Innlent

Mikið álag á Landspítala vegna inflúensufaraldurs

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Brýnt er að fólk leiti ekki á bráðamóttökur Landspítalands nema brýna nauðsyn beri til.
Brýnt er að fólk leiti ekki á bráðamóttökur Landspítalands nema brýna nauðsyn beri til. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Brýnt er að fólk leiti ekki á bráðamóttökur Landspítalans nema nauðsyn beri til en mikið álag er á Landspítala vegna mikillar fjölgunar á inflúensutilfellum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá spítalanum þar sem segir að inflúensutilfellum hafi fjölgað hratt undanfarna tvo sólarhringa og álag á Landspítala orðið mikið vegna þessa.

Gerðar hafa verið sérstakar ráðstafanir á Landspítala til að reyna að bregðast við aukinni þörf. Legurými eru af skornum skammti, enda nýting legurýma þegar um 100%, áður en flensufaraldurinn skall á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×