Ótrúlegt björgunarafrek öryggisstjóra Kringlunnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. febrúar 2016 19:45 Halldór Gunnar Pálsson fór í gegnum smekkfullan ruslagám til þess að finna lítinn leikfangahest sem lítil stelpa hafði týnt. Mynd/Halldór Gunnar Pálsson „Þetta er ekki í starfslýsingunni minni að minnsta kosti,“ segir Halldór Gunnar Pálsson, öryggistjóri Kringlunnar, sem tókst hið ómögulega í gær þegar hann fann lítinn leikfangahest í fullum ruslagámi. Hestinum hafði verið hent í ruslið eftir að tveggja ára gömul stelpa týndi honum í verslunarmiðstöðinni. „Ótrúleg saga,“ segir móðir stúlkunnar. Forsaga málsins er sú að Halldóra Smáradóttir, sem búsett er á Akureyri, var í verslunarferð í Kringlunni ásamt fjölskyldu sinni um síðastliðna helgi þegar upp komst að tveggja ára gömul dóttir hennar hefði glatað hestinum. Um leið var farið í að reyna að finna hestinn en til vonar og vara skyldu þau eftir lýsingu á hestinum ef hann skyldi finnast enda hefur hann mikið tilfinningagildi. „Þessi hlutur er ekki bara eitthvað dót, hún sofnar ekki án hans. Hún tók ástfóstri við hann fjögurra mánaða gömul og hefur ekki skilið við hann síðan.“ segir Halldóra sem var eðlilega nokkuð vonsvikin daginn eftir að hesturinn týndist en þá var henni tjáð af starfsmanni að hesturinn hefði fundist en verið hent.Eins og sjá má þurfti Halldór að fara í gegnum ansi mikið magn rusls. Smella má á myndina til að sjá stærri útgáfu.Mynd/Halldór Gunnar Pálsson„Ég er búinn að leita í tvo klukkutíma og ég fann hann!“ Hafði hún þá samband við Halldór Gunnar, öryggisstjóra Kringlunnar, sem þótti málið allt saman mjög miður og lofaði hann henni að hann myndi kanna málið. Á þriðjudaginn hringdi Halldór Gunnar svo aftur í Halldóru og bað um mynd af hestinum því að hann væri búinn að komast að því í hvaða gám hesturinn hefði endað. Hann hafði svo samband í gær við Halldóru með gleðitíðindi. „Halldóra, ég er með hann. Ég er búinn að leita í tvo klukkutíma og ég fann hann,“ sagði Halldór í samtalinu. Halldór fór sjálfur í gáminn og leitaði að hestinum, sem hefur ekki verið létt verk eins og sjá á meðfylgjandi mynd en hesturinn er afar lítill, um 10 sentimetrar á hæð og því ekki auðvelt að finna hann í ruslagámi fullum af ruslapokum og öðru sem endar í slíkum gámum. „Ég hafði ekki mikla von um að finna hann en ég vildi gera allt sem í okkar valdi stæði til þess að reyna að finna hestinn,“ segir Halldór í samtali við Vísi.Hesturinn góði sem hefur mikið tilfinnalegt gildi fyrir eiganda sinn.Á leið suður á ný til þess að sækja hestinn Gámurinn var smekkfullur af rusli og leitin tók um tvo tíma sem verður að teljast ágætur tími miðað við magn rusls sem kemst fyrir í einum slíkum gámi. En hvað varð til þess að Halldór lagði í leitina? „Það var tilfinningagildið. Ég er pabbi, ég veit hvað ég myndi sjálfur leggja á fyrir dóttur mína,“ segir Halldór. „Þessi vinnubrögð hjá Halldóri eru bara einstök og ótrúlegt að hann hafi virkilega lagt í þennan gám,“ sagði Halldóra að lokum sem var í óðaönn við að pakka niður þegar blaðamaður náði tali af henni enda er stefnan tekin suður á nýjan leik um helgina til þess að sækja hestinn góða. Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Sjá meira
„Þetta er ekki í starfslýsingunni minni að minnsta kosti,“ segir Halldór Gunnar Pálsson, öryggistjóri Kringlunnar, sem tókst hið ómögulega í gær þegar hann fann lítinn leikfangahest í fullum ruslagámi. Hestinum hafði verið hent í ruslið eftir að tveggja ára gömul stelpa týndi honum í verslunarmiðstöðinni. „Ótrúleg saga,“ segir móðir stúlkunnar. Forsaga málsins er sú að Halldóra Smáradóttir, sem búsett er á Akureyri, var í verslunarferð í Kringlunni ásamt fjölskyldu sinni um síðastliðna helgi þegar upp komst að tveggja ára gömul dóttir hennar hefði glatað hestinum. Um leið var farið í að reyna að finna hestinn en til vonar og vara skyldu þau eftir lýsingu á hestinum ef hann skyldi finnast enda hefur hann mikið tilfinningagildi. „Þessi hlutur er ekki bara eitthvað dót, hún sofnar ekki án hans. Hún tók ástfóstri við hann fjögurra mánaða gömul og hefur ekki skilið við hann síðan.“ segir Halldóra sem var eðlilega nokkuð vonsvikin daginn eftir að hesturinn týndist en þá var henni tjáð af starfsmanni að hesturinn hefði fundist en verið hent.Eins og sjá má þurfti Halldór að fara í gegnum ansi mikið magn rusls. Smella má á myndina til að sjá stærri útgáfu.Mynd/Halldór Gunnar Pálsson„Ég er búinn að leita í tvo klukkutíma og ég fann hann!“ Hafði hún þá samband við Halldór Gunnar, öryggisstjóra Kringlunnar, sem þótti málið allt saman mjög miður og lofaði hann henni að hann myndi kanna málið. Á þriðjudaginn hringdi Halldór Gunnar svo aftur í Halldóru og bað um mynd af hestinum því að hann væri búinn að komast að því í hvaða gám hesturinn hefði endað. Hann hafði svo samband í gær við Halldóru með gleðitíðindi. „Halldóra, ég er með hann. Ég er búinn að leita í tvo klukkutíma og ég fann hann,“ sagði Halldór í samtalinu. Halldór fór sjálfur í gáminn og leitaði að hestinum, sem hefur ekki verið létt verk eins og sjá á meðfylgjandi mynd en hesturinn er afar lítill, um 10 sentimetrar á hæð og því ekki auðvelt að finna hann í ruslagámi fullum af ruslapokum og öðru sem endar í slíkum gámum. „Ég hafði ekki mikla von um að finna hann en ég vildi gera allt sem í okkar valdi stæði til þess að reyna að finna hestinn,“ segir Halldór í samtali við Vísi.Hesturinn góði sem hefur mikið tilfinnalegt gildi fyrir eiganda sinn.Á leið suður á ný til þess að sækja hestinn Gámurinn var smekkfullur af rusli og leitin tók um tvo tíma sem verður að teljast ágætur tími miðað við magn rusls sem kemst fyrir í einum slíkum gámi. En hvað varð til þess að Halldór lagði í leitina? „Það var tilfinningagildið. Ég er pabbi, ég veit hvað ég myndi sjálfur leggja á fyrir dóttur mína,“ segir Halldór. „Þessi vinnubrögð hjá Halldóri eru bara einstök og ótrúlegt að hann hafi virkilega lagt í þennan gám,“ sagði Halldóra að lokum sem var í óðaönn við að pakka niður þegar blaðamaður náði tali af henni enda er stefnan tekin suður á nýjan leik um helgina til þess að sækja hestinn góða.
Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Sjá meira