„Eins og flóttamenn séu einhver ómenni sem geti ekki átt vini“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. febrúar 2016 01:00 Matsmenn töldu nær öruggt að vegabréfið væri falsað. vísir/getty Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt rúmlega þrítugan karlmann, Elliot Donka, í þrjátíu daga fangelsi fyrir að framvísa fölsuðu vegabréfi á leið sinni til Grænlands. Elliot er frá Síerra Leone en þá daga sem hann dvaldist hér á landi náði hann að vingast við Íslendinga sem átta sig illa á niðurstöðu dómsins. „Ég var nýbúinn að skutla pabba í flug á Reykjavíkurflugvelli og er að aka í burt þegar Elliot veifar til mín,“ segir Friðrik Bjartur Magnússon í samtali við Vísi. „Ég stoppa fyrir honum og hann spyr mig hvort ég geti skutlað honum niður í bæ því hann viti ekkert hvað hann eigi að gera.“ Maðurinn kom hingað til lands fyrir rúmri viku og var á leið til Grænlands. Hann hafði komið til Ítalíu árið 2011 og hafði þar stöðu flóttamanns. Undanfarna mánuði hafi hann ferðast um Evrópu á vegabréfi sínu og þá meðal annars til Sviss, Bretlands, Svíþjóðar og Frakklands. Hvergi hafi hann lent í vandræðum með vegabréf sitt.Friðrik Bjartur MagnússonÁkvað að hefja afplánun strax „Það gekk frekar illa að finna stað fyrir hann til að gista á enda hafði hann ekki efni á miklu. Það fór svo að ég borgaði eina nótt fyrir hann á gistiheimili og svo mæltum við okkur mót síðar. Við fengum okkur til að mynda að borða saman,“ segir Friðrik. Þann 18. febrúar síðastliðinni keypti Elliot flugmiða til Grænlands en var stoppaður við vegabréfseftirlit vegna gruns um að vegabréf hans væri falsað. Dómur í máli hans var kveðinn upp í gær. Í tengslum var málið var gerð skilríkjarannsóknarskýrsla sem sýndi með óyggjandi hætti að um fölsun væri að ræða. „Ég bauðst til að vera viðstaddur dómsuppkvaðninguna með honum,“ segir Friðrik. Aðrir viðstaddir hafi verið verjandi mannsins, sækjandi, dómari og dómtúlkur. „Þetta var bara afgreitt á núll einni. Verjandinn hans sagði honum að hann gæti annað hvort unað dómnum eða hafið afplánun strax og þá líklega verið hleypt fyrr út.“ Að sögn Friðriks hafi vinur hans þulið upp að hann hefði ekkert rangt gert og að hann vilji helst ekki vera áfram á Íslandi. Því hafi hann ákveðið að una niðurstöðunni og hafið afplánun þá þegar. Viðmótið það versta „Það sem mér finnst einna verst var viðmótið sem mætti mér þegar er ég kíkti í Hegningarhúsið til að spyrjast fyrir um hvenær ég gæti hitt hann. Þá var einn vörðurinn steinhissa þegar ég sagðist vera vinur mannsins. „Bíddu, er hann ekki flóttamaður?“ spurði hann eins og flóttamenn séu einhver ómenni sem geti ekki átt vini.“ Í Hegningarhúsinu var Friðriki tjáð að hann gæti hringt í Elliot á ákveðnum símatímum en það að fá að heimsækja hann væri tveggja til þriggja vikna ferli. „Ég verð að segja að mér finnst þetta undarlegt. Í dómnum segir að haft hafi verið samband við sendiráð Sierra Leone í Þýskalandi til að fá upplýsingar um vegabréfið. Ekkert svar hafi borist ennþá en þrátt fyrir það er dæmt í málinu. Fyrir mitt leiti tel ég að þarna hafi verið farið alltof geyst afgreiðslu málsins,“ segir Friðrik að lokum. Í desember á síðasta ári kvað Hæstiréttur upp dóm í máli sýrlensks flóttamanns sem hafði framvísað fölsuðu skilríki við komuna hingað til lands. Þar komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að flóttamaðurinn hefði gerst brotlegur við lög en honum var ekki dæmd refsing fyrir brotið. Var þar litið til þjóðréttarlegra skuldbindinga Íslands í tengslum við alþjóðasamning um stöðu flóttamanna. Héraðsdómari í máli Elliot leit til samningsins en taldi hann ekki eiga að hafa áhrif á niðurstöðuna þar sem Elliot hefði ekki komið hingað frá stríðshrjáðu landi. Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt rúmlega þrítugan karlmann, Elliot Donka, í þrjátíu daga fangelsi fyrir að framvísa fölsuðu vegabréfi á leið sinni til Grænlands. Elliot er frá Síerra Leone en þá daga sem hann dvaldist hér á landi náði hann að vingast við Íslendinga sem átta sig illa á niðurstöðu dómsins. „Ég var nýbúinn að skutla pabba í flug á Reykjavíkurflugvelli og er að aka í burt þegar Elliot veifar til mín,“ segir Friðrik Bjartur Magnússon í samtali við Vísi. „Ég stoppa fyrir honum og hann spyr mig hvort ég geti skutlað honum niður í bæ því hann viti ekkert hvað hann eigi að gera.“ Maðurinn kom hingað til lands fyrir rúmri viku og var á leið til Grænlands. Hann hafði komið til Ítalíu árið 2011 og hafði þar stöðu flóttamanns. Undanfarna mánuði hafi hann ferðast um Evrópu á vegabréfi sínu og þá meðal annars til Sviss, Bretlands, Svíþjóðar og Frakklands. Hvergi hafi hann lent í vandræðum með vegabréf sitt.Friðrik Bjartur MagnússonÁkvað að hefja afplánun strax „Það gekk frekar illa að finna stað fyrir hann til að gista á enda hafði hann ekki efni á miklu. Það fór svo að ég borgaði eina nótt fyrir hann á gistiheimili og svo mæltum við okkur mót síðar. Við fengum okkur til að mynda að borða saman,“ segir Friðrik. Þann 18. febrúar síðastliðinni keypti Elliot flugmiða til Grænlands en var stoppaður við vegabréfseftirlit vegna gruns um að vegabréf hans væri falsað. Dómur í máli hans var kveðinn upp í gær. Í tengslum var málið var gerð skilríkjarannsóknarskýrsla sem sýndi með óyggjandi hætti að um fölsun væri að ræða. „Ég bauðst til að vera viðstaddur dómsuppkvaðninguna með honum,“ segir Friðrik. Aðrir viðstaddir hafi verið verjandi mannsins, sækjandi, dómari og dómtúlkur. „Þetta var bara afgreitt á núll einni. Verjandinn hans sagði honum að hann gæti annað hvort unað dómnum eða hafið afplánun strax og þá líklega verið hleypt fyrr út.“ Að sögn Friðriks hafi vinur hans þulið upp að hann hefði ekkert rangt gert og að hann vilji helst ekki vera áfram á Íslandi. Því hafi hann ákveðið að una niðurstöðunni og hafið afplánun þá þegar. Viðmótið það versta „Það sem mér finnst einna verst var viðmótið sem mætti mér þegar er ég kíkti í Hegningarhúsið til að spyrjast fyrir um hvenær ég gæti hitt hann. Þá var einn vörðurinn steinhissa þegar ég sagðist vera vinur mannsins. „Bíddu, er hann ekki flóttamaður?“ spurði hann eins og flóttamenn séu einhver ómenni sem geti ekki átt vini.“ Í Hegningarhúsinu var Friðriki tjáð að hann gæti hringt í Elliot á ákveðnum símatímum en það að fá að heimsækja hann væri tveggja til þriggja vikna ferli. „Ég verð að segja að mér finnst þetta undarlegt. Í dómnum segir að haft hafi verið samband við sendiráð Sierra Leone í Þýskalandi til að fá upplýsingar um vegabréfið. Ekkert svar hafi borist ennþá en þrátt fyrir það er dæmt í málinu. Fyrir mitt leiti tel ég að þarna hafi verið farið alltof geyst afgreiðslu málsins,“ segir Friðrik að lokum. Í desember á síðasta ári kvað Hæstiréttur upp dóm í máli sýrlensks flóttamanns sem hafði framvísað fölsuðu skilríki við komuna hingað til lands. Þar komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að flóttamaðurinn hefði gerst brotlegur við lög en honum var ekki dæmd refsing fyrir brotið. Var þar litið til þjóðréttarlegra skuldbindinga Íslands í tengslum við alþjóðasamning um stöðu flóttamanna. Héraðsdómari í máli Elliot leit til samningsins en taldi hann ekki eiga að hafa áhrif á niðurstöðuna þar sem Elliot hefði ekki komið hingað frá stríðshrjáðu landi.
Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira