Samtökin '78 ósátt við hægt gengi ættleiðinga Snærós Sindradóttir skrifar 27. janúar 2016 07:00 Aðeins eitt samkynja par er á biðlista Íslenskrar ættleiðingar eftir barni, án þess að eygja von um að umsókn þeirra nái fram að ganga. vísir/vilhelm „Við erum búin að eiga í þessu samstarfi í fimm ár en það hefur lítið gerst,“ segir Unnsteinn Jóhannsson, formaður trúnaðarráðs Samtakanna '78 og meðlimur í samstarfshópi samtakanna og Íslenskrar ættleiðingar. Hann telur Íslenska ættleiðingu ekki standa sig í að koma á samningum við lönd sem ættleiða börn til samkynja para. Félagið segir að engin lönd bjóði upp á þá leið.Unnsteinn JóhannssonUnnsteinn segir að Íslensk ættleiðing fari fram á að Samtökin '78 vinni forvinnuna sem þarf til að koma á samningum við erlend ríki. Vinnan yrði öll unnin í sjálfboðastarfi. Hann segir að forvinna þeirra hafi skilað þeim niðurstöðum að Argentína, Brasilía, Úrúgvæ, Mexíkó og sum fylki Bandaríkjanna heimili ættleiðingar til samkynhneigðra para. Þá liggur fyrir opin fyrirspurn til Suður-Afríku í utanríkisráðuneytinu. Þegar land er fundið þarf að svara ítarlegum spurningalista um hvert land fyrir sig, þar á meðal um pólitískan og efnahagslegan stöðugleika landsins. „Ég set spurningarmerki við það að lítill hópur eigi að sitja og svara þessum listum í frítíma sínum, þegar samtök á borð við Íslenska ættleiðingu eru með þjónustusamning við íslenska ríkið,“ segir Unnsteinn.Auður Magndís, framkvæmdastjóri Samtakanna 78Undir þetta tekur Auður Magndís Auðardóttir, framkvæmdastjóri Samtakanna '78. „Ef maður talar almennt um málefni hinseginfólks, þá er það alltaf þannig að allt sem hefur áunnist hefur í fyrstu litið út fyrir að vera vonlaust. Engin réttindi hinseginfólks hafa nokkurn tímann unnist með þessu viðhorfi. Það þarf að halda áfram að ýta, senda bréf og fyrirspurnir.“Kristinn Ingvarsson, framkvæmtastjóri Íslenskrar ættleiðingarKristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar, segir að það sé lítið sem félagið og íslensk stjórnvöld geti gert. „Þessi samstarfshópur er búinn að reyna að finna leiðir talsvert lengi en þetta er ekki innanríkismál Íslands heldur eru það upprunaríkin sem ráða ferðinni. Eina landið sem við vitum að gerir þetta er Suður-Afríka og við höfum reynt að ná samningum við þá um margra ára skeið. Auðvitað ganga hlutirnir hægt ef það eru engir möguleikar.“ Tengdar fréttir Kólumbía spyr Ísland um ættleiðingar til samkynhneigðra Kólumbísk yfirvöld vilja svör um hvernig ættleiðingar til samkynhneigðra fer fram hérlendis. Dómstóll þar segir að ekki megi mismuna á grundvelli kynhneigðar. Gæti verið fyrsta landið sem býður upp á slíkar ættleiðingar hingað. 26. janúar 2016 07:00 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Sjá meira
„Við erum búin að eiga í þessu samstarfi í fimm ár en það hefur lítið gerst,“ segir Unnsteinn Jóhannsson, formaður trúnaðarráðs Samtakanna '78 og meðlimur í samstarfshópi samtakanna og Íslenskrar ættleiðingar. Hann telur Íslenska ættleiðingu ekki standa sig í að koma á samningum við lönd sem ættleiða börn til samkynja para. Félagið segir að engin lönd bjóði upp á þá leið.Unnsteinn JóhannssonUnnsteinn segir að Íslensk ættleiðing fari fram á að Samtökin '78 vinni forvinnuna sem þarf til að koma á samningum við erlend ríki. Vinnan yrði öll unnin í sjálfboðastarfi. Hann segir að forvinna þeirra hafi skilað þeim niðurstöðum að Argentína, Brasilía, Úrúgvæ, Mexíkó og sum fylki Bandaríkjanna heimili ættleiðingar til samkynhneigðra para. Þá liggur fyrir opin fyrirspurn til Suður-Afríku í utanríkisráðuneytinu. Þegar land er fundið þarf að svara ítarlegum spurningalista um hvert land fyrir sig, þar á meðal um pólitískan og efnahagslegan stöðugleika landsins. „Ég set spurningarmerki við það að lítill hópur eigi að sitja og svara þessum listum í frítíma sínum, þegar samtök á borð við Íslenska ættleiðingu eru með þjónustusamning við íslenska ríkið,“ segir Unnsteinn.Auður Magndís, framkvæmdastjóri Samtakanna 78Undir þetta tekur Auður Magndís Auðardóttir, framkvæmdastjóri Samtakanna '78. „Ef maður talar almennt um málefni hinseginfólks, þá er það alltaf þannig að allt sem hefur áunnist hefur í fyrstu litið út fyrir að vera vonlaust. Engin réttindi hinseginfólks hafa nokkurn tímann unnist með þessu viðhorfi. Það þarf að halda áfram að ýta, senda bréf og fyrirspurnir.“Kristinn Ingvarsson, framkvæmtastjóri Íslenskrar ættleiðingarKristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar, segir að það sé lítið sem félagið og íslensk stjórnvöld geti gert. „Þessi samstarfshópur er búinn að reyna að finna leiðir talsvert lengi en þetta er ekki innanríkismál Íslands heldur eru það upprunaríkin sem ráða ferðinni. Eina landið sem við vitum að gerir þetta er Suður-Afríka og við höfum reynt að ná samningum við þá um margra ára skeið. Auðvitað ganga hlutirnir hægt ef það eru engir möguleikar.“
Tengdar fréttir Kólumbía spyr Ísland um ættleiðingar til samkynhneigðra Kólumbísk yfirvöld vilja svör um hvernig ættleiðingar til samkynhneigðra fer fram hérlendis. Dómstóll þar segir að ekki megi mismuna á grundvelli kynhneigðar. Gæti verið fyrsta landið sem býður upp á slíkar ættleiðingar hingað. 26. janúar 2016 07:00 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Sjá meira
Kólumbía spyr Ísland um ættleiðingar til samkynhneigðra Kólumbísk yfirvöld vilja svör um hvernig ættleiðingar til samkynhneigðra fer fram hérlendis. Dómstóll þar segir að ekki megi mismuna á grundvelli kynhneigðar. Gæti verið fyrsta landið sem býður upp á slíkar ættleiðingar hingað. 26. janúar 2016 07:00