Sátu dýrar jólaveislur í boði ríkisins en aðrir starfsmenn fengu ekkert Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. janúar 2016 08:15 Á meðan sumar ríkisstofnanir gáfu starfsmönnum sínum engan jólamat sátu aðrir að hlaðborðum veitingastaðanna með mökum sínum á kostnað ríkisins. Mynd/Getty Eftirlits- og rannsóknarstofnunin Matís gaf starfsmönnum sínum veglegustu gjöfina um nýliðin jól af öllum stofnunum og embættum ríkisins. Hljóðbókasafnið hélt dýrustu jólaveisluna. Fréttablaðið sendi spurningar um jólahlaðborð og jólagjafir til stofnana, embætta og fyrirtækja í eigu ríkisins og hafði fengið ríflega 140 svör áður en gengið var frá þessari grein í gær. Ekki bárust svör frá öllum.Matísfólk fékk ríflega 30 þúsund króna gjöf Engar sérstakar reglur eru um jólagjafir og hátíðarveislur hjá ríkinu. Það virðist endurspeglast ágætlega í svörunum sem Fréttablaðinu bárust því á meðan sumir ríkisstarfsmenn fengu jafnvel hvorki gjöf né veisluboð fengu aðrir tugþúsunda gjafir og tóku þátt í dýrum veislum. Efstir á listanum yfir verðmæti jólagjafa eru 132 starfsmenn Matís. Þeir fengu hver og einn 25 þúsund króna inneignarkort í banka og forréttapakka frá Trít ehf. að andvirði 5.827 krónur. Samanlagt verðmæti þessara tveggja gjafa er 30.827 krónur. Matís bauð starfsmönnum hins vegar ekki til jólasamsætis. Næstir á eftir Matís á jólagjafalistanum eru starfsmenn Einkaleyfastofu. Verðmæti jólapakkans þeirra var 27.800 krónur. Í pakkanum var púði, kerti og leikhúsmiðar. Einkaleyfastofa greiddi síðan 5.782 krónur á mann í jólahlaðborð sem haldið var í stofnuninni sjálfri. Varðandi verðmæti jólagjafanna er rétt að taka fram að á nokkrum stöðum var jólagjöfin í formi eins eða fleiri frídaga. Þannig fengu starfsmenn Náttúrufræðistofnunar og Þjóðminjasafns, fyrir utan þjóðminjavörð og fjármálastjóra, frí milli jóla og nýárs í jólagjöf. Ekki var lagt mat á verðmæti þessara gjafafrídaga í svörum til Fréttablaðsins.Stórveisla Hljóðbókasafnsins í Perlunni Sem fyrr segir voru það starfsmenn Hljóðbókasafns sem sátu dýrustu jólaveisluna. Þeim var boðið í Perluna ásamt mökum og hljóðaði reikningurinn upp á 17.335 krónur á hvern gest sem voru fimmtán. Fyrir þá starfsmenn sem komu með maka má segja að Hljóðbókasafnið hafi greitt 34.670 krónur. Í svari stofnunarinnar kemur á hinn bóginn fram að starfsmenn fengu ekki jólagjöf. Næst á eftir á þessum lista er Jafnréttisstofa sem bauð starfsmönnum og mökum þeirra, samtals ellefu manns, í veislu á Icelandair hótelinu á Akureyri. Þegar upp var staðið var reikningurinn þar 16.527 krónur á mann. Starfsmenn Jafnréttisstofu fengu jafnframt 8.500 króna gjafabréf í Menningarhúsið Hof í jólagjöf. Hafi starfsmaður farið með maka í jólaveislunna hefur Jafnréttisstofa greitt 41.544 krónur fyrir hann í veisluhöld og gjafir í desember.Þeir sem fengu ekkert Meðal þeirra sem hvorki fengu gjafir eða jólaboð eru starfsmenn Fjölbrautaskólans við Ármúla, Bankasýslunnar, Sýslumannsins á Norðurlandi vestra og Vatnajökulsþjóðgarðs. Þá má nefna að algengt er að starfsmannafélög standi fyrir jólafagnaði og borgi hann að öllu leyti eða á móti starfsmönnunum eða viðkomandi stofnun. Algengar jólagjafir eru matarkörfur, ostabakkar, konfekt og gjafakort.Landspítalinn keypti tíu þúsund leikhúsmiða Af stórum vinnustöðum má geta Landspítalans þar sem keypt voru fimm þúsund gjafakort á tvo miða hvert í Borgarleikhúsið. Fyrir það greiddi spítalinn alls 15 milljónir króna eða 3.000 krónur fyrir hvern starfsmann. Landspítalinn hélt síðdegismóttöku fyrir starfsmenn í Hörpunni og greiddi fyrir það ríflega 8,1 milljóna króna sem svarar til um 7.400 króna á hvern hinna 1.100 starfsmanna sem áætlað er að hafi að lágmarki sótt jólahófið.Engar reglur um jólagjafir ríkisinsReglur um jólagjafir og jólahlaðborð hjá ríkinu eru ekki til sem slíkar. „Ríkisendurskoðun hefur ávallt lagt áherslu á að stofnanir gæti hófs í risnu og gjöfum til starfsmanna,“ segir hins vegar í svari Ríkisendurskoðunar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Ríkisendurskoðun bendir jafnframt á að í gildi séu Reglur um notkun almannafjár til tækifærisgjafa frá árinu 1985. Í þeim segir að óheimilt sé að verja fé ríkisins til tækifærisgjafa nema í tengslum við opinberar og óopinberar heimsóknir annars vegar og hins vegar í sérstökum tilfellum sem viðurkenningu fyrir gott starf í þágu ríkisins. Varðandi jólahlaðborð og slíkar veislur má líta til reglna fjármálaráðuneytisins um risnuhald hjá ríkisstofnunum. „Með risnu er átt við kostnað sem stofnun eða embætti veitir í þeim tilgangi að sýna þeim er risnunnar nýtur gestrisni, þakklæti eða viðurkenningu,“ segir þar í 1. grein. „Fullnægjandi tilefni skal ávallt vera til þess að risna sé veitt,“ segir síðan áfram í 2. grein.Vísir/Ingólfur Tengdar fréttir Jólagjafir bankanna: Bluetooth-hátalarar, peningar og úlpur sem sumir reyndu að selja Starfsmenn Samherja fengu 200 þúsund krónur í jólauppbót og matarkörfu upp á tæpar 100 þúsund krónur. 25. desember 2015 14:16 Taktu ríkisjólagjafaprófið Dýrustu og veglegustu jólagjafir ríkisstofnana. 22. janúar 2016 10:12 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Sjá meira
Eftirlits- og rannsóknarstofnunin Matís gaf starfsmönnum sínum veglegustu gjöfina um nýliðin jól af öllum stofnunum og embættum ríkisins. Hljóðbókasafnið hélt dýrustu jólaveisluna. Fréttablaðið sendi spurningar um jólahlaðborð og jólagjafir til stofnana, embætta og fyrirtækja í eigu ríkisins og hafði fengið ríflega 140 svör áður en gengið var frá þessari grein í gær. Ekki bárust svör frá öllum.Matísfólk fékk ríflega 30 þúsund króna gjöf Engar sérstakar reglur eru um jólagjafir og hátíðarveislur hjá ríkinu. Það virðist endurspeglast ágætlega í svörunum sem Fréttablaðinu bárust því á meðan sumir ríkisstarfsmenn fengu jafnvel hvorki gjöf né veisluboð fengu aðrir tugþúsunda gjafir og tóku þátt í dýrum veislum. Efstir á listanum yfir verðmæti jólagjafa eru 132 starfsmenn Matís. Þeir fengu hver og einn 25 þúsund króna inneignarkort í banka og forréttapakka frá Trít ehf. að andvirði 5.827 krónur. Samanlagt verðmæti þessara tveggja gjafa er 30.827 krónur. Matís bauð starfsmönnum hins vegar ekki til jólasamsætis. Næstir á eftir Matís á jólagjafalistanum eru starfsmenn Einkaleyfastofu. Verðmæti jólapakkans þeirra var 27.800 krónur. Í pakkanum var púði, kerti og leikhúsmiðar. Einkaleyfastofa greiddi síðan 5.782 krónur á mann í jólahlaðborð sem haldið var í stofnuninni sjálfri. Varðandi verðmæti jólagjafanna er rétt að taka fram að á nokkrum stöðum var jólagjöfin í formi eins eða fleiri frídaga. Þannig fengu starfsmenn Náttúrufræðistofnunar og Þjóðminjasafns, fyrir utan þjóðminjavörð og fjármálastjóra, frí milli jóla og nýárs í jólagjöf. Ekki var lagt mat á verðmæti þessara gjafafrídaga í svörum til Fréttablaðsins.Stórveisla Hljóðbókasafnsins í Perlunni Sem fyrr segir voru það starfsmenn Hljóðbókasafns sem sátu dýrustu jólaveisluna. Þeim var boðið í Perluna ásamt mökum og hljóðaði reikningurinn upp á 17.335 krónur á hvern gest sem voru fimmtán. Fyrir þá starfsmenn sem komu með maka má segja að Hljóðbókasafnið hafi greitt 34.670 krónur. Í svari stofnunarinnar kemur á hinn bóginn fram að starfsmenn fengu ekki jólagjöf. Næst á eftir á þessum lista er Jafnréttisstofa sem bauð starfsmönnum og mökum þeirra, samtals ellefu manns, í veislu á Icelandair hótelinu á Akureyri. Þegar upp var staðið var reikningurinn þar 16.527 krónur á mann. Starfsmenn Jafnréttisstofu fengu jafnframt 8.500 króna gjafabréf í Menningarhúsið Hof í jólagjöf. Hafi starfsmaður farið með maka í jólaveislunna hefur Jafnréttisstofa greitt 41.544 krónur fyrir hann í veisluhöld og gjafir í desember.Þeir sem fengu ekkert Meðal þeirra sem hvorki fengu gjafir eða jólaboð eru starfsmenn Fjölbrautaskólans við Ármúla, Bankasýslunnar, Sýslumannsins á Norðurlandi vestra og Vatnajökulsþjóðgarðs. Þá má nefna að algengt er að starfsmannafélög standi fyrir jólafagnaði og borgi hann að öllu leyti eða á móti starfsmönnunum eða viðkomandi stofnun. Algengar jólagjafir eru matarkörfur, ostabakkar, konfekt og gjafakort.Landspítalinn keypti tíu þúsund leikhúsmiða Af stórum vinnustöðum má geta Landspítalans þar sem keypt voru fimm þúsund gjafakort á tvo miða hvert í Borgarleikhúsið. Fyrir það greiddi spítalinn alls 15 milljónir króna eða 3.000 krónur fyrir hvern starfsmann. Landspítalinn hélt síðdegismóttöku fyrir starfsmenn í Hörpunni og greiddi fyrir það ríflega 8,1 milljóna króna sem svarar til um 7.400 króna á hvern hinna 1.100 starfsmanna sem áætlað er að hafi að lágmarki sótt jólahófið.Engar reglur um jólagjafir ríkisinsReglur um jólagjafir og jólahlaðborð hjá ríkinu eru ekki til sem slíkar. „Ríkisendurskoðun hefur ávallt lagt áherslu á að stofnanir gæti hófs í risnu og gjöfum til starfsmanna,“ segir hins vegar í svari Ríkisendurskoðunar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Ríkisendurskoðun bendir jafnframt á að í gildi séu Reglur um notkun almannafjár til tækifærisgjafa frá árinu 1985. Í þeim segir að óheimilt sé að verja fé ríkisins til tækifærisgjafa nema í tengslum við opinberar og óopinberar heimsóknir annars vegar og hins vegar í sérstökum tilfellum sem viðurkenningu fyrir gott starf í þágu ríkisins. Varðandi jólahlaðborð og slíkar veislur má líta til reglna fjármálaráðuneytisins um risnuhald hjá ríkisstofnunum. „Með risnu er átt við kostnað sem stofnun eða embætti veitir í þeim tilgangi að sýna þeim er risnunnar nýtur gestrisni, þakklæti eða viðurkenningu,“ segir þar í 1. grein. „Fullnægjandi tilefni skal ávallt vera til þess að risna sé veitt,“ segir síðan áfram í 2. grein.Vísir/Ingólfur
Tengdar fréttir Jólagjafir bankanna: Bluetooth-hátalarar, peningar og úlpur sem sumir reyndu að selja Starfsmenn Samherja fengu 200 þúsund krónur í jólauppbót og matarkörfu upp á tæpar 100 þúsund krónur. 25. desember 2015 14:16 Taktu ríkisjólagjafaprófið Dýrustu og veglegustu jólagjafir ríkisstofnana. 22. janúar 2016 10:12 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Sjá meira
Jólagjafir bankanna: Bluetooth-hátalarar, peningar og úlpur sem sumir reyndu að selja Starfsmenn Samherja fengu 200 þúsund krónur í jólauppbót og matarkörfu upp á tæpar 100 þúsund krónur. 25. desember 2015 14:16