Formaður ÍTR veitti styrk til félags sem hann stofnaði Snærós Sindradóttir skrifar 11. febrúar 2016 14:41 Lindy Ravers er dansfélag. Styrkurinn er veittur til að fá erlenda danskennara hingað til lands. ÍTR styrkir Áhugamannafélagið Lindy Ravers um 300 þúsund krónur en formaður ÍTR, Þórgnýr Thoroddsen er stofnandi félagsins og sat sem formaður þess um nokkurra ára skeið. Þórgnýr sagði sig ekki frá ákvörðuninni við afgreiðslu hennar. „Ég er tæknilega séð ekki vanhæfur í þessu máli en aftur á móti gerði ég ekki tillögu um styrkinn sjálfur heldur kom tillagan frá öðrum í hópnum sem tóku ákvörðunina. Ég bara samþykkti það,“ segir Þórgnýr. Samkvæmt vef Ríkisskattstjóra er Þórgnýr enn forsvarsmaður félagsins. „Ég stofnaði félagið á sínum tíma en ég er ekki tengdur því lengur. Ég var búinn að benda þeim [stjórn Lindy Ravers] á það en þeir eiga bara eftir að uppfæra það í sinni skrá.“ Þórgnýr segist hafa hætt að vera virkur í félaginu í kringum árin 2011 og 2012 en hann hafi þó farið á danssamkomur síðan þó dregið hafi úr áhuganum.Trausti Harðarson.Segir Þórgný hafa talað fyrir styrknum Fjögurra manna hópur innan ÍTR sá um að fara yfir styrkumsóknir til ráðsins og leggja fram tillögu fyrir ráðið. Þórgnýr sat í þeim hópi. „Ég sagði þeim að ég myndi ekki vilja koma með tillögu að þessu vegna þess að ég væri tengdur félaginu þó ég sé ekki tæknilega séð vanhæfur. Það er auðvitað dálítið neyðarlegt að ég skuli enn vera skráður fyrir félaginu, en það er í rauninni bara frá því það var stofnað árið 2007.“ Trausti Harðarson, fulltrúi Framsóknar í ÍTR, fullyrðir að hann hafi ekki vitað hversu ríkuleg tengsl Þórgnýs væru við félagið. „Hann kynnti tenginguna við þetta og talaði svo sem fyrir þessu. Hann ítrekaði að hann væri að einhverju leyti tengdur en ekki endilega að hann hefði stofnað þetta.“Dóra Magnúsdóttir.Lítið samfélag og stundum tengsl Dóra Magnúsdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar segir að tenging Þórgnýs hafi verið ljós frá upphafi. „Hann tók það sérstaklega fram að honum þætti þetta óþægilegt. Hann lét okkur mjög skýrt vita af þessum tengslum en við ákváðum að láta félagið ekki gjalda þessara tengsla. Okkur fannst eðlilegt að styrkja þá. Við erum lítið samfélag og það eru stundum tengsl.“ Í siðareglum kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg segir: 4. gr. Hagsmunaárekstrar Kjörnir fulltrúar forðast hagsmunaárekstra í störfum sínum og vekja athygli á því ef hætta er á slíkum árekstrum. Á þetta einnig við ef þær breytingar verða á höfum kjörins fulltrúa, að valdið gætu slíkum hagsmunaárekstrum. Um mat á hæfi við afgreiðslu einstakra mála og málsmeðferð í því sambandi fer eftir hæfisreglum samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköpum borgarstjórnar. Kjörnir fulltrúar nýta sér ekki stöðu sína í þágu einkahagsmuna sinna eða annarra sem eru þeim tengdir, hvort sem ávinningur af slíku kemur fram strax eða síðar, þ.m.t. eftir að störfum fyrir Reykjavíkurborg lýkur Í kjölfar fyrirspurnar blaðamanns til Þórgnýs skrifaði hann eftirfarandi færslu á Facebook: Hér er mynd af mér fyrir utan skrifstofur Ríkisskattstjóra. Í dag átti sér nefnilega stað nokkuð skondið, en samt í raun...Posted by Þórgnýr Thoroddsen on Thursday, February 11, 2016 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Sjá meira
ÍTR styrkir Áhugamannafélagið Lindy Ravers um 300 þúsund krónur en formaður ÍTR, Þórgnýr Thoroddsen er stofnandi félagsins og sat sem formaður þess um nokkurra ára skeið. Þórgnýr sagði sig ekki frá ákvörðuninni við afgreiðslu hennar. „Ég er tæknilega séð ekki vanhæfur í þessu máli en aftur á móti gerði ég ekki tillögu um styrkinn sjálfur heldur kom tillagan frá öðrum í hópnum sem tóku ákvörðunina. Ég bara samþykkti það,“ segir Þórgnýr. Samkvæmt vef Ríkisskattstjóra er Þórgnýr enn forsvarsmaður félagsins. „Ég stofnaði félagið á sínum tíma en ég er ekki tengdur því lengur. Ég var búinn að benda þeim [stjórn Lindy Ravers] á það en þeir eiga bara eftir að uppfæra það í sinni skrá.“ Þórgnýr segist hafa hætt að vera virkur í félaginu í kringum árin 2011 og 2012 en hann hafi þó farið á danssamkomur síðan þó dregið hafi úr áhuganum.Trausti Harðarson.Segir Þórgný hafa talað fyrir styrknum Fjögurra manna hópur innan ÍTR sá um að fara yfir styrkumsóknir til ráðsins og leggja fram tillögu fyrir ráðið. Þórgnýr sat í þeim hópi. „Ég sagði þeim að ég myndi ekki vilja koma með tillögu að þessu vegna þess að ég væri tengdur félaginu þó ég sé ekki tæknilega séð vanhæfur. Það er auðvitað dálítið neyðarlegt að ég skuli enn vera skráður fyrir félaginu, en það er í rauninni bara frá því það var stofnað árið 2007.“ Trausti Harðarson, fulltrúi Framsóknar í ÍTR, fullyrðir að hann hafi ekki vitað hversu ríkuleg tengsl Þórgnýs væru við félagið. „Hann kynnti tenginguna við þetta og talaði svo sem fyrir þessu. Hann ítrekaði að hann væri að einhverju leyti tengdur en ekki endilega að hann hefði stofnað þetta.“Dóra Magnúsdóttir.Lítið samfélag og stundum tengsl Dóra Magnúsdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar segir að tenging Þórgnýs hafi verið ljós frá upphafi. „Hann tók það sérstaklega fram að honum þætti þetta óþægilegt. Hann lét okkur mjög skýrt vita af þessum tengslum en við ákváðum að láta félagið ekki gjalda þessara tengsla. Okkur fannst eðlilegt að styrkja þá. Við erum lítið samfélag og það eru stundum tengsl.“ Í siðareglum kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg segir: 4. gr. Hagsmunaárekstrar Kjörnir fulltrúar forðast hagsmunaárekstra í störfum sínum og vekja athygli á því ef hætta er á slíkum árekstrum. Á þetta einnig við ef þær breytingar verða á höfum kjörins fulltrúa, að valdið gætu slíkum hagsmunaárekstrum. Um mat á hæfi við afgreiðslu einstakra mála og málsmeðferð í því sambandi fer eftir hæfisreglum samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköpum borgarstjórnar. Kjörnir fulltrúar nýta sér ekki stöðu sína í þágu einkahagsmuna sinna eða annarra sem eru þeim tengdir, hvort sem ávinningur af slíku kemur fram strax eða síðar, þ.m.t. eftir að störfum fyrir Reykjavíkurborg lýkur Í kjölfar fyrirspurnar blaðamanns til Þórgnýs skrifaði hann eftirfarandi færslu á Facebook: Hér er mynd af mér fyrir utan skrifstofur Ríkisskattstjóra. Í dag átti sér nefnilega stað nokkuð skondið, en samt í raun...Posted by Þórgnýr Thoroddsen on Thursday, February 11, 2016
Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Sjá meira