Formaður ÍTR veitti styrk til félags sem hann stofnaði Snærós Sindradóttir skrifar 11. febrúar 2016 14:41 Lindy Ravers er dansfélag. Styrkurinn er veittur til að fá erlenda danskennara hingað til lands. ÍTR styrkir Áhugamannafélagið Lindy Ravers um 300 þúsund krónur en formaður ÍTR, Þórgnýr Thoroddsen er stofnandi félagsins og sat sem formaður þess um nokkurra ára skeið. Þórgnýr sagði sig ekki frá ákvörðuninni við afgreiðslu hennar. „Ég er tæknilega séð ekki vanhæfur í þessu máli en aftur á móti gerði ég ekki tillögu um styrkinn sjálfur heldur kom tillagan frá öðrum í hópnum sem tóku ákvörðunina. Ég bara samþykkti það,“ segir Þórgnýr. Samkvæmt vef Ríkisskattstjóra er Þórgnýr enn forsvarsmaður félagsins. „Ég stofnaði félagið á sínum tíma en ég er ekki tengdur því lengur. Ég var búinn að benda þeim [stjórn Lindy Ravers] á það en þeir eiga bara eftir að uppfæra það í sinni skrá.“ Þórgnýr segist hafa hætt að vera virkur í félaginu í kringum árin 2011 og 2012 en hann hafi þó farið á danssamkomur síðan þó dregið hafi úr áhuganum.Trausti Harðarson.Segir Þórgný hafa talað fyrir styrknum Fjögurra manna hópur innan ÍTR sá um að fara yfir styrkumsóknir til ráðsins og leggja fram tillögu fyrir ráðið. Þórgnýr sat í þeim hópi. „Ég sagði þeim að ég myndi ekki vilja koma með tillögu að þessu vegna þess að ég væri tengdur félaginu þó ég sé ekki tæknilega séð vanhæfur. Það er auðvitað dálítið neyðarlegt að ég skuli enn vera skráður fyrir félaginu, en það er í rauninni bara frá því það var stofnað árið 2007.“ Trausti Harðarson, fulltrúi Framsóknar í ÍTR, fullyrðir að hann hafi ekki vitað hversu ríkuleg tengsl Þórgnýs væru við félagið. „Hann kynnti tenginguna við þetta og talaði svo sem fyrir þessu. Hann ítrekaði að hann væri að einhverju leyti tengdur en ekki endilega að hann hefði stofnað þetta.“Dóra Magnúsdóttir.Lítið samfélag og stundum tengsl Dóra Magnúsdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar segir að tenging Þórgnýs hafi verið ljós frá upphafi. „Hann tók það sérstaklega fram að honum þætti þetta óþægilegt. Hann lét okkur mjög skýrt vita af þessum tengslum en við ákváðum að láta félagið ekki gjalda þessara tengsla. Okkur fannst eðlilegt að styrkja þá. Við erum lítið samfélag og það eru stundum tengsl.“ Í siðareglum kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg segir: 4. gr. Hagsmunaárekstrar Kjörnir fulltrúar forðast hagsmunaárekstra í störfum sínum og vekja athygli á því ef hætta er á slíkum árekstrum. Á þetta einnig við ef þær breytingar verða á höfum kjörins fulltrúa, að valdið gætu slíkum hagsmunaárekstrum. Um mat á hæfi við afgreiðslu einstakra mála og málsmeðferð í því sambandi fer eftir hæfisreglum samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköpum borgarstjórnar. Kjörnir fulltrúar nýta sér ekki stöðu sína í þágu einkahagsmuna sinna eða annarra sem eru þeim tengdir, hvort sem ávinningur af slíku kemur fram strax eða síðar, þ.m.t. eftir að störfum fyrir Reykjavíkurborg lýkur Í kjölfar fyrirspurnar blaðamanns til Þórgnýs skrifaði hann eftirfarandi færslu á Facebook: Hér er mynd af mér fyrir utan skrifstofur Ríkisskattstjóra. Í dag átti sér nefnilega stað nokkuð skondið, en samt í raun...Posted by Þórgnýr Thoroddsen on Thursday, February 11, 2016 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
ÍTR styrkir Áhugamannafélagið Lindy Ravers um 300 þúsund krónur en formaður ÍTR, Þórgnýr Thoroddsen er stofnandi félagsins og sat sem formaður þess um nokkurra ára skeið. Þórgnýr sagði sig ekki frá ákvörðuninni við afgreiðslu hennar. „Ég er tæknilega séð ekki vanhæfur í þessu máli en aftur á móti gerði ég ekki tillögu um styrkinn sjálfur heldur kom tillagan frá öðrum í hópnum sem tóku ákvörðunina. Ég bara samþykkti það,“ segir Þórgnýr. Samkvæmt vef Ríkisskattstjóra er Þórgnýr enn forsvarsmaður félagsins. „Ég stofnaði félagið á sínum tíma en ég er ekki tengdur því lengur. Ég var búinn að benda þeim [stjórn Lindy Ravers] á það en þeir eiga bara eftir að uppfæra það í sinni skrá.“ Þórgnýr segist hafa hætt að vera virkur í félaginu í kringum árin 2011 og 2012 en hann hafi þó farið á danssamkomur síðan þó dregið hafi úr áhuganum.Trausti Harðarson.Segir Þórgný hafa talað fyrir styrknum Fjögurra manna hópur innan ÍTR sá um að fara yfir styrkumsóknir til ráðsins og leggja fram tillögu fyrir ráðið. Þórgnýr sat í þeim hópi. „Ég sagði þeim að ég myndi ekki vilja koma með tillögu að þessu vegna þess að ég væri tengdur félaginu þó ég sé ekki tæknilega séð vanhæfur. Það er auðvitað dálítið neyðarlegt að ég skuli enn vera skráður fyrir félaginu, en það er í rauninni bara frá því það var stofnað árið 2007.“ Trausti Harðarson, fulltrúi Framsóknar í ÍTR, fullyrðir að hann hafi ekki vitað hversu ríkuleg tengsl Þórgnýs væru við félagið. „Hann kynnti tenginguna við þetta og talaði svo sem fyrir þessu. Hann ítrekaði að hann væri að einhverju leyti tengdur en ekki endilega að hann hefði stofnað þetta.“Dóra Magnúsdóttir.Lítið samfélag og stundum tengsl Dóra Magnúsdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar segir að tenging Þórgnýs hafi verið ljós frá upphafi. „Hann tók það sérstaklega fram að honum þætti þetta óþægilegt. Hann lét okkur mjög skýrt vita af þessum tengslum en við ákváðum að láta félagið ekki gjalda þessara tengsla. Okkur fannst eðlilegt að styrkja þá. Við erum lítið samfélag og það eru stundum tengsl.“ Í siðareglum kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg segir: 4. gr. Hagsmunaárekstrar Kjörnir fulltrúar forðast hagsmunaárekstra í störfum sínum og vekja athygli á því ef hætta er á slíkum árekstrum. Á þetta einnig við ef þær breytingar verða á höfum kjörins fulltrúa, að valdið gætu slíkum hagsmunaárekstrum. Um mat á hæfi við afgreiðslu einstakra mála og málsmeðferð í því sambandi fer eftir hæfisreglum samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköpum borgarstjórnar. Kjörnir fulltrúar nýta sér ekki stöðu sína í þágu einkahagsmuna sinna eða annarra sem eru þeim tengdir, hvort sem ávinningur af slíku kemur fram strax eða síðar, þ.m.t. eftir að störfum fyrir Reykjavíkurborg lýkur Í kjölfar fyrirspurnar blaðamanns til Þórgnýs skrifaði hann eftirfarandi færslu á Facebook: Hér er mynd af mér fyrir utan skrifstofur Ríkisskattstjóra. Í dag átti sér nefnilega stað nokkuð skondið, en samt í raun...Posted by Þórgnýr Thoroddsen on Thursday, February 11, 2016
Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira