Borgin gerir starfslokasamning við skólastjóra Melaskóla Heimir Már Pétursson skrifar 28. janúar 2016 18:59 Skólastjóri Melaskóla lét af störfum í dag vegna óvæginnar umræðu í hennar garð eins og segir í yfirlýsingu hennar og hefur Reykjavíkurborg gert við hana starfslokasamning. Hún segist bera hag barnanna í skólanum fyrir brjósti og kjósi því að láta af störfum. Ófremdarástand hefur verið í Melaskóla undanfarnar vikur og mánuði. Hópur kennara hefur sett fram ásakanir á hendur skólastjóranum um að hann væri vanhæfur í starfi . Án þess þó að nefna nokkur dæmi þar um. Skólaráð Melaskóla kom saman til fjölmenns fundar foreldra og starfsmanna klukkan fimm í dag, þar sem sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar las stutta yfirlýsingu frá skólastjóranum. Hún á 18 ára feril að baki sem skólastjórnandi en hóf störf í Melaskóla haustið 2013 og hefur nú gert starfslokasamning við borgina. „og það er í ljósi þeirrar umræðu sem hefur átt sér stað núna undanfarið sem hefur verið frekar óvæg í minn garð. Ástæðan er kannski fyrst og fremst að ég er að hugsa um hagsmuni barnanna í Melaskóla. Mér er annt um börnin í Melaskóla og mér er annt um skólasamfélagið í Melaskóla og tel að það þurfi að ríkja friður um skólastarfið,“ segir Dagný. Öll börn eigi það skilið. Mjög óræðar ásakanir í garð skólastjórans hafa birst í fjölmiðlum undanfarnar vikur án þess að skólastjórinn svaraði fyrir sig opinberlega fyrr en nú.Hvers vegna ekki? „Ég er þá fyrst og fremst alltaf að hugsa um hagsmuni barnanna og reyna að lágmarka þann skaða sem hefur gerst innan veggja skólans. Ég hugsa óskaplega hlýtt og falega til Melaskóla,“ segir skólastjórinn fráfarandi. Hún voni að nú skapist friður um skólastarfið en auðvitað hafi þetta reynst henni erfitt. „En ég er sátt í ljósi þeirra aðstæðna sem að eru og mun geta gengið frá borði með reisn. Ég hef ekki brotið af mér í starfi og ég hef ekki hlotið áminningu,“ segir Dagný. Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar vonar eins og Dagný að nú skapist friður í skólanum „Við erum í raun og veru ekki að horfa á sök. Við vitum að þetta er skólasamfélag bæði í starfsmannahópnum og foreldrahópnum þar sem er ágreiningur og togstreita. En enn og aftur; ef menn hafa hag barnanna að leiðarljósi og gott skólastarf þá náum við áfram með það,“ segir Helgi. Tengdar fréttir Gagnrýna einhliða og grimma umræðu Kennarar við Melaskóla segja framgang samkennara undarlegan og vegið að mannorði skólastjórans. Formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur segir umræðuna forkastanlega. Síðustu ár hafi niðurskurður og nýir kjarasamningar verið óvinsæl v 22. janúar 2016 07:00 Foreldrafundir í Melaskóla vegna skólastjóradeilunnar Áfram verður fundað út vikuna og undirskriftum safnað við ályktun þess efnis að þrjátíu kennarar segi upp ef skólastjórinn snýr aftur úr leyfi. 18. janúar 2016 23:00 Kennarauppreisn í Melaskóla 30 kennarar hóta að hætta ef Dagný Annasdóttir tekur aftur við sem skólastjóri Melaskóla. 18. janúar 2016 13:25 Dagný hættir sem skólastjóri Starf skólastjóra verður auglýst laust til umsóknar á næstunni. 28. janúar 2016 16:58 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Sjá meira
Skólastjóri Melaskóla lét af störfum í dag vegna óvæginnar umræðu í hennar garð eins og segir í yfirlýsingu hennar og hefur Reykjavíkurborg gert við hana starfslokasamning. Hún segist bera hag barnanna í skólanum fyrir brjósti og kjósi því að láta af störfum. Ófremdarástand hefur verið í Melaskóla undanfarnar vikur og mánuði. Hópur kennara hefur sett fram ásakanir á hendur skólastjóranum um að hann væri vanhæfur í starfi . Án þess þó að nefna nokkur dæmi þar um. Skólaráð Melaskóla kom saman til fjölmenns fundar foreldra og starfsmanna klukkan fimm í dag, þar sem sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar las stutta yfirlýsingu frá skólastjóranum. Hún á 18 ára feril að baki sem skólastjórnandi en hóf störf í Melaskóla haustið 2013 og hefur nú gert starfslokasamning við borgina. „og það er í ljósi þeirrar umræðu sem hefur átt sér stað núna undanfarið sem hefur verið frekar óvæg í minn garð. Ástæðan er kannski fyrst og fremst að ég er að hugsa um hagsmuni barnanna í Melaskóla. Mér er annt um börnin í Melaskóla og mér er annt um skólasamfélagið í Melaskóla og tel að það þurfi að ríkja friður um skólastarfið,“ segir Dagný. Öll börn eigi það skilið. Mjög óræðar ásakanir í garð skólastjórans hafa birst í fjölmiðlum undanfarnar vikur án þess að skólastjórinn svaraði fyrir sig opinberlega fyrr en nú.Hvers vegna ekki? „Ég er þá fyrst og fremst alltaf að hugsa um hagsmuni barnanna og reyna að lágmarka þann skaða sem hefur gerst innan veggja skólans. Ég hugsa óskaplega hlýtt og falega til Melaskóla,“ segir skólastjórinn fráfarandi. Hún voni að nú skapist friður um skólastarfið en auðvitað hafi þetta reynst henni erfitt. „En ég er sátt í ljósi þeirra aðstæðna sem að eru og mun geta gengið frá borði með reisn. Ég hef ekki brotið af mér í starfi og ég hef ekki hlotið áminningu,“ segir Dagný. Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar vonar eins og Dagný að nú skapist friður í skólanum „Við erum í raun og veru ekki að horfa á sök. Við vitum að þetta er skólasamfélag bæði í starfsmannahópnum og foreldrahópnum þar sem er ágreiningur og togstreita. En enn og aftur; ef menn hafa hag barnanna að leiðarljósi og gott skólastarf þá náum við áfram með það,“ segir Helgi.
Tengdar fréttir Gagnrýna einhliða og grimma umræðu Kennarar við Melaskóla segja framgang samkennara undarlegan og vegið að mannorði skólastjórans. Formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur segir umræðuna forkastanlega. Síðustu ár hafi niðurskurður og nýir kjarasamningar verið óvinsæl v 22. janúar 2016 07:00 Foreldrafundir í Melaskóla vegna skólastjóradeilunnar Áfram verður fundað út vikuna og undirskriftum safnað við ályktun þess efnis að þrjátíu kennarar segi upp ef skólastjórinn snýr aftur úr leyfi. 18. janúar 2016 23:00 Kennarauppreisn í Melaskóla 30 kennarar hóta að hætta ef Dagný Annasdóttir tekur aftur við sem skólastjóri Melaskóla. 18. janúar 2016 13:25 Dagný hættir sem skólastjóri Starf skólastjóra verður auglýst laust til umsóknar á næstunni. 28. janúar 2016 16:58 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Sjá meira
Gagnrýna einhliða og grimma umræðu Kennarar við Melaskóla segja framgang samkennara undarlegan og vegið að mannorði skólastjórans. Formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur segir umræðuna forkastanlega. Síðustu ár hafi niðurskurður og nýir kjarasamningar verið óvinsæl v 22. janúar 2016 07:00
Foreldrafundir í Melaskóla vegna skólastjóradeilunnar Áfram verður fundað út vikuna og undirskriftum safnað við ályktun þess efnis að þrjátíu kennarar segi upp ef skólastjórinn snýr aftur úr leyfi. 18. janúar 2016 23:00
Kennarauppreisn í Melaskóla 30 kennarar hóta að hætta ef Dagný Annasdóttir tekur aftur við sem skólastjóri Melaskóla. 18. janúar 2016 13:25
Dagný hættir sem skólastjóri Starf skólastjóra verður auglýst laust til umsóknar á næstunni. 28. janúar 2016 16:58