Útgerðarfélag bótaskylt vegna slyss sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 10. febrúar 2016 11:45 Ísfélag Vestmannaeyja fór fram á að skipverjinn beindi kröfum sínum til Tryggingamiðstöðvarinnar og vísaði meðal annars í ákvæði gildandi kjarasamnings. vísir/gva Héraðsdómur Suðurlands hefur viðurkennt bótaskyldu Ísfélags Vestmannaeyja hf vegna slyss skipverja sem var um borð í skipi sem gert er út af félaginu. Því hefur verið gert að greiða sjómanninum 2,8 milljónir í málskostnað. Skipverjinn höfðaði málið á hendur félaginu og Tryggingamiðstöðinni, sem áður hafði hafnað bótaskyldu sinni. TM viðurkenndi bótaskyldu sína eftir að dómurinn féll, að sögn Jóns Páls Hilmarssonar, lögmanns skipverjans. „Það er fyrst og fremst mikilvægt fyrir sjómannastéttina í heild að fá það staðfest að hreyfing skips og öldugangur teljist utanaðkomandi atburður og þar af leiðandi slys. Þannig að það er ekki hægt að neita mönnum á þeim grundvelli að hreyfing skips sé ekki utanaðkomandi atburður og ekki slys. Því er ekki hægt að henda málinu út af borðinu strax eins og tryggingafélögin virðast hafa verið að gera,“ segir hann.Þrálátir verkir í kjölfar slyssins Skipverjinn lenti í slysinu í febrúar 2009 þegar hann var um borð í Suðurey VE-12 er hann var sendur í lásakompu til að sækja lása. Hann þurfti að fara yfir stjórnborðstroll skipsins en þegar hann steig niður af trollinu kom veltingur á skipið með þeim afleiðingum að hann fékk mikið högg á mjóbak, hneig niður og var borinn niður í borðsal skipsins. Maðurinn leitaði til læknis tveimur dögum eftir slysið. Í áverkavottorði læknis frá árinu 2010 kom fram að vinnufærni mannsins sé greinilega skert, hann sé með þráláta verki og aldrei einkennalaus. Þá sé óljóst hvort hann geti stundað sjó í framtíðinni þar sem slík vinna reyni mikið á bakið. Skipverjinn byggði mál sitt meðal annars á því að hreyfing eða velta á skipinu séu áhrif sem komi að utan og teljist skyndilegur utanaðkomandi atburður. Í málinu reyni þó á staðlaða samningsskilmála gagnvart Tryggingamiðstöðinni, sem séu samdir einhliða af henni. Hvergi sé að finna í skilmálum hvað teljist skyndilegur utanaðkomandi atburður.Vísað í ákvæði kjarasamninga Ísfélagið taldi að maðurinn hefði átt að beina kröfum sínum að TM. Engum vafa sé undirorpið að meiðslin hafi ekki orðið af völdum skyndilegs atburðar. Hann hafi fengið verk í mjóbak við það eitt að fara niður af stjórnborðstrolli og þar sem meiðslin hafi ekki hlotist af völdum utanaðkomandi atburðar hafi ekki verið um að ræða bótaskylt slys úr slysatryggingu sjómanna sem keypt hafði verið af TM. Þá hafi slysatrygging sjómanna verið í gildi, í samræmi við ákvæði gildandi kjarasamnings, en að í skilgreiningu á hugtakinu slys sé átt við skyndilegan utanaðkomandi atburð sem valdi meiðslum á líkama vátryggðs og gerist án vilja hans. Því eigi málið ekki heima á borði félagsins. Félagið byggði mál sitt meðal annars á því að ósannað væri að meiðsli mannsins mætti rekja til hreyfingar skipsins, eða að hreyfing þess teljist þá skyndileg og ófyrirséð. Málatilbúnaður hans hafi verið óskýr og mótsagnakenndur og að ósannað sé að meiðslin hafi orðið við annað en eigin hreyfingar og því ekki að rekja til utanaðkomandi atburðar eins og slysahugtakið geri að skilyrði. Í skilyrðinu felist að orsökin verði að eiga sér rætur utan líkama hins vátryggða. Þá taldi Ísfélagið það ekki augljóst og í reynd ósannað að ytra álag þurfi til að valda þeim áverkum sem maðurinn hafi orðið fyrir þegar hann hafi stigið niður af stjórnborðstrollinu. Dómurinn taldi að rétt hafi verið af skipverjanum að beina kröfu sinni að Ísfélaginu, og að ekki verði talið að ákvæði kjarasamninga um slysatryggingu takmarki þann rétt mannins á nokkurn hátt. Var sýknukröfu Ísfélagsins því hafnað. Líkamstjón mannsins verði því rakið til utanaðkomandi áhrifa og bótaskylda Ísfélagsins viðurkennd. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands hefur viðurkennt bótaskyldu Ísfélags Vestmannaeyja hf vegna slyss skipverja sem var um borð í skipi sem gert er út af félaginu. Því hefur verið gert að greiða sjómanninum 2,8 milljónir í málskostnað. Skipverjinn höfðaði málið á hendur félaginu og Tryggingamiðstöðinni, sem áður hafði hafnað bótaskyldu sinni. TM viðurkenndi bótaskyldu sína eftir að dómurinn féll, að sögn Jóns Páls Hilmarssonar, lögmanns skipverjans. „Það er fyrst og fremst mikilvægt fyrir sjómannastéttina í heild að fá það staðfest að hreyfing skips og öldugangur teljist utanaðkomandi atburður og þar af leiðandi slys. Þannig að það er ekki hægt að neita mönnum á þeim grundvelli að hreyfing skips sé ekki utanaðkomandi atburður og ekki slys. Því er ekki hægt að henda málinu út af borðinu strax eins og tryggingafélögin virðast hafa verið að gera,“ segir hann.Þrálátir verkir í kjölfar slyssins Skipverjinn lenti í slysinu í febrúar 2009 þegar hann var um borð í Suðurey VE-12 er hann var sendur í lásakompu til að sækja lása. Hann þurfti að fara yfir stjórnborðstroll skipsins en þegar hann steig niður af trollinu kom veltingur á skipið með þeim afleiðingum að hann fékk mikið högg á mjóbak, hneig niður og var borinn niður í borðsal skipsins. Maðurinn leitaði til læknis tveimur dögum eftir slysið. Í áverkavottorði læknis frá árinu 2010 kom fram að vinnufærni mannsins sé greinilega skert, hann sé með þráláta verki og aldrei einkennalaus. Þá sé óljóst hvort hann geti stundað sjó í framtíðinni þar sem slík vinna reyni mikið á bakið. Skipverjinn byggði mál sitt meðal annars á því að hreyfing eða velta á skipinu séu áhrif sem komi að utan og teljist skyndilegur utanaðkomandi atburður. Í málinu reyni þó á staðlaða samningsskilmála gagnvart Tryggingamiðstöðinni, sem séu samdir einhliða af henni. Hvergi sé að finna í skilmálum hvað teljist skyndilegur utanaðkomandi atburður.Vísað í ákvæði kjarasamninga Ísfélagið taldi að maðurinn hefði átt að beina kröfum sínum að TM. Engum vafa sé undirorpið að meiðslin hafi ekki orðið af völdum skyndilegs atburðar. Hann hafi fengið verk í mjóbak við það eitt að fara niður af stjórnborðstrolli og þar sem meiðslin hafi ekki hlotist af völdum utanaðkomandi atburðar hafi ekki verið um að ræða bótaskylt slys úr slysatryggingu sjómanna sem keypt hafði verið af TM. Þá hafi slysatrygging sjómanna verið í gildi, í samræmi við ákvæði gildandi kjarasamnings, en að í skilgreiningu á hugtakinu slys sé átt við skyndilegan utanaðkomandi atburð sem valdi meiðslum á líkama vátryggðs og gerist án vilja hans. Því eigi málið ekki heima á borði félagsins. Félagið byggði mál sitt meðal annars á því að ósannað væri að meiðsli mannsins mætti rekja til hreyfingar skipsins, eða að hreyfing þess teljist þá skyndileg og ófyrirséð. Málatilbúnaður hans hafi verið óskýr og mótsagnakenndur og að ósannað sé að meiðslin hafi orðið við annað en eigin hreyfingar og því ekki að rekja til utanaðkomandi atburðar eins og slysahugtakið geri að skilyrði. Í skilyrðinu felist að orsökin verði að eiga sér rætur utan líkama hins vátryggða. Þá taldi Ísfélagið það ekki augljóst og í reynd ósannað að ytra álag þurfi til að valda þeim áverkum sem maðurinn hafi orðið fyrir þegar hann hafi stigið niður af stjórnborðstrollinu. Dómurinn taldi að rétt hafi verið af skipverjanum að beina kröfu sinni að Ísfélaginu, og að ekki verði talið að ákvæði kjarasamninga um slysatryggingu takmarki þann rétt mannins á nokkurn hátt. Var sýknukröfu Ísfélagsins því hafnað. Líkamstjón mannsins verði því rakið til utanaðkomandi áhrifa og bótaskylda Ísfélagsins viðurkennd.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira