Innlent

Féll í yfirlið með vasana fulla af fíkniefnum

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Vilhelm
Sjúkrabíll var kallaður út eftir að maður féll í yfirlið á veitingastað á þriðja tímanum í dag. Í ljós kom að hann var með vasa fulla af fíkniefnum í söluumbúðum og töluvert af peningum. Samkvæmt dagbók lögreglunnar var maður færður í fangaklefa, eftir að sjúkraflutningamenn voru búnir að hlúa að honum.

Ferðamaður sá mann fara inn á herbergi sitt og stela þaðan peningum. Hann hljóp á eftir manninum, en missti af honum utandyra.

Þá var tilkynnt um þjófnað í verslun í dag. Tvær stúlkur flúðu frá versluninni í bíl, en þær náðust skömmu seinna. Stúlkurnar voru færðar til fangageymslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×