Vilja að Grikkir sendi flóttafólk aftur til Tyrklands Guðsteinn Bjarnason skrifar 29. janúar 2016 07:00 Flóttafólk á gangi í Serbíu, nýkomið yfir landamærin frá Makedóníu. Nordicphotos/AFP Hollendingar, sem nú fara með formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins, hafa kynnt hugmyndir um að flóttafólk, sem kemur frá Tyrklandi yfir til grísku eyjanna í Eyjahafinu, verði sent til baka með grískum ferjum í stað þess að ferjurnar flytji það áfram til gríska meginlandsins. Tyrkland er sagt reiðubúið til að taka við flóttafólkinu aftur, en á móti muni aðildarríki Evrópusambandsins lýsa sig reiðubúin til að taka við 150 til 250 þúsund flóttamönnum á ári. Diederik Samson, þingflokksformaður hollenska Sósíaldemókrataflokksins, skýrði frá þessu í viðtali við hollenska dagblaðið De Volkskrant. Sósíaldemókrataflokkurinn hefur síðan 2012 tekið þátt í samsteypustjórn landsins ásamt hægri flokki forsætisráðherrans Mark Rutte. Rutte er sagður hafa unnið að þessum áformum með Samson, og í rauninni er þetta svipuð hugmynd og Angela Merkel Þýskalandskanslari hefur talað fyrir, sem er að Tyrkir haldi flóttafólkinu eftir hjá sér og fái í staðinn greiðslur frá Evrópusambandinu. Samson segist telja að Evrópusambandið muni taka upp þessa stefnu í mars eða apríl. Þetta veltur þó á því hvort Tyrkland geti talist öruggt ríki fyrir flóttafólk, samkvæmt alþjóðasáttmálum. Grikkir hafa tekið illa í hugmyndir um að þeir þurfi að herða landamæraeftirlit sitt í Eyjahafinu til þess að stöðva flóttamenn frá Tyrklandi. Þeir spyrja hvernig í ósköpunum þeir ættu að fara að því að halda flóttafólkinu frá landi, þegar það streymir yfir hafið á yfirfullum fleytum af ýmsu tagi. Meira en milljón flóttamenn komu til Evrópusambandsins á síðasta ári, flestir frá Sýrlandi, Írak og Afganistan. Meira en 850 þúsund af þeim fóru yfir hafið frá Tyrklandi yfir á grísku eyjarnar sem eru næst Tyrklandi í Eyjahafinu. Það sem af er þessu ári hafa meira en 46 þúsund manns komið til Grikklands. Æ fleiri Evrópusambandsríki hafa verið að loka landamærum sínum og taka upp hertari reglur um hælisleitendur. Nú síðast í gær lýstu sænsk stjórnvöld því yfir að 60 þúsund flóttamönnum verði væntanlega vísað úr landi næstu árin. Hugsanlega verði það allt að 80 þúsund manns, sem sendir verða til baka. Anders Ygeman innanríkisráðherra skýrði fjölmiðlum frá þessu. Á síðasta ári sóttu meira en 160 þúsund manns um hæli í Svíþjóð. Þeir, sem vísað verður burt, eru þeir sem er synjað um hæli og fá ekki dvalarleyfi í Svíþjóð af öðrum ástæðum. Mikael Ribbenvik, formaður sænsku útlendingastofnunarinnar, segir þessi áform þó geta orðið erfið í framkvæmd, meðal annars vegna þess að illa gangi að bera kennsl á suma flóttamenn, sem ekki hafa nein afgerandi skilríki í fórum sínum. Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Hollendingar, sem nú fara með formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins, hafa kynnt hugmyndir um að flóttafólk, sem kemur frá Tyrklandi yfir til grísku eyjanna í Eyjahafinu, verði sent til baka með grískum ferjum í stað þess að ferjurnar flytji það áfram til gríska meginlandsins. Tyrkland er sagt reiðubúið til að taka við flóttafólkinu aftur, en á móti muni aðildarríki Evrópusambandsins lýsa sig reiðubúin til að taka við 150 til 250 þúsund flóttamönnum á ári. Diederik Samson, þingflokksformaður hollenska Sósíaldemókrataflokksins, skýrði frá þessu í viðtali við hollenska dagblaðið De Volkskrant. Sósíaldemókrataflokkurinn hefur síðan 2012 tekið þátt í samsteypustjórn landsins ásamt hægri flokki forsætisráðherrans Mark Rutte. Rutte er sagður hafa unnið að þessum áformum með Samson, og í rauninni er þetta svipuð hugmynd og Angela Merkel Þýskalandskanslari hefur talað fyrir, sem er að Tyrkir haldi flóttafólkinu eftir hjá sér og fái í staðinn greiðslur frá Evrópusambandinu. Samson segist telja að Evrópusambandið muni taka upp þessa stefnu í mars eða apríl. Þetta veltur þó á því hvort Tyrkland geti talist öruggt ríki fyrir flóttafólk, samkvæmt alþjóðasáttmálum. Grikkir hafa tekið illa í hugmyndir um að þeir þurfi að herða landamæraeftirlit sitt í Eyjahafinu til þess að stöðva flóttamenn frá Tyrklandi. Þeir spyrja hvernig í ósköpunum þeir ættu að fara að því að halda flóttafólkinu frá landi, þegar það streymir yfir hafið á yfirfullum fleytum af ýmsu tagi. Meira en milljón flóttamenn komu til Evrópusambandsins á síðasta ári, flestir frá Sýrlandi, Írak og Afganistan. Meira en 850 þúsund af þeim fóru yfir hafið frá Tyrklandi yfir á grísku eyjarnar sem eru næst Tyrklandi í Eyjahafinu. Það sem af er þessu ári hafa meira en 46 þúsund manns komið til Grikklands. Æ fleiri Evrópusambandsríki hafa verið að loka landamærum sínum og taka upp hertari reglur um hælisleitendur. Nú síðast í gær lýstu sænsk stjórnvöld því yfir að 60 þúsund flóttamönnum verði væntanlega vísað úr landi næstu árin. Hugsanlega verði það allt að 80 þúsund manns, sem sendir verða til baka. Anders Ygeman innanríkisráðherra skýrði fjölmiðlum frá þessu. Á síðasta ári sóttu meira en 160 þúsund manns um hæli í Svíþjóð. Þeir, sem vísað verður burt, eru þeir sem er synjað um hæli og fá ekki dvalarleyfi í Svíþjóð af öðrum ástæðum. Mikael Ribbenvik, formaður sænsku útlendingastofnunarinnar, segir þessi áform þó geta orðið erfið í framkvæmd, meðal annars vegna þess að illa gangi að bera kennsl á suma flóttamenn, sem ekki hafa nein afgerandi skilríki í fórum sínum.
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira