Skömmu fyrir jól var fyrsta íslenska kvenmansnafnið, sem fylgir veikri karlkynsbeygingu, tekið fært á mannanafnaskrá. Nafnið sem um ræðir er Skaði.
Í úrskurðinum segir að nafnið komi fyrir í fornu máli sem heiti á gyðju af jötnaættum. Algengt er að nöfn gyðja úr norrænu goðafræðinu séu notuð sem kvenmannseiginnöfn og nægir þar að nefna nöfn á borð við Iðunni, Freyju, Sif og Frigg. Nafnið breytist á svipaðan hátt og orðið hani. Dæmi eru um að karlmannsnöfn, til að mynda Sturla og Skúta, fylgi öðru málfræðilegu kyni í beygingu.
Sex aðrir úrskurðir voru birtir í dag. Fallist var á karlmannsnöfnin Anor og Alan og sömu sögu er að segja af nöfnunum Bría, Aldey og Sissa. Þá var fallist á bón konu um að hún gæti tekið upp föðurkenninguna Alexdóttir en faðir hennar heitir Aleksej.
Fyrsta íslenska kvenmannsnafnið sem fylgir veikri karlkynsbeygingu

Tengdar fréttir

Millinöfnunum Thor og Hólm hafnað
Nafninu Lady hafnað á ný en Valkyrja, Sæla og Brandís hlutu náð fyrir augum mannanafnanefndar.

Jarla, Júlíhuld og Gígur samþykkt
Mannanafnanefnd birtir tíu úrskurði.