Bakslag fyrir nýjar ESB-tillögur Breta Óli Kr. Ármannsson skrifar 17. febrúar 2016 07:00 David Cameron, forsætisráðherra Breta (til vinstri), fundaði í gær með Martin Schulz, forseta Evrópuþingsins (til hægri), og leiðtogum annarra stjórnmálahópa í Evrópuþinginu í Brussel í Belgíu. Fréttablaðið/EPA Ekki er hægt að tryggja stuðning Evrópuþingsins við breyttan samning Bretlands við Evrópusambandið. Þetta kom fram í máli Martins Schulz, forseta þingsins, þegar hann fundaði með David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, í Brussel í gær. Viðbrögð Schulz eru sögð bakslag fyrir Cameron sem staddur er í Brussel til að tryggja samþykki við nýjan samning um breytingar á aðildarsamkomulagi Bretlands og Evrópusambandsins (ESB). Auk þess að funda með Schulz, sem er þýskur sósíaldemókrati, átti hann líka fundi með leiðtogum annarra hópa í þinginu. Fram kemur í umfjöllun Guardian að Cameron hafi viljað fá tryggingu fyrir því að Evrópuþingið myndi ekki reyna að gera breytingar á uppkasti að samkomulagi sem ganga á frá á leiðtogafundi ESB á morgun, fimmtudag, áður en til þjóðaratkvæðagreiðslu kemur í Bretlandi sem gæti skorið úr um áframhaldandi veru landsins í sambandinu. „Ferð forsætisráðherrans til fundar við Evrópuþingið endurspeglar áhyggjur af því að þingið kunni að vera ófyrirsjáanlegt í aðkomu sinni að viðkvæmum endursamningum, en þingið þarf að hleypa í gegn breytingum á löggjöf ESB til þess að hliðra til fyrir kröfum Breta um þak á greiðslur vegna félagslegs stuðnings við innflytjendur frá sambandinu,“ segir þar. Þá kemur fram í umfjöllun BBC, breska ríkisútvarpsins, að Cameron hafi líka fundað með Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB. Junker hafi áður sagt að ekki sé neitt „plan B“ til staðar. Slíkt myndi gefa í skyn að framkvæmdastjórnin teldi raunhæfan möguleika á því að Bretland gengi úr sambandinu. „Ég fer ekki út í nein smáatriði á plani B, vegna þess að það er engin slík áætlun til. Við erum með plan A. Bretland verður áfram í Evrópusambandinu sem uppbyggilegur og virkur þátttakandi,“ hefur BBC eftir Juncker. Á sama tíma segir Donald Tusk, forseti Leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sem hefur umsjón með endursamningum Bretlands, að viðræðurnar um samningsdrögin séu „viðkvæmar“. Í byrjun vikunnar varaði hann við því að samningar um kröfur Bretlands væru á „tvísýnum stað“ og að raunveruleg hætta væri á að Evrópusamstarfið brotnaði upp.Á meðan Cameron fundaði í Brussel blésu þjóðarleiðtogar Póllands, Ungverjalands, Slóvakíu og Tékklands til smærri leiðtogafundar í Prag í Tékklandi til að móta sameiginlega afstöðu til endursamnings Breta. „Á sama tíma og mjög óvenjulegt væri fyrir þingið að ganga gegn ákvörðunum sem leiðtogar ESB-ríkjanna 28 hafa tekið, mun afstaða þingsins nær örugglega þýða að Cameron kemur ekki í gegn fyrirhugðum breytingum á velferðarkerfinu fyrr en mun síðar en hann hefði vonað, og löngu eftir að Bretar hafa greitt atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðild.“ Eftir fund Camerons og Schulz í gær sagði forseti þingsins að þingið myndi ekki stöðva framgang ákvarðana sem leiðtogar Evrópusambandslandanna hefðu tekið, en lagði um leið áherslu á mikilvægi þinglegu meðferðarinnar. „Ég get enga tryggingu gefið fyrir framtíðarlöggjöf,“ sagði hann. „Það getur engin ríkisstjórn snúið sér að þinginu og sagt: Hér er tillaga okkar, er hægt að tryggja niðurstöðuna?“ Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Ekki er hægt að tryggja stuðning Evrópuþingsins við breyttan samning Bretlands við Evrópusambandið. Þetta kom fram í máli Martins Schulz, forseta þingsins, þegar hann fundaði með David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, í Brussel í gær. Viðbrögð Schulz eru sögð bakslag fyrir Cameron sem staddur er í Brussel til að tryggja samþykki við nýjan samning um breytingar á aðildarsamkomulagi Bretlands og Evrópusambandsins (ESB). Auk þess að funda með Schulz, sem er þýskur sósíaldemókrati, átti hann líka fundi með leiðtogum annarra hópa í þinginu. Fram kemur í umfjöllun Guardian að Cameron hafi viljað fá tryggingu fyrir því að Evrópuþingið myndi ekki reyna að gera breytingar á uppkasti að samkomulagi sem ganga á frá á leiðtogafundi ESB á morgun, fimmtudag, áður en til þjóðaratkvæðagreiðslu kemur í Bretlandi sem gæti skorið úr um áframhaldandi veru landsins í sambandinu. „Ferð forsætisráðherrans til fundar við Evrópuþingið endurspeglar áhyggjur af því að þingið kunni að vera ófyrirsjáanlegt í aðkomu sinni að viðkvæmum endursamningum, en þingið þarf að hleypa í gegn breytingum á löggjöf ESB til þess að hliðra til fyrir kröfum Breta um þak á greiðslur vegna félagslegs stuðnings við innflytjendur frá sambandinu,“ segir þar. Þá kemur fram í umfjöllun BBC, breska ríkisútvarpsins, að Cameron hafi líka fundað með Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB. Junker hafi áður sagt að ekki sé neitt „plan B“ til staðar. Slíkt myndi gefa í skyn að framkvæmdastjórnin teldi raunhæfan möguleika á því að Bretland gengi úr sambandinu. „Ég fer ekki út í nein smáatriði á plani B, vegna þess að það er engin slík áætlun til. Við erum með plan A. Bretland verður áfram í Evrópusambandinu sem uppbyggilegur og virkur þátttakandi,“ hefur BBC eftir Juncker. Á sama tíma segir Donald Tusk, forseti Leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sem hefur umsjón með endursamningum Bretlands, að viðræðurnar um samningsdrögin séu „viðkvæmar“. Í byrjun vikunnar varaði hann við því að samningar um kröfur Bretlands væru á „tvísýnum stað“ og að raunveruleg hætta væri á að Evrópusamstarfið brotnaði upp.Á meðan Cameron fundaði í Brussel blésu þjóðarleiðtogar Póllands, Ungverjalands, Slóvakíu og Tékklands til smærri leiðtogafundar í Prag í Tékklandi til að móta sameiginlega afstöðu til endursamnings Breta. „Á sama tíma og mjög óvenjulegt væri fyrir þingið að ganga gegn ákvörðunum sem leiðtogar ESB-ríkjanna 28 hafa tekið, mun afstaða þingsins nær örugglega þýða að Cameron kemur ekki í gegn fyrirhugðum breytingum á velferðarkerfinu fyrr en mun síðar en hann hefði vonað, og löngu eftir að Bretar hafa greitt atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðild.“ Eftir fund Camerons og Schulz í gær sagði forseti þingsins að þingið myndi ekki stöðva framgang ákvarðana sem leiðtogar Evrópusambandslandanna hefðu tekið, en lagði um leið áherslu á mikilvægi þinglegu meðferðarinnar. „Ég get enga tryggingu gefið fyrir framtíðarlöggjöf,“ sagði hann. „Það getur engin ríkisstjórn snúið sér að þinginu og sagt: Hér er tillaga okkar, er hægt að tryggja niðurstöðuna?“
Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira