Bakslag fyrir nýjar ESB-tillögur Breta Óli Kr. Ármannsson skrifar 17. febrúar 2016 07:00 David Cameron, forsætisráðherra Breta (til vinstri), fundaði í gær með Martin Schulz, forseta Evrópuþingsins (til hægri), og leiðtogum annarra stjórnmálahópa í Evrópuþinginu í Brussel í Belgíu. Fréttablaðið/EPA Ekki er hægt að tryggja stuðning Evrópuþingsins við breyttan samning Bretlands við Evrópusambandið. Þetta kom fram í máli Martins Schulz, forseta þingsins, þegar hann fundaði með David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, í Brussel í gær. Viðbrögð Schulz eru sögð bakslag fyrir Cameron sem staddur er í Brussel til að tryggja samþykki við nýjan samning um breytingar á aðildarsamkomulagi Bretlands og Evrópusambandsins (ESB). Auk þess að funda með Schulz, sem er þýskur sósíaldemókrati, átti hann líka fundi með leiðtogum annarra hópa í þinginu. Fram kemur í umfjöllun Guardian að Cameron hafi viljað fá tryggingu fyrir því að Evrópuþingið myndi ekki reyna að gera breytingar á uppkasti að samkomulagi sem ganga á frá á leiðtogafundi ESB á morgun, fimmtudag, áður en til þjóðaratkvæðagreiðslu kemur í Bretlandi sem gæti skorið úr um áframhaldandi veru landsins í sambandinu. „Ferð forsætisráðherrans til fundar við Evrópuþingið endurspeglar áhyggjur af því að þingið kunni að vera ófyrirsjáanlegt í aðkomu sinni að viðkvæmum endursamningum, en þingið þarf að hleypa í gegn breytingum á löggjöf ESB til þess að hliðra til fyrir kröfum Breta um þak á greiðslur vegna félagslegs stuðnings við innflytjendur frá sambandinu,“ segir þar. Þá kemur fram í umfjöllun BBC, breska ríkisútvarpsins, að Cameron hafi líka fundað með Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB. Junker hafi áður sagt að ekki sé neitt „plan B“ til staðar. Slíkt myndi gefa í skyn að framkvæmdastjórnin teldi raunhæfan möguleika á því að Bretland gengi úr sambandinu. „Ég fer ekki út í nein smáatriði á plani B, vegna þess að það er engin slík áætlun til. Við erum með plan A. Bretland verður áfram í Evrópusambandinu sem uppbyggilegur og virkur þátttakandi,“ hefur BBC eftir Juncker. Á sama tíma segir Donald Tusk, forseti Leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sem hefur umsjón með endursamningum Bretlands, að viðræðurnar um samningsdrögin séu „viðkvæmar“. Í byrjun vikunnar varaði hann við því að samningar um kröfur Bretlands væru á „tvísýnum stað“ og að raunveruleg hætta væri á að Evrópusamstarfið brotnaði upp.Á meðan Cameron fundaði í Brussel blésu þjóðarleiðtogar Póllands, Ungverjalands, Slóvakíu og Tékklands til smærri leiðtogafundar í Prag í Tékklandi til að móta sameiginlega afstöðu til endursamnings Breta. „Á sama tíma og mjög óvenjulegt væri fyrir þingið að ganga gegn ákvörðunum sem leiðtogar ESB-ríkjanna 28 hafa tekið, mun afstaða þingsins nær örugglega þýða að Cameron kemur ekki í gegn fyrirhugðum breytingum á velferðarkerfinu fyrr en mun síðar en hann hefði vonað, og löngu eftir að Bretar hafa greitt atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðild.“ Eftir fund Camerons og Schulz í gær sagði forseti þingsins að þingið myndi ekki stöðva framgang ákvarðana sem leiðtogar Evrópusambandslandanna hefðu tekið, en lagði um leið áherslu á mikilvægi þinglegu meðferðarinnar. „Ég get enga tryggingu gefið fyrir framtíðarlöggjöf,“ sagði hann. „Það getur engin ríkisstjórn snúið sér að þinginu og sagt: Hér er tillaga okkar, er hægt að tryggja niðurstöðuna?“ Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Ekki er hægt að tryggja stuðning Evrópuþingsins við breyttan samning Bretlands við Evrópusambandið. Þetta kom fram í máli Martins Schulz, forseta þingsins, þegar hann fundaði með David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, í Brussel í gær. Viðbrögð Schulz eru sögð bakslag fyrir Cameron sem staddur er í Brussel til að tryggja samþykki við nýjan samning um breytingar á aðildarsamkomulagi Bretlands og Evrópusambandsins (ESB). Auk þess að funda með Schulz, sem er þýskur sósíaldemókrati, átti hann líka fundi með leiðtogum annarra hópa í þinginu. Fram kemur í umfjöllun Guardian að Cameron hafi viljað fá tryggingu fyrir því að Evrópuþingið myndi ekki reyna að gera breytingar á uppkasti að samkomulagi sem ganga á frá á leiðtogafundi ESB á morgun, fimmtudag, áður en til þjóðaratkvæðagreiðslu kemur í Bretlandi sem gæti skorið úr um áframhaldandi veru landsins í sambandinu. „Ferð forsætisráðherrans til fundar við Evrópuþingið endurspeglar áhyggjur af því að þingið kunni að vera ófyrirsjáanlegt í aðkomu sinni að viðkvæmum endursamningum, en þingið þarf að hleypa í gegn breytingum á löggjöf ESB til þess að hliðra til fyrir kröfum Breta um þak á greiðslur vegna félagslegs stuðnings við innflytjendur frá sambandinu,“ segir þar. Þá kemur fram í umfjöllun BBC, breska ríkisútvarpsins, að Cameron hafi líka fundað með Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB. Junker hafi áður sagt að ekki sé neitt „plan B“ til staðar. Slíkt myndi gefa í skyn að framkvæmdastjórnin teldi raunhæfan möguleika á því að Bretland gengi úr sambandinu. „Ég fer ekki út í nein smáatriði á plani B, vegna þess að það er engin slík áætlun til. Við erum með plan A. Bretland verður áfram í Evrópusambandinu sem uppbyggilegur og virkur þátttakandi,“ hefur BBC eftir Juncker. Á sama tíma segir Donald Tusk, forseti Leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sem hefur umsjón með endursamningum Bretlands, að viðræðurnar um samningsdrögin séu „viðkvæmar“. Í byrjun vikunnar varaði hann við því að samningar um kröfur Bretlands væru á „tvísýnum stað“ og að raunveruleg hætta væri á að Evrópusamstarfið brotnaði upp.Á meðan Cameron fundaði í Brussel blésu þjóðarleiðtogar Póllands, Ungverjalands, Slóvakíu og Tékklands til smærri leiðtogafundar í Prag í Tékklandi til að móta sameiginlega afstöðu til endursamnings Breta. „Á sama tíma og mjög óvenjulegt væri fyrir þingið að ganga gegn ákvörðunum sem leiðtogar ESB-ríkjanna 28 hafa tekið, mun afstaða þingsins nær örugglega þýða að Cameron kemur ekki í gegn fyrirhugðum breytingum á velferðarkerfinu fyrr en mun síðar en hann hefði vonað, og löngu eftir að Bretar hafa greitt atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðild.“ Eftir fund Camerons og Schulz í gær sagði forseti þingsins að þingið myndi ekki stöðva framgang ákvarðana sem leiðtogar Evrópusambandslandanna hefðu tekið, en lagði um leið áherslu á mikilvægi þinglegu meðferðarinnar. „Ég get enga tryggingu gefið fyrir framtíðarlöggjöf,“ sagði hann. „Það getur engin ríkisstjórn snúið sér að þinginu og sagt: Hér er tillaga okkar, er hægt að tryggja niðurstöðuna?“
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira