Eddan á húrrandi hausnum Jakob Bjarnar skrifar 18. febrúar 2016 16:03 Edda sendir Þorsteini kaldar kveðjur í grjóthörðum pistli á Facebook. Þorsteinn segir sýninguna hafa gengið illa. Edda Björgvinsdóttir, leikari og skemmtikraftur, vandar framleiðanda sýningar sinnar Eddan, sem fór á fjalirnar 2015 en þar rakti Edda feril sinn, ekki kveðjurnar í Facebook-pistli sem vakið hefur mikla athygli. Þar greinir hún frá því að framleiðandi sýningarinnar hafi ekki gert upp neina reikninga útistandandi né laun vegna sýningarinnar. Og hún hafi því sagt skilið við hann. Þó Edda nefni hann aldrei á nafn vita allir sem vita vilja að um er að ræða Þorsteinn Stephensen framleiðanda. Hann segist, í samtali við Vísi, síður vilja reka þetta mál í fjölmiðlum. Edda fer mikinn á Facebook þegar hún greinir frá málinu eins og það horfir við sér:Steingleymdi að borga launin „Skilnaðarsaga númer tvö: Áður en ég deili henni tek ég fram að nýja "hjónabandið" gengur svona glimrandi vel ... Ég þurfti sem sagt að sækja um skilnað við framleiðandann minn! Skrítið ... ég veit. Þessi litli kall var sem sagt framleiðandi hugverks sem ég átti þátt í að skapa ásamt öðrum listamönnum, fyrir tæpum tveimur árum síðan. Þessi fyrri "maki" réði mig sem sagt í vinnu ásamt hóp af öðrum sérfræðingum í sínu fagi... og steingleymdi svo að borga flestum sem hann gerði samninga við, launin sem þeim bar!“ segir Edda.Hótað að fara í fjölmiðla en allt kemur fyrir ekki Og Edda heldur ótrauð áfram, greinir frá því að hann hafi gleymt að borga húsaleigu þar sem Eddan var sýnd, og hann hafi ekki ansað skilaboðum frá sér og lögfræðingi sínum, sem snúa að því að minna hann á að þegar fólk er ráðið í vinnu þurfi að greiða umsamin laun.“ „Þeir sem hafa brett upp ermarnar og hótað litla kallinum að fara í blöðin hafa oft fengið einhverja þúsundkalla uppí skuldina og þess vegna sendi ég mínum fyrrverandi (framleiðanda) þessi lúmsku skilaboð hér á facebook, þó hann sé búinn að blockera mig og flesta listamennina í þeirri von að vandinn hverfi - sbr. strúturinn. Ég óska þess heitt og innilega að hann fái minnið til baka og geri snarlega upp við t.d. búningakonuna elskulegu, miðasölukonuna góðu, videódrengina flinku, og fallega manninn sem gerði veggspjaldið - svo eitthvað sé nefnt. Skítt með það þó ein grínleikkona/handritshöfundur sitji á hakanum - hún er hvort sem er bara kjeddling með kjaft!“ Edda vonar bara að hennar „fyrrverandi“ hafi notið lífsins í suðrænni blíðu. Fjöldi manna úr listageiranum hefur sett „læk“ við frásögn Eddu.Engin svik í gangi Þorsteinn segist svo sem ekkert geta sagt um svona kaldar kveðjur á opinberum vettvangi, þeim sem Facebook er. „Þetta verkefni gekk ekki nægilega vel. Ég hef verið að greiða það sem útaf stóð hægt og rólega eftir bestu getu,“ segir Þorsteinn. Hann segir engin svik í gangi, hann hafi viðurkennt allar skuldir og nú sé verið að borga þær niður. „Eftir bestu getu. Þetta er ekkert flóknara. Ég er búinn a vera í þessum bransa í 20 ár og það eru ekki alltaf jólin. Ég reyni að díla beint við það fólk sem ég vinn með og standa við mínar skuldbindingar. Ég hef haldið yfir 400 tónleika og fjölda leiksýninga og held ég að það hafi bara gengið frekar vel,“ segir Þorsteinn. – Svona í heildina tekið.Skilnaðarsaga númer tvö: Áður en ég deili henni tek ég fram að nýja "hjónabandið" gengur svona glimrandi vel ...Ég þ...Posted by Edda Björgvinsdóttir on 18. febrúar 2016 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Fleiri fréttir Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Sjá meira
Edda Björgvinsdóttir, leikari og skemmtikraftur, vandar framleiðanda sýningar sinnar Eddan, sem fór á fjalirnar 2015 en þar rakti Edda feril sinn, ekki kveðjurnar í Facebook-pistli sem vakið hefur mikla athygli. Þar greinir hún frá því að framleiðandi sýningarinnar hafi ekki gert upp neina reikninga útistandandi né laun vegna sýningarinnar. Og hún hafi því sagt skilið við hann. Þó Edda nefni hann aldrei á nafn vita allir sem vita vilja að um er að ræða Þorsteinn Stephensen framleiðanda. Hann segist, í samtali við Vísi, síður vilja reka þetta mál í fjölmiðlum. Edda fer mikinn á Facebook þegar hún greinir frá málinu eins og það horfir við sér:Steingleymdi að borga launin „Skilnaðarsaga númer tvö: Áður en ég deili henni tek ég fram að nýja "hjónabandið" gengur svona glimrandi vel ... Ég þurfti sem sagt að sækja um skilnað við framleiðandann minn! Skrítið ... ég veit. Þessi litli kall var sem sagt framleiðandi hugverks sem ég átti þátt í að skapa ásamt öðrum listamönnum, fyrir tæpum tveimur árum síðan. Þessi fyrri "maki" réði mig sem sagt í vinnu ásamt hóp af öðrum sérfræðingum í sínu fagi... og steingleymdi svo að borga flestum sem hann gerði samninga við, launin sem þeim bar!“ segir Edda.Hótað að fara í fjölmiðla en allt kemur fyrir ekki Og Edda heldur ótrauð áfram, greinir frá því að hann hafi gleymt að borga húsaleigu þar sem Eddan var sýnd, og hann hafi ekki ansað skilaboðum frá sér og lögfræðingi sínum, sem snúa að því að minna hann á að þegar fólk er ráðið í vinnu þurfi að greiða umsamin laun.“ „Þeir sem hafa brett upp ermarnar og hótað litla kallinum að fara í blöðin hafa oft fengið einhverja þúsundkalla uppí skuldina og þess vegna sendi ég mínum fyrrverandi (framleiðanda) þessi lúmsku skilaboð hér á facebook, þó hann sé búinn að blockera mig og flesta listamennina í þeirri von að vandinn hverfi - sbr. strúturinn. Ég óska þess heitt og innilega að hann fái minnið til baka og geri snarlega upp við t.d. búningakonuna elskulegu, miðasölukonuna góðu, videódrengina flinku, og fallega manninn sem gerði veggspjaldið - svo eitthvað sé nefnt. Skítt með það þó ein grínleikkona/handritshöfundur sitji á hakanum - hún er hvort sem er bara kjeddling með kjaft!“ Edda vonar bara að hennar „fyrrverandi“ hafi notið lífsins í suðrænni blíðu. Fjöldi manna úr listageiranum hefur sett „læk“ við frásögn Eddu.Engin svik í gangi Þorsteinn segist svo sem ekkert geta sagt um svona kaldar kveðjur á opinberum vettvangi, þeim sem Facebook er. „Þetta verkefni gekk ekki nægilega vel. Ég hef verið að greiða það sem útaf stóð hægt og rólega eftir bestu getu,“ segir Þorsteinn. Hann segir engin svik í gangi, hann hafi viðurkennt allar skuldir og nú sé verið að borga þær niður. „Eftir bestu getu. Þetta er ekkert flóknara. Ég er búinn a vera í þessum bransa í 20 ár og það eru ekki alltaf jólin. Ég reyni að díla beint við það fólk sem ég vinn með og standa við mínar skuldbindingar. Ég hef haldið yfir 400 tónleika og fjölda leiksýninga og held ég að það hafi bara gengið frekar vel,“ segir Þorsteinn. – Svona í heildina tekið.Skilnaðarsaga númer tvö: Áður en ég deili henni tek ég fram að nýja "hjónabandið" gengur svona glimrandi vel ...Ég þ...Posted by Edda Björgvinsdóttir on 18. febrúar 2016
Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Fleiri fréttir Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Sjá meira