Handtekin með kíló af kókaíni á leiðinni til Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. febrúar 2016 21:27 Golfsettin fjögur í Leifsstöð áður en konurnar fjórar héldu í ævintýraferð til Cancun. Rúmlega fertug íslensk kona sem verið hefur í gæsluvarðhaldi í Toronto í Kanada frá 18. desember mun næst koma fyrir dómara þann 19. febrúar. Þetta staðfestir Louise Savard, fjölmiðlafulltrúi hjá konunglegu kanadísku riddaralögreglunni í samtali við Vísi. Hún er ákærð fyrir innflutning á ólöglegum fíkniefnum til Kanada en 974 grömm af kókaíni fundust í fórum hennar. Vísir greindi frá málinu í morgun sem er hið undarlegasta. Konan plataði þrjár vinkonur sínar í ókeypis ferðalag til Cancun í Mexíkó í nóvember en flest bendir til þess að þær hafi, ómeðvitað, átt að gegna hlutverki burðardýra. Fengu þær óvænt golfsett í hendurnar í Leifsstöð fyrir brottför en engin þeirra spilar golf.Leið kvennanna lá frá Reykjavík til Toronto og þaðan til Cancun í Mexíkó. Þær fluttu þó aðeins golfsett til Mexíkó en flúðu þaðan logandi hræddar.VísirHittu mann með sex ára fíkniefnadóm á bakinu Í Mexíkó kveiktu vinkonurnar á perunni að ekki væri allt með felldu. Hittu þær meðal annars fyrir íslenska mann, búsettan í Mexíkó, sem sýndi golfsettunum áhuga. Sá hefur hlotið átta ára dóm hér á landi fyrir brot á fíkniefnalögum. Konurnar héldu óttaslegnar heim til Íslands fyrr en áætlað var. Nokkrum vikum síðar fékk konan ábendingu um að póstsending til hennar til Íslands, golfsett, hefði verið stöðvuð í Kanada. Hélt hún til Kanada til að veita sækja golfsettið. Eftir að hafa sótt golfsettið og á leiðinni í flug aftur til Íslands var hún handtekin. Lagt var hald á aðra póstsendingu í hennar nafni en aftur var um golfsett að ræða. Alls fundust 974 grömm í golfkylfunum.Frí skemmtireisa til Cancun breyttist í martraðarkennda skelfingu, þegar konurnar voru orðnar sannfærðar um að nota ætti þær sem burðardýr.VísirLangt varðhald framundan Konan hefur verið í gæsluvarðhaldi í 55 daga og kemur næst fyrir dómara á föstudaginn í næstu viku. Málið var í fyrstu unnið í samvinnu lögreglunnar í Kanada og Íslandi. Kanadíska lögreglan fer nú með rannsókn málsins. Reikna má með því að meðferð málsins ytra geti tekið fleiri vikur áður en dómur fellur í málinu. Tengdar fréttir Lögregluyfirvöld leiddu íslensku konuna í gildru Íslensk kona hefur setið í gæsluvarðhaldi í Kanada síðan fyrir jól grunuð um aðild að stórfelldum fíkniefnasmygli. 12. febrúar 2016 16:31 Flúðu skelfingu lostnar frá Cancun Íslensk kona í gæsluvarðhaldi í Kanada. Talin hafa reynt að narra þrjár vinkonur sínar til að gerast burðardýr. Ótrúleg frásögn. 12. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Rúmlega fertug íslensk kona sem verið hefur í gæsluvarðhaldi í Toronto í Kanada frá 18. desember mun næst koma fyrir dómara þann 19. febrúar. Þetta staðfestir Louise Savard, fjölmiðlafulltrúi hjá konunglegu kanadísku riddaralögreglunni í samtali við Vísi. Hún er ákærð fyrir innflutning á ólöglegum fíkniefnum til Kanada en 974 grömm af kókaíni fundust í fórum hennar. Vísir greindi frá málinu í morgun sem er hið undarlegasta. Konan plataði þrjár vinkonur sínar í ókeypis ferðalag til Cancun í Mexíkó í nóvember en flest bendir til þess að þær hafi, ómeðvitað, átt að gegna hlutverki burðardýra. Fengu þær óvænt golfsett í hendurnar í Leifsstöð fyrir brottför en engin þeirra spilar golf.Leið kvennanna lá frá Reykjavík til Toronto og þaðan til Cancun í Mexíkó. Þær fluttu þó aðeins golfsett til Mexíkó en flúðu þaðan logandi hræddar.VísirHittu mann með sex ára fíkniefnadóm á bakinu Í Mexíkó kveiktu vinkonurnar á perunni að ekki væri allt með felldu. Hittu þær meðal annars fyrir íslenska mann, búsettan í Mexíkó, sem sýndi golfsettunum áhuga. Sá hefur hlotið átta ára dóm hér á landi fyrir brot á fíkniefnalögum. Konurnar héldu óttaslegnar heim til Íslands fyrr en áætlað var. Nokkrum vikum síðar fékk konan ábendingu um að póstsending til hennar til Íslands, golfsett, hefði verið stöðvuð í Kanada. Hélt hún til Kanada til að veita sækja golfsettið. Eftir að hafa sótt golfsettið og á leiðinni í flug aftur til Íslands var hún handtekin. Lagt var hald á aðra póstsendingu í hennar nafni en aftur var um golfsett að ræða. Alls fundust 974 grömm í golfkylfunum.Frí skemmtireisa til Cancun breyttist í martraðarkennda skelfingu, þegar konurnar voru orðnar sannfærðar um að nota ætti þær sem burðardýr.VísirLangt varðhald framundan Konan hefur verið í gæsluvarðhaldi í 55 daga og kemur næst fyrir dómara á föstudaginn í næstu viku. Málið var í fyrstu unnið í samvinnu lögreglunnar í Kanada og Íslandi. Kanadíska lögreglan fer nú með rannsókn málsins. Reikna má með því að meðferð málsins ytra geti tekið fleiri vikur áður en dómur fellur í málinu.
Tengdar fréttir Lögregluyfirvöld leiddu íslensku konuna í gildru Íslensk kona hefur setið í gæsluvarðhaldi í Kanada síðan fyrir jól grunuð um aðild að stórfelldum fíkniefnasmygli. 12. febrúar 2016 16:31 Flúðu skelfingu lostnar frá Cancun Íslensk kona í gæsluvarðhaldi í Kanada. Talin hafa reynt að narra þrjár vinkonur sínar til að gerast burðardýr. Ótrúleg frásögn. 12. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Lögregluyfirvöld leiddu íslensku konuna í gildru Íslensk kona hefur setið í gæsluvarðhaldi í Kanada síðan fyrir jól grunuð um aðild að stórfelldum fíkniefnasmygli. 12. febrúar 2016 16:31
Flúðu skelfingu lostnar frá Cancun Íslensk kona í gæsluvarðhaldi í Kanada. Talin hafa reynt að narra þrjár vinkonur sínar til að gerast burðardýr. Ótrúleg frásögn. 12. febrúar 2016 07:00