Heilsuskertir ökumenn valda hættu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. mars 2016 14:45 Í 45 prósentum tilfella voru ökumenn sem tilkynntir voru í rannsókninni með heilabilun og ættu ekki undir neinum kringumstæðum að vera með gilt ökuleyfi. Vísir/Ernir Ekki er til formleg leið á Íslandi til að tilkynna um ökumenn sem ættu ekki að vera undir stýri vegna heilsubrests. Áhyggjufullir fjölskyldumeðlimir geta til að mynda lítið gert annað til að bæta öryggi ökumannsins eða annarra en talað við hann eða falið bíllykla. Guðmundur Freyr Úlfarsson samgönguverkfræðingur segir mikilvægt að skilja betur tengsl heilsuskerðingar og umferðarslysa þar sem hlutfall eldri ökumanna hækkar sífellt. Hann tók þátt í rannsókn á tilkynninga- og matsferli í Missouri í Bandaríkjunum og segir vanta sambærilegt kerfi á Íslandi.Guðmundur Freyr Úlfarsson samgönguverkfræðingur.Í Missouri getur heilbrigðisstarfsfólk, nánir fjölskyldumeðlimir, lögregla og starfsfólk ökuleyfastofa tilkynnt um mögulega heilsuskerta ökumenn. Við tekur læknisfræðilegt mat á aksturshæfni og í sumum tilfellum skriflegt eða verklegt próf. Matið getur leitt til takmarkana eða niðurfellingar á ökuleyfi. „Langflestir sem eru tilkynntir missa ökuskírteinið og um helmingur vegna heilabilunar, til dæmis Alzheimer,“ segir Guðmundur. „Það sýnir mikilvægi þess að heimilislæknar á Íslandi fái sérstaka þjálfun til að meta áhrif heilabilana á umferðaröryggi.“ Eldri borgarar á Íslandi þurfa reglulega að fá læknisvottorð til að fá ökuskírteini endurnýjað. „En það er spurning hversu formlegt ferli það er. Þar að auki getur fimmtug manneskja fengið heilabilun og verið hættuleg í umferðinni.“Ágúst Mogensen, rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa.Ágúst Mogensen, rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa, tekur undir orð Guðmundar. „Við höfum rannsakað nokkur banaslys undanfarin ár þar sem ökumenn sem hafa verið að glíma við veikindi koma við sögu. Tildrög slysanna og ástand ökumanna vegna lyfjatöku bendir til að fyrr hefði þurft að grípa inn í. Það þarf að bæta kerfið.“ Ágúst segir ekki nýjar tölur til um hve mörg slys verði vegna heilsulausra ökumanna en það verði banaslys og alvarleg slys á hverju ári vegna þeirra. „Það eru eitt til þrjú banaslys á hverju ári. Svo eru líka tilvik þar sem fólk langt leitt í sínum sjúkdómi deyr undir stýri. Fólk sem hefði ekki átt að vera að keyra.“ Ágúst segir mikilvægt að almenningur viti hvernig eigi að bregðast við, að hægt sé á einfaldan hátt að tilkynna um heilsubrest ökumanns og að óháður aðili taki svo ákvörðun um ökuleyfissviptingu. „Tillögur rannsóknarnefndar ganga út á að komið verði á fót embætti trúnaðarlæknis hjá Samgöngustofu, sem myndi hafa samband við ökumenn og fara fram á heilsufars- og ökupróf. Sá aðili myndi hafa samband við ökumanninn og fara fram á heilsufarspróf og mat á aksturshæfni. Fagleg greining og ökumat er langheiðarlegast og skynsamlegast fyrir ökumanninn sjálfan. Ef hann stenst prófið, þá er það afgreitt mál. Ef hann gerir það ekki, þá er búið að skera úr um það að viðkomandi á alls ekki að keyra.“ Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
Ekki er til formleg leið á Íslandi til að tilkynna um ökumenn sem ættu ekki að vera undir stýri vegna heilsubrests. Áhyggjufullir fjölskyldumeðlimir geta til að mynda lítið gert annað til að bæta öryggi ökumannsins eða annarra en talað við hann eða falið bíllykla. Guðmundur Freyr Úlfarsson samgönguverkfræðingur segir mikilvægt að skilja betur tengsl heilsuskerðingar og umferðarslysa þar sem hlutfall eldri ökumanna hækkar sífellt. Hann tók þátt í rannsókn á tilkynninga- og matsferli í Missouri í Bandaríkjunum og segir vanta sambærilegt kerfi á Íslandi.Guðmundur Freyr Úlfarsson samgönguverkfræðingur.Í Missouri getur heilbrigðisstarfsfólk, nánir fjölskyldumeðlimir, lögregla og starfsfólk ökuleyfastofa tilkynnt um mögulega heilsuskerta ökumenn. Við tekur læknisfræðilegt mat á aksturshæfni og í sumum tilfellum skriflegt eða verklegt próf. Matið getur leitt til takmarkana eða niðurfellingar á ökuleyfi. „Langflestir sem eru tilkynntir missa ökuskírteinið og um helmingur vegna heilabilunar, til dæmis Alzheimer,“ segir Guðmundur. „Það sýnir mikilvægi þess að heimilislæknar á Íslandi fái sérstaka þjálfun til að meta áhrif heilabilana á umferðaröryggi.“ Eldri borgarar á Íslandi þurfa reglulega að fá læknisvottorð til að fá ökuskírteini endurnýjað. „En það er spurning hversu formlegt ferli það er. Þar að auki getur fimmtug manneskja fengið heilabilun og verið hættuleg í umferðinni.“Ágúst Mogensen, rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa.Ágúst Mogensen, rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa, tekur undir orð Guðmundar. „Við höfum rannsakað nokkur banaslys undanfarin ár þar sem ökumenn sem hafa verið að glíma við veikindi koma við sögu. Tildrög slysanna og ástand ökumanna vegna lyfjatöku bendir til að fyrr hefði þurft að grípa inn í. Það þarf að bæta kerfið.“ Ágúst segir ekki nýjar tölur til um hve mörg slys verði vegna heilsulausra ökumanna en það verði banaslys og alvarleg slys á hverju ári vegna þeirra. „Það eru eitt til þrjú banaslys á hverju ári. Svo eru líka tilvik þar sem fólk langt leitt í sínum sjúkdómi deyr undir stýri. Fólk sem hefði ekki átt að vera að keyra.“ Ágúst segir mikilvægt að almenningur viti hvernig eigi að bregðast við, að hægt sé á einfaldan hátt að tilkynna um heilsubrest ökumanns og að óháður aðili taki svo ákvörðun um ökuleyfissviptingu. „Tillögur rannsóknarnefndar ganga út á að komið verði á fót embætti trúnaðarlæknis hjá Samgöngustofu, sem myndi hafa samband við ökumenn og fara fram á heilsufars- og ökupróf. Sá aðili myndi hafa samband við ökumanninn og fara fram á heilsufarspróf og mat á aksturshæfni. Fagleg greining og ökumat er langheiðarlegast og skynsamlegast fyrir ökumanninn sjálfan. Ef hann stenst prófið, þá er það afgreitt mál. Ef hann gerir það ekki, þá er búið að skera úr um það að viðkomandi á alls ekki að keyra.“
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent