Leiðtogafundur ESB: Komið að úrslitastund varðandi samninginn við Breta Atli ísleifsson skrifar 18. febrúar 2016 10:45 David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, hafa átt fundi í vikunni. Vísir/AFP Tveggja daga leiðtogafundur Evrópusambandsins hefst í Brussel í dag þar sem samningur um breytta aðildarskilmála Bretlands verður meðal annars til umræðu.BBC hefur eftir fulltrúa Bretlandsstjórnar að komið sé að úrslitastund í málinu. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, vonast til að ná hagstæðum samningi sem síðar yrði lagður í dóm breskra kjósenda um hvort Bretland eigi að segja skilið við ESB eður ei. Samningaviðræður hafa staðið mánuðum saman og hefur Cameron heimsótt tuttugu aðildarríki til að sannfæra aðra leiðtoga um nauðsyn breytinganna.Leiðtogarnir eiga ekki annarra kosta völ Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði í samtali við BBC að leiðtogar aðildarríkjanna eigi ekki annarra kosta völ en að samþykkja samninginn. Andstæðingar ESB-aðildar Breta hafa sagt samninginn ekki ganga nægilega langt, en stuðningsmenn hafa lýst yfir ánægju með hann. Samningurinn snýr meðal annars að því að Bretar losna undan þeirri kröfu að unnið skuli að sífellt nánara sambandi (e. ever closer union), breytingum á vinnumarkaðsréttindum fólks sem kemur til Bretlands, auk þess að Bretar hafa náð fram svokölluðum „neyðarhemli“ í flóttamannamálunum (e. emergency welfare brake), sem snýr að aðgengi flóttafólks að breska velferðarkerfinu.Á flóku stigi Tusk segir viðræður nú vera á mjög flóknu stigi og að það myndi fela í sér mikinn ósigur, takist ekki að ná samkomulagi, en landfræðipólitískur sigur fyrir alla þá sem sækjast eftir því að ná fram klofningi í álfunni. Leiðtogarnir munu koma saman klukkan 15 síðar í dag og verður samningurinn við Breta til umræðu klukkan 16:45. Yfir kvöldverði verður svo rætt um flóttamannavandann sem ESB stendur frammi fyrir. Í fyrramálið verður svo svokallaður „enskur morgunverður“, hafi ekki náðst samkomulag um samninginn við Breta í dag, þar sem reynt verður til þrautar að ná fram samkomulagi. Tengdar fréttir Óttast upplausn Evrópusambandsins Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, óttast upplausn sambandsins vegna mögulegrar brottgöngu Breta. 15. febrúar 2016 19:07 Cameron mættur til Brussel til að ræða breytta aðildarskilmála Breta Tveggja daga leiðtogafundur sambandsins hefst á fimmtudag. 16. febrúar 2016 11:27 Eiríkur Bergmann um samningdrög Bretlands og ESB: „Þetta er klassísk evrópsk málamiðlun“ Eiríkur Bergmann segir að svo virðist sem David Cameron hafi náð árangri í velflestum þeim þáttum sem hann lagði upp með til að endursemja um stöðu Bretlands í ESB. 4. febrúar 2016 12:45 Bakslag fyrir nýjar ESB-tillögur Breta Þingleg meðferð þýðir að ekki er fyrirfram hægt að gefa sér niðurstöðu um lagasetningu, segir forseti Evrópuþingsins. 17. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Tveggja daga leiðtogafundur Evrópusambandsins hefst í Brussel í dag þar sem samningur um breytta aðildarskilmála Bretlands verður meðal annars til umræðu.BBC hefur eftir fulltrúa Bretlandsstjórnar að komið sé að úrslitastund í málinu. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, vonast til að ná hagstæðum samningi sem síðar yrði lagður í dóm breskra kjósenda um hvort Bretland eigi að segja skilið við ESB eður ei. Samningaviðræður hafa staðið mánuðum saman og hefur Cameron heimsótt tuttugu aðildarríki til að sannfæra aðra leiðtoga um nauðsyn breytinganna.Leiðtogarnir eiga ekki annarra kosta völ Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði í samtali við BBC að leiðtogar aðildarríkjanna eigi ekki annarra kosta völ en að samþykkja samninginn. Andstæðingar ESB-aðildar Breta hafa sagt samninginn ekki ganga nægilega langt, en stuðningsmenn hafa lýst yfir ánægju með hann. Samningurinn snýr meðal annars að því að Bretar losna undan þeirri kröfu að unnið skuli að sífellt nánara sambandi (e. ever closer union), breytingum á vinnumarkaðsréttindum fólks sem kemur til Bretlands, auk þess að Bretar hafa náð fram svokölluðum „neyðarhemli“ í flóttamannamálunum (e. emergency welfare brake), sem snýr að aðgengi flóttafólks að breska velferðarkerfinu.Á flóku stigi Tusk segir viðræður nú vera á mjög flóknu stigi og að það myndi fela í sér mikinn ósigur, takist ekki að ná samkomulagi, en landfræðipólitískur sigur fyrir alla þá sem sækjast eftir því að ná fram klofningi í álfunni. Leiðtogarnir munu koma saman klukkan 15 síðar í dag og verður samningurinn við Breta til umræðu klukkan 16:45. Yfir kvöldverði verður svo rætt um flóttamannavandann sem ESB stendur frammi fyrir. Í fyrramálið verður svo svokallaður „enskur morgunverður“, hafi ekki náðst samkomulag um samninginn við Breta í dag, þar sem reynt verður til þrautar að ná fram samkomulagi.
Tengdar fréttir Óttast upplausn Evrópusambandsins Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, óttast upplausn sambandsins vegna mögulegrar brottgöngu Breta. 15. febrúar 2016 19:07 Cameron mættur til Brussel til að ræða breytta aðildarskilmála Breta Tveggja daga leiðtogafundur sambandsins hefst á fimmtudag. 16. febrúar 2016 11:27 Eiríkur Bergmann um samningdrög Bretlands og ESB: „Þetta er klassísk evrópsk málamiðlun“ Eiríkur Bergmann segir að svo virðist sem David Cameron hafi náð árangri í velflestum þeim þáttum sem hann lagði upp með til að endursemja um stöðu Bretlands í ESB. 4. febrúar 2016 12:45 Bakslag fyrir nýjar ESB-tillögur Breta Þingleg meðferð þýðir að ekki er fyrirfram hægt að gefa sér niðurstöðu um lagasetningu, segir forseti Evrópuþingsins. 17. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Óttast upplausn Evrópusambandsins Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, óttast upplausn sambandsins vegna mögulegrar brottgöngu Breta. 15. febrúar 2016 19:07
Cameron mættur til Brussel til að ræða breytta aðildarskilmála Breta Tveggja daga leiðtogafundur sambandsins hefst á fimmtudag. 16. febrúar 2016 11:27
Eiríkur Bergmann um samningdrög Bretlands og ESB: „Þetta er klassísk evrópsk málamiðlun“ Eiríkur Bergmann segir að svo virðist sem David Cameron hafi náð árangri í velflestum þeim þáttum sem hann lagði upp með til að endursemja um stöðu Bretlands í ESB. 4. febrúar 2016 12:45
Bakslag fyrir nýjar ESB-tillögur Breta Þingleg meðferð þýðir að ekki er fyrirfram hægt að gefa sér niðurstöðu um lagasetningu, segir forseti Evrópuþingsins. 17. febrúar 2016 07:00