Enginn rekinn úr Vínarkórnum þótt hann fari í mútur Heimir Már Pétursson skrifar 28. febrúar 2016 20:07 Stjórnandi Vínardrengjakórsins, sem hélt tvenna tónleika í Reykjavík um helgina, segir þennan heimsfræga kór opinn öllum drengjum sem vilji syngja. Kórinn hafi í fimm hundruð ára sögu sinni alið af sér mikinn fjölda af virtum tónlistarmönnum. Vínardrengjakórinn er í raun fjórir tuttugu og fimm drengja kórar stráka á aldrinum níu til fjórtán ára. Manolo Cagnin er Ítali og hefur stjórnað kórnum í sjö ár. Hann segir mörg frægustu tónskáld heims hafa komið að kórstarfinu í margra alda sögu hans.Sjá einnig: Englaraddir Vínardrengja óma í Hörpu „Margir stórkostlegir tónlistarmenn og tónskáld hafa unnið með kórnum. Schubert var kórdrengur á sínum tíma. Bæði Joseph og Michael Haydn unnu með kórnum. Mozart og Beethoven unnu með kórnum. Mikill fjöldi stórstjarna í tónlistarsögunni hefur unnið með Vínardrengjakórnum eða verið í kórnum sem drengir,“ segir Manolo. Í dag séu fyrrverandi kórdrengir víðs vegar um heiminn og á ýmsum sviðum tónlistarheimsins. Kórinn syngur jöfnum höndum klassísk verk, þjóðlög og popplög. Í tilefni heimsóknarinnar hingað til lands reyndu strákarnir sig á laginu Á Sprengisandi eftir Sigvalda Kaldalóns við ljóð Gríms Thomsen og fengu við það á æfingu í gær aðstoð frá Eddu Austmann söngkonu og markaðsstjóra Hörpu, eins og sjá má í sjónvarpsfréttinni hér fyrir ofan.Manolo segir að þrátt fyrir aga í tónlistaruppeldinu sé kórinn eins og samheldin fjölskylda og það séu t.d. engin endalok þótt strákarnir fari í mútur. Þeir fái þá bara stuðning og raddþjálfun. „Við höfum félagslegu hlutverki að gegna og það er líka mjög mikilvægt. Enginn yfirgefur kórinn minn vegna erfiðleika með röddina eða vegna þess að röddin er að breytast. Það er náttúran, það er eðlilegt og það er allt í lagi,“ segir Manolo Cagnin stjórnandi Vínardrengjakórsins. Tengdar fréttir Englaraddir Vínardrengja óma í Hörpu Íslenskur drengur syngur með Vínardrengjakórnum í Hörpu. Kórinn stofnaður um svipað leiti og Þjóðveldið leið undir lok á Íslandi. 27. febrúar 2016 20:00 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
Stjórnandi Vínardrengjakórsins, sem hélt tvenna tónleika í Reykjavík um helgina, segir þennan heimsfræga kór opinn öllum drengjum sem vilji syngja. Kórinn hafi í fimm hundruð ára sögu sinni alið af sér mikinn fjölda af virtum tónlistarmönnum. Vínardrengjakórinn er í raun fjórir tuttugu og fimm drengja kórar stráka á aldrinum níu til fjórtán ára. Manolo Cagnin er Ítali og hefur stjórnað kórnum í sjö ár. Hann segir mörg frægustu tónskáld heims hafa komið að kórstarfinu í margra alda sögu hans.Sjá einnig: Englaraddir Vínardrengja óma í Hörpu „Margir stórkostlegir tónlistarmenn og tónskáld hafa unnið með kórnum. Schubert var kórdrengur á sínum tíma. Bæði Joseph og Michael Haydn unnu með kórnum. Mozart og Beethoven unnu með kórnum. Mikill fjöldi stórstjarna í tónlistarsögunni hefur unnið með Vínardrengjakórnum eða verið í kórnum sem drengir,“ segir Manolo. Í dag séu fyrrverandi kórdrengir víðs vegar um heiminn og á ýmsum sviðum tónlistarheimsins. Kórinn syngur jöfnum höndum klassísk verk, þjóðlög og popplög. Í tilefni heimsóknarinnar hingað til lands reyndu strákarnir sig á laginu Á Sprengisandi eftir Sigvalda Kaldalóns við ljóð Gríms Thomsen og fengu við það á æfingu í gær aðstoð frá Eddu Austmann söngkonu og markaðsstjóra Hörpu, eins og sjá má í sjónvarpsfréttinni hér fyrir ofan.Manolo segir að þrátt fyrir aga í tónlistaruppeldinu sé kórinn eins og samheldin fjölskylda og það séu t.d. engin endalok þótt strákarnir fari í mútur. Þeir fái þá bara stuðning og raddþjálfun. „Við höfum félagslegu hlutverki að gegna og það er líka mjög mikilvægt. Enginn yfirgefur kórinn minn vegna erfiðleika með röddina eða vegna þess að röddin er að breytast. Það er náttúran, það er eðlilegt og það er allt í lagi,“ segir Manolo Cagnin stjórnandi Vínardrengjakórsins.
Tengdar fréttir Englaraddir Vínardrengja óma í Hörpu Íslenskur drengur syngur með Vínardrengjakórnum í Hörpu. Kórinn stofnaður um svipað leiti og Þjóðveldið leið undir lok á Íslandi. 27. febrúar 2016 20:00 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
Englaraddir Vínardrengja óma í Hörpu Íslenskur drengur syngur með Vínardrengjakórnum í Hörpu. Kórinn stofnaður um svipað leiti og Þjóðveldið leið undir lok á Íslandi. 27. febrúar 2016 20:00