Fjórtán ára dreng var smyglað til Íslands Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 6. febrúar 2016 18:45 Yfirvöld á Íslandi þurfa að vera sérstaklega á varðbergi gagnvart mansalsmálum þar sem börn koma við sögu. Þetta segir Vilhjálmur Reyr Þórhallsson, yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum, en fordæmalaus fjöldi flóttabarna er nú á vergangi í Evrópu. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í nóvember á síðasta ári erlendan karlmann, Skender Berisha, í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hafa komið fjórtán ára dreng hingað til lands frá Kosóvó með ólögmætum hætti. Á meðan ferðalaginu stóð útvegaði maðurinn fölsuð skilríki fyrir bæði sig og drenginn sem þeir framvísuðu hér á landi. „Maðurinn hafði haldið því fram að hann væri faðir barnsins en það kom síðar í ljós að hann var það ekki. Það hafði verið ljóst að hann hefði flutt hann hingað til lands með ólögmætum hætti, á fölsuðum skilríkjum og undir röngu nafni,“ segir Vilhjálmur. Við rannsókn málsins kom meðal annars í ljós að barnið hafði verið tilkynnt týnt á vefsíðu Interpol. Lögregla og barnaverndaryfirvöld hér á landi höfðu í kjölfarið uppi á foreldrum drengsins og var honum á endanum fylgt aftur heim til þeirra. „Maðurinn var ákærður og sakfelldur fyrir ólöglega fólksflutninga og smygl á fólki fyrir að hafa flutt barnið hingað til lands, og fyrir skjalafals. Þetta er eitt dæmi um þær aðstæður sem upp geta komið. Það geta verið fullorðnir aðilar með börn í för sem þeir eiga ekki og hafa enga heimild til að hafa á sínu forræði,“ segir Vilhjálmur. Með auknum fólksflutningum um heim allan hefur alþjóðleg glæpastarfsemi aukist. Eftirspurn eftir ódýru vinnuafli ýtir undir mansal og eftirspurn eftir vændi ýtir undir kynferðislega misnotkun sem styður við skipulagða sölu á fólki. „Börn eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu og fréttir undanfarna daga hafa sýnt að það er talið að það séu að minnsta kosti tíu þúsund vegalaus börn á ferð án foreldra, ættingja eða forráðamanna. Þessi börn eru í sérstaklega mikilli hættu á að lenda í höndum glæpasamtaka, “ segir Vilhjálmur. Hann segir að íslensk yfirvöld þurfi að vera sérstaklega á varðbergi fyrir slíkum málum. Þau geti komið upp hér á landi eins og annarstaðar í Evrópu. „Þetta gerist reglulega, að vegalaus börn komi í hendur yfirvalda. Ég held að íslensk yfirvöld ættu að undirbúa sig og vera tilbúin því það gæti komið hérna aukinn fjöldi af vegalausum börnum til landsins. Ef það gerist er ljóst að þau úrræði sem nú standa til boða yrðu fljót að tæmast.“ Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira
Yfirvöld á Íslandi þurfa að vera sérstaklega á varðbergi gagnvart mansalsmálum þar sem börn koma við sögu. Þetta segir Vilhjálmur Reyr Þórhallsson, yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum, en fordæmalaus fjöldi flóttabarna er nú á vergangi í Evrópu. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í nóvember á síðasta ári erlendan karlmann, Skender Berisha, í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hafa komið fjórtán ára dreng hingað til lands frá Kosóvó með ólögmætum hætti. Á meðan ferðalaginu stóð útvegaði maðurinn fölsuð skilríki fyrir bæði sig og drenginn sem þeir framvísuðu hér á landi. „Maðurinn hafði haldið því fram að hann væri faðir barnsins en það kom síðar í ljós að hann var það ekki. Það hafði verið ljóst að hann hefði flutt hann hingað til lands með ólögmætum hætti, á fölsuðum skilríkjum og undir röngu nafni,“ segir Vilhjálmur. Við rannsókn málsins kom meðal annars í ljós að barnið hafði verið tilkynnt týnt á vefsíðu Interpol. Lögregla og barnaverndaryfirvöld hér á landi höfðu í kjölfarið uppi á foreldrum drengsins og var honum á endanum fylgt aftur heim til þeirra. „Maðurinn var ákærður og sakfelldur fyrir ólöglega fólksflutninga og smygl á fólki fyrir að hafa flutt barnið hingað til lands, og fyrir skjalafals. Þetta er eitt dæmi um þær aðstæður sem upp geta komið. Það geta verið fullorðnir aðilar með börn í för sem þeir eiga ekki og hafa enga heimild til að hafa á sínu forræði,“ segir Vilhjálmur. Með auknum fólksflutningum um heim allan hefur alþjóðleg glæpastarfsemi aukist. Eftirspurn eftir ódýru vinnuafli ýtir undir mansal og eftirspurn eftir vændi ýtir undir kynferðislega misnotkun sem styður við skipulagða sölu á fólki. „Börn eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu og fréttir undanfarna daga hafa sýnt að það er talið að það séu að minnsta kosti tíu þúsund vegalaus börn á ferð án foreldra, ættingja eða forráðamanna. Þessi börn eru í sérstaklega mikilli hættu á að lenda í höndum glæpasamtaka, “ segir Vilhjálmur. Hann segir að íslensk yfirvöld þurfi að vera sérstaklega á varðbergi fyrir slíkum málum. Þau geti komið upp hér á landi eins og annarstaðar í Evrópu. „Þetta gerist reglulega, að vegalaus börn komi í hendur yfirvalda. Ég held að íslensk yfirvöld ættu að undirbúa sig og vera tilbúin því það gæti komið hérna aukinn fjöldi af vegalausum börnum til landsins. Ef það gerist er ljóst að þau úrræði sem nú standa til boða yrðu fljót að tæmast.“
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira