Iðnaðarráðherra segir fjölmargar leiðir til að berjast á móti kennitöluflakki Heimir Már Pétursson skrifar 26. febrúar 2016 19:05 Iðnaðarráðherra segir kennitöluflakk vera meinsemd í samfélaginu sem verði að uppræta, en hún geti þó ekki stutt frumvarp Framsóknarmanna og stjórnarandstöðunnar sem ætlað er að vinna á vandanum. Til séu aðrar leiðir í baráttunni sem ekki bitni á þeim sem stundi heiðarlegan atvinnurekstur. Sjö þingmenn Framsóknarflokksins ásamt þingmönnum úr öllum stjórnarandstöðuflokkunum hafa lagt fram frumvarp sem ætlað er að koma í veg fyrir kennitöluflakk í atvinnulífinu. Yrði það að lögum mættu stjórnarmenn og framkvæmdastjórar ekki á síðustu þremur árum hafa verið í forsvari fyrir tvö félög eða fleiri sem hafa orðið gjaldþrota ef þeir ætla að stofna nýtt félag.Karl Garðarssonvísir/gvaKarl Garðarsson þingmaður Framsóknarflokksins og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins segir kennitöluflakk í atvinnulífinu hafa verið stórt vandamál í mörg ár og kosta ríkið tugi milljarða króna á hverju ári. „Það er eins konar þjóðaríþrótt hjá mörgum Íslendingum að stunda kennitöluflakk. Það eru dæmi um að sömu einstaklingarnir hafi verið í stjórnum og stjórnað allt að tuttugu til 30 fyrirtækjum á þremur til fjórum árum sem öll hafa farið í þrot. Þetta er eitthvað sem við verðum að stoppa,“ segir Karl. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra segir markmiðið með frumvarpinu ágætt. Hún hafi hins vegar efasemdir um að lög á grundvelli þess myndu leysa vandamálin. „Og muni koma niður á til að mynda nýsköpunarfyrirtækjum. Sem eiga þá erfitt með að fá fólk til að sitja í stjórnum fyrir sig eða starfa með þeim,“ segir Ragnheiður Elín.Má þá ekki segja eins og ástandið er núna að það sé stunduð mikil nýsköpun í skattsvikum? „Ég vil nú ekki endilega halda því fram. Það er algjörlega rétt að kennitöluflakk er meinsemd sem við þurfum að uppræta. Við höfum ýmis tæki til þess. En það sem ég held að við þurfum að átta okkur á er að kennitöluflakk er ekki einn einstakur hlutur heldur athæfi manna sem eru að fara á svig við lög,“ segir iðnaðarráðherra. Það sé mikill munur á fyrirtækjarekstri sem gangi ekki upp og félag fari þá í gjaldþrot og því að skipulega stinga af með eignir á milli nýrra félaga og skilja skuldirnar eftir. Hún sé með frumvarp um ársskýrslur fyrir Alþingi sem muni auðvelda eftirlit með slíkri starfsemi. „Þá getum við tekið öll þessi tæki sem við höfum í kistunni. Þetta meðal annars. Og beitt þeim með þeim hætti að við séum að ná til þess hóps sem er að stunda þetta. En ekki þeirra sem eru í heiðarlegri atvinnustarfsemi,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Iðnaðarráðherra segir kennitöluflakk vera meinsemd í samfélaginu sem verði að uppræta, en hún geti þó ekki stutt frumvarp Framsóknarmanna og stjórnarandstöðunnar sem ætlað er að vinna á vandanum. Til séu aðrar leiðir í baráttunni sem ekki bitni á þeim sem stundi heiðarlegan atvinnurekstur. Sjö þingmenn Framsóknarflokksins ásamt þingmönnum úr öllum stjórnarandstöðuflokkunum hafa lagt fram frumvarp sem ætlað er að koma í veg fyrir kennitöluflakk í atvinnulífinu. Yrði það að lögum mættu stjórnarmenn og framkvæmdastjórar ekki á síðustu þremur árum hafa verið í forsvari fyrir tvö félög eða fleiri sem hafa orðið gjaldþrota ef þeir ætla að stofna nýtt félag.Karl Garðarssonvísir/gvaKarl Garðarsson þingmaður Framsóknarflokksins og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins segir kennitöluflakk í atvinnulífinu hafa verið stórt vandamál í mörg ár og kosta ríkið tugi milljarða króna á hverju ári. „Það er eins konar þjóðaríþrótt hjá mörgum Íslendingum að stunda kennitöluflakk. Það eru dæmi um að sömu einstaklingarnir hafi verið í stjórnum og stjórnað allt að tuttugu til 30 fyrirtækjum á þremur til fjórum árum sem öll hafa farið í þrot. Þetta er eitthvað sem við verðum að stoppa,“ segir Karl. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra segir markmiðið með frumvarpinu ágætt. Hún hafi hins vegar efasemdir um að lög á grundvelli þess myndu leysa vandamálin. „Og muni koma niður á til að mynda nýsköpunarfyrirtækjum. Sem eiga þá erfitt með að fá fólk til að sitja í stjórnum fyrir sig eða starfa með þeim,“ segir Ragnheiður Elín.Má þá ekki segja eins og ástandið er núna að það sé stunduð mikil nýsköpun í skattsvikum? „Ég vil nú ekki endilega halda því fram. Það er algjörlega rétt að kennitöluflakk er meinsemd sem við þurfum að uppræta. Við höfum ýmis tæki til þess. En það sem ég held að við þurfum að átta okkur á er að kennitöluflakk er ekki einn einstakur hlutur heldur athæfi manna sem eru að fara á svig við lög,“ segir iðnaðarráðherra. Það sé mikill munur á fyrirtækjarekstri sem gangi ekki upp og félag fari þá í gjaldþrot og því að skipulega stinga af með eignir á milli nýrra félaga og skilja skuldirnar eftir. Hún sé með frumvarp um ársskýrslur fyrir Alþingi sem muni auðvelda eftirlit með slíkri starfsemi. „Þá getum við tekið öll þessi tæki sem við höfum í kistunni. Þetta meðal annars. Og beitt þeim með þeim hætti að við séum að ná til þess hóps sem er að stunda þetta. En ekki þeirra sem eru í heiðarlegri atvinnustarfsemi,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira