Áhorfendur gengu út af nýjustu mynd Daniel Radcliffe þar sem hann leikur prumpandi lík Birgir Olgeirsson skrifar 25. janúar 2016 09:57 Paul Dano og Daniel Radcliffe í hlutverkum sínum í Swiss Army Man. Vísir/Imdb „Að geta látið fólki líða svona óþægilega er frábært,“ segir leikarinn Daniel Radcliffe um hlutverk sitt í kvikmyndinni Swiss Army Man sem er ein umtalaðasta kvikmyndin sem sýnd var á kvikmyndahátíðinni í Sundance í Bandaríkjunum um liðna helgi. Fyrir frumsýningu á myndinni voru ótal margir gestir hátíðarinnar sem reyndu að komast á hana en urðu frá að hverfa síðastliðið föstudagskvöld. Svo fór að hundruð áhorfenda gengu út af myndinni. „Það er ágætt að vera umdeildur,“ sagði Radcliffe um hlutverkið við bandaríska fjölmiðilinn The Wrap en hann hefur unnið að því í nokkurn tíma að losa sig undan barnastjörnustimplinum eftir að hafa varið meirihluta ævi sinnar í að leika galdrastrákinn Harry Potter í samnefndum kvikmyndum sem byggðar eru á skáldsögum rithöfundarins J.K. Rowling. Myndin fjallar um Hank, leikinn af Paul Dano, sem er áhorfendur sjá fyrst á eyðieyju þar sem hann er í þann mund að fara að hengja sig. Hann hættir hins vegar þegar hann sér líkið sem Daniel Radcliffe leikur þeysast í flæðarmálinu í krafti viðreksturs. Í myndinni eru að finna löng samtöl um sjálfsfróun, einangrun og tilgang lífsins. Þá má einnig sjá atriði þar sem karakter Danos kyssir líkið sem Radcliffe leikur en einn af bröndurunum sem gengur í gegnum myndin er holdris sem líkið viðheldur. „Þetta tækifæri að fá að leika dauða manneskju var of gott til að sleppa því,“ sagði Radcliffe á blaðamannafundi um hlutverkið. „Persónan mína, Hank, klýfur öldurnar á líkinu sem Daniel Radcliffe leikur eins og það væri nokkurs konar mennsk sæþota. Fyrir mér er það bráðsnjallt. Ég vil vera sá sem gerir þetta, ég vil ekki að nokkur annar ferðist í krafti viðreksturs,“ sagði Dano. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
„Að geta látið fólki líða svona óþægilega er frábært,“ segir leikarinn Daniel Radcliffe um hlutverk sitt í kvikmyndinni Swiss Army Man sem er ein umtalaðasta kvikmyndin sem sýnd var á kvikmyndahátíðinni í Sundance í Bandaríkjunum um liðna helgi. Fyrir frumsýningu á myndinni voru ótal margir gestir hátíðarinnar sem reyndu að komast á hana en urðu frá að hverfa síðastliðið föstudagskvöld. Svo fór að hundruð áhorfenda gengu út af myndinni. „Það er ágætt að vera umdeildur,“ sagði Radcliffe um hlutverkið við bandaríska fjölmiðilinn The Wrap en hann hefur unnið að því í nokkurn tíma að losa sig undan barnastjörnustimplinum eftir að hafa varið meirihluta ævi sinnar í að leika galdrastrákinn Harry Potter í samnefndum kvikmyndum sem byggðar eru á skáldsögum rithöfundarins J.K. Rowling. Myndin fjallar um Hank, leikinn af Paul Dano, sem er áhorfendur sjá fyrst á eyðieyju þar sem hann er í þann mund að fara að hengja sig. Hann hættir hins vegar þegar hann sér líkið sem Daniel Radcliffe leikur þeysast í flæðarmálinu í krafti viðreksturs. Í myndinni eru að finna löng samtöl um sjálfsfróun, einangrun og tilgang lífsins. Þá má einnig sjá atriði þar sem karakter Danos kyssir líkið sem Radcliffe leikur en einn af bröndurunum sem gengur í gegnum myndin er holdris sem líkið viðheldur. „Þetta tækifæri að fá að leika dauða manneskju var of gott til að sleppa því,“ sagði Radcliffe á blaðamannafundi um hlutverkið. „Persónan mína, Hank, klýfur öldurnar á líkinu sem Daniel Radcliffe leikur eins og það væri nokkurs konar mennsk sæþota. Fyrir mér er það bráðsnjallt. Ég vil vera sá sem gerir þetta, ég vil ekki að nokkur annar ferðist í krafti viðreksturs,“ sagði Dano.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira