verið þybbnar alla ævi og fengið skilaboð frá samfélaginu um að það sé ekki í lagi. Gífurleg áhersla á vigtina hefur farið illa í þær. Til dæmis vigtun hjá skólahjúkrunarfræðingi þegar þær voru börn. Þetta eru kannski hraustar stúlkur í íþróttum með mikinn vöðvamassa en svo hringja einhverjar viðvörunarbjöllur í vigtun.“ Þórdís segir þessar konur ekki læra að borða á heilbrigðan hátt. „Þær hafa nammidaga á laugardögum sem er í átkastastíl. Þær læra ekki að borða hóflega, hlusta á magann, tengjast líkamanum og vita hvenær þær eru saddar.“ Þórdís segir marga rugla röskuninni saman við matarfíkn en hún setur spurningarmerki við greiningaraðferðir og meðferð við henni sem ákveðnir aðilar hafa boðið upp á. Þar sé ekki um meðferð fagaðila að ræða. „Fólk hefur notað öfgafullar aðferðir eins og að vigta allan mat, taka út ákveðnar fæðutegundir, tyggja marga pakka af sykurlausu tyggjói eða jafnvel tyggja mat og spýta honum út. Þetta er strangt prógramm sem fólk springur á og þá kemur slæmt átkast í kjölfarið. Fólk með átkastaröskun er að kljást við sálrænan vanda sem hefur gífurleg áhrif á lífsgæði þess. Það þarf aðstoð sálfræðings til að vinna úr þeim málum.“
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira