ESB-málið: Eiríkur segir Birgittu fara með tóma steypu Atli Ísleifsson skrifar 9. febrúar 2016 18:23 Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor og Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Vísir/Hörður Sveinsson/Valli Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir Birgittu Jónsdóttur, þingmann Pírata, fara með tóma steypu þegar hún segir Íslendinga vera komna á byrjunarreit í aðildarviðræðunum við ESB og að „þráðurinn [sé] rofinn“. Birgitta lét orðin falla í Facebook-færslu í dag eftir að hafa setið fund sameiginlegrar þingmannanefndar Alþingis og Evrópuþingsins sem í Hörpu. Birgitta sagðist þar loksins hafa fengið „algerlega afgerandi svör varðandi aðildarviðræðurnar“.Evrópuþingmenn geta ekki gefið „afgerandi svor“Eiríkur segir á Facebook-síðu sinni þetta ekki vera allskostar rétt hjá Birgittu. „Í fyrsta lagi geta einstaka fulltrúar á Evrópuþinginu ekki gefið nein „afgerandi svör“ varðandi umsóknarstöðu ríkja. Ekki frekar að hún sem einstakur þingmaður geti eftir eigin höfði gefið þessi „afgerandi svör“ um stöðu alþjóðasamninga Íslands. Í öðru lagi hefur Evrópuþingið þegar samþykkt aðildarumsókn Íslands. Og ekkert hefur verið afturkallað. Í þriðja lagi er það þá undir framkvæmdastjórninni, að fenginni umsögn ráðherraráðsins, að ákveða hvort haldið yrði áfram, færi ríkisstjórn Íslands fram á það í framtíðinni. Sú ákvörðun kæmi ekki inn á borð Evrópuþingsins. Þannig að þetta er nú bara tóm steypa og einungis til þess gert að rugla fólk í ríminu -- nokkuð sem stjórnmálamennirnir okkar virðast farnir að líta á sem frumskyldu sína, sumir hverjir allavega. Svo einkennilegt sem það nú er,“ segir Eiríkur.Þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald kemur ESB ekki hætishót viðEiríkur segir það hins vegar vera allt annað mál, „að vildu menn halda með þetta mál áfram meir, færi vitaskuld best á því hér innanlands, að spyrja þjóðina að því fyrst í atkvæðagreiðslu. En það er annað mál og kemur Evrópusambandinu ekki hætishót við,“ segir Eiríkur. Ísland sótti um aðild að ESB í júlí 2009 og hófust aðildarviðræður ári síðar. Eiginlegar samningaviðræður milli Íslands og ESB um einstaka kafla hófust þann 27. júní 2011. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra greindi stækkunarstjóra sambandsins frá því í júní 2013 að ríkisstjórn Íslands hefði ákveðið að gera hlé á aðildarviðræðum og að þær yrðu ekki hafnar að nýju nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Gunnar Bragi sendi svo ráðherraráðinu bréf í apríl á síðasta ári þar sem fram kom að afstaða ríkisstjórnarinnar væri sú að Ísland hygðist ekki halda áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Ekki bæri að líta á Ísland sem umsóknarríki. Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira
Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir Birgittu Jónsdóttur, þingmann Pírata, fara með tóma steypu þegar hún segir Íslendinga vera komna á byrjunarreit í aðildarviðræðunum við ESB og að „þráðurinn [sé] rofinn“. Birgitta lét orðin falla í Facebook-færslu í dag eftir að hafa setið fund sameiginlegrar þingmannanefndar Alþingis og Evrópuþingsins sem í Hörpu. Birgitta sagðist þar loksins hafa fengið „algerlega afgerandi svör varðandi aðildarviðræðurnar“.Evrópuþingmenn geta ekki gefið „afgerandi svor“Eiríkur segir á Facebook-síðu sinni þetta ekki vera allskostar rétt hjá Birgittu. „Í fyrsta lagi geta einstaka fulltrúar á Evrópuþinginu ekki gefið nein „afgerandi svör“ varðandi umsóknarstöðu ríkja. Ekki frekar að hún sem einstakur þingmaður geti eftir eigin höfði gefið þessi „afgerandi svör“ um stöðu alþjóðasamninga Íslands. Í öðru lagi hefur Evrópuþingið þegar samþykkt aðildarumsókn Íslands. Og ekkert hefur verið afturkallað. Í þriðja lagi er það þá undir framkvæmdastjórninni, að fenginni umsögn ráðherraráðsins, að ákveða hvort haldið yrði áfram, færi ríkisstjórn Íslands fram á það í framtíðinni. Sú ákvörðun kæmi ekki inn á borð Evrópuþingsins. Þannig að þetta er nú bara tóm steypa og einungis til þess gert að rugla fólk í ríminu -- nokkuð sem stjórnmálamennirnir okkar virðast farnir að líta á sem frumskyldu sína, sumir hverjir allavega. Svo einkennilegt sem það nú er,“ segir Eiríkur.Þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald kemur ESB ekki hætishót viðEiríkur segir það hins vegar vera allt annað mál, „að vildu menn halda með þetta mál áfram meir, færi vitaskuld best á því hér innanlands, að spyrja þjóðina að því fyrst í atkvæðagreiðslu. En það er annað mál og kemur Evrópusambandinu ekki hætishót við,“ segir Eiríkur. Ísland sótti um aðild að ESB í júlí 2009 og hófust aðildarviðræður ári síðar. Eiginlegar samningaviðræður milli Íslands og ESB um einstaka kafla hófust þann 27. júní 2011. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra greindi stækkunarstjóra sambandsins frá því í júní 2013 að ríkisstjórn Íslands hefði ákveðið að gera hlé á aðildarviðræðum og að þær yrðu ekki hafnar að nýju nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Gunnar Bragi sendi svo ráðherraráðinu bréf í apríl á síðasta ári þar sem fram kom að afstaða ríkisstjórnarinnar væri sú að Ísland hygðist ekki halda áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Ekki bæri að líta á Ísland sem umsóknarríki.
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira