Innlent

Annar fanganna strauk í fyrra frá Kvíabryggju

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Mennirnir eru í kringum tvítugt.
Mennirnir eru í kringum tvítugt. Vísir/Róbert Reynisson
Annar fanganna sem slapp frá Sogni í gærkvöldi strauk í fyrra frá Kvíabryggju. Báðir mennirnir eru hvor sínum megin við tvítugt og ekki hættulegir, að sögn Páls Winkel fangelsismálastjóra. Gefin hefur verið út handtökuskipun og tekin verður ákvörðun síðar í dag um hvort lýst verði eftir þeim með nafni og mynd.

„Lögreglan var látin vita í gærkvöldi um leið og þetta átti sér stað og svo gefin út handtökubeiðni. Við metum svo framhaldið þegar líður á daginn,“ segir Páll.

Fangelsið að Sogni er skilgreint sem opið fangelsi þannig að engar girðingar eða múrar afmarka það. Fangar sem þar vistast þurfa því að hegða sér á ábyrgan hátt og bera virðingu fyrir þeim reglum sem þar gilda. „Menn hreinlega ganga út ef þeir vilja. Opnu fangelsin eru þannig að það eru engir rimlar og þar eru skýrar reglur. En þetta gerist sjaldan þar sem menn vilja jú vistast við eins frjálsar aðstæður og hægt er,“ segir Páll.

Þá segir hann jafnframt að þar sem ekki sé um hættulega menn að ræða verði þeir ekki nafngreindir að svo stöddu.


Tengdar fréttir

Tveir fangar struku frá Sogni í nótt

Tveir ungir karlmenn struku úr fangelsinu að Sogni i gærkvöldi og ganga enn lausir, eftir því sem fréttastofa veit best. Lögreglan á Suðurlandi segist kannast við málið, en Fangelsismálatofnun hefur ekki leitað eftir aðstoð hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×