Vilja að Grikkir sendi flóttafólk aftur til Tyrklands Guðsteinn Bjarnason skrifar 29. janúar 2016 07:00 Flóttafólk á gangi í Serbíu, nýkomið yfir landamærin frá Makedóníu. Nordicphotos/AFP Hollendingar, sem nú fara með formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins, hafa kynnt hugmyndir um að flóttafólk, sem kemur frá Tyrklandi yfir til grísku eyjanna í Eyjahafinu, verði sent til baka með grískum ferjum í stað þess að ferjurnar flytji það áfram til gríska meginlandsins. Tyrkland er sagt reiðubúið til að taka við flóttafólkinu aftur, en á móti muni aðildarríki Evrópusambandsins lýsa sig reiðubúin til að taka við 150 til 250 þúsund flóttamönnum á ári. Diederik Samson, þingflokksformaður hollenska Sósíaldemókrataflokksins, skýrði frá þessu í viðtali við hollenska dagblaðið De Volkskrant. Sósíaldemókrataflokkurinn hefur síðan 2012 tekið þátt í samsteypustjórn landsins ásamt hægri flokki forsætisráðherrans Mark Rutte. Rutte er sagður hafa unnið að þessum áformum með Samson, og í rauninni er þetta svipuð hugmynd og Angela Merkel Þýskalandskanslari hefur talað fyrir, sem er að Tyrkir haldi flóttafólkinu eftir hjá sér og fái í staðinn greiðslur frá Evrópusambandinu. Samson segist telja að Evrópusambandið muni taka upp þessa stefnu í mars eða apríl. Þetta veltur þó á því hvort Tyrkland geti talist öruggt ríki fyrir flóttafólk, samkvæmt alþjóðasáttmálum. Grikkir hafa tekið illa í hugmyndir um að þeir þurfi að herða landamæraeftirlit sitt í Eyjahafinu til þess að stöðva flóttamenn frá Tyrklandi. Þeir spyrja hvernig í ósköpunum þeir ættu að fara að því að halda flóttafólkinu frá landi, þegar það streymir yfir hafið á yfirfullum fleytum af ýmsu tagi. Meira en milljón flóttamenn komu til Evrópusambandsins á síðasta ári, flestir frá Sýrlandi, Írak og Afganistan. Meira en 850 þúsund af þeim fóru yfir hafið frá Tyrklandi yfir á grísku eyjarnar sem eru næst Tyrklandi í Eyjahafinu. Það sem af er þessu ári hafa meira en 46 þúsund manns komið til Grikklands. Æ fleiri Evrópusambandsríki hafa verið að loka landamærum sínum og taka upp hertari reglur um hælisleitendur. Nú síðast í gær lýstu sænsk stjórnvöld því yfir að 60 þúsund flóttamönnum verði væntanlega vísað úr landi næstu árin. Hugsanlega verði það allt að 80 þúsund manns, sem sendir verða til baka. Anders Ygeman innanríkisráðherra skýrði fjölmiðlum frá þessu. Á síðasta ári sóttu meira en 160 þúsund manns um hæli í Svíþjóð. Þeir, sem vísað verður burt, eru þeir sem er synjað um hæli og fá ekki dvalarleyfi í Svíþjóð af öðrum ástæðum. Mikael Ribbenvik, formaður sænsku útlendingastofnunarinnar, segir þessi áform þó geta orðið erfið í framkvæmd, meðal annars vegna þess að illa gangi að bera kennsl á suma flóttamenn, sem ekki hafa nein afgerandi skilríki í fórum sínum. Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Hollendingar, sem nú fara með formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins, hafa kynnt hugmyndir um að flóttafólk, sem kemur frá Tyrklandi yfir til grísku eyjanna í Eyjahafinu, verði sent til baka með grískum ferjum í stað þess að ferjurnar flytji það áfram til gríska meginlandsins. Tyrkland er sagt reiðubúið til að taka við flóttafólkinu aftur, en á móti muni aðildarríki Evrópusambandsins lýsa sig reiðubúin til að taka við 150 til 250 þúsund flóttamönnum á ári. Diederik Samson, þingflokksformaður hollenska Sósíaldemókrataflokksins, skýrði frá þessu í viðtali við hollenska dagblaðið De Volkskrant. Sósíaldemókrataflokkurinn hefur síðan 2012 tekið þátt í samsteypustjórn landsins ásamt hægri flokki forsætisráðherrans Mark Rutte. Rutte er sagður hafa unnið að þessum áformum með Samson, og í rauninni er þetta svipuð hugmynd og Angela Merkel Þýskalandskanslari hefur talað fyrir, sem er að Tyrkir haldi flóttafólkinu eftir hjá sér og fái í staðinn greiðslur frá Evrópusambandinu. Samson segist telja að Evrópusambandið muni taka upp þessa stefnu í mars eða apríl. Þetta veltur þó á því hvort Tyrkland geti talist öruggt ríki fyrir flóttafólk, samkvæmt alþjóðasáttmálum. Grikkir hafa tekið illa í hugmyndir um að þeir þurfi að herða landamæraeftirlit sitt í Eyjahafinu til þess að stöðva flóttamenn frá Tyrklandi. Þeir spyrja hvernig í ósköpunum þeir ættu að fara að því að halda flóttafólkinu frá landi, þegar það streymir yfir hafið á yfirfullum fleytum af ýmsu tagi. Meira en milljón flóttamenn komu til Evrópusambandsins á síðasta ári, flestir frá Sýrlandi, Írak og Afganistan. Meira en 850 þúsund af þeim fóru yfir hafið frá Tyrklandi yfir á grísku eyjarnar sem eru næst Tyrklandi í Eyjahafinu. Það sem af er þessu ári hafa meira en 46 þúsund manns komið til Grikklands. Æ fleiri Evrópusambandsríki hafa verið að loka landamærum sínum og taka upp hertari reglur um hælisleitendur. Nú síðast í gær lýstu sænsk stjórnvöld því yfir að 60 þúsund flóttamönnum verði væntanlega vísað úr landi næstu árin. Hugsanlega verði það allt að 80 þúsund manns, sem sendir verða til baka. Anders Ygeman innanríkisráðherra skýrði fjölmiðlum frá þessu. Á síðasta ári sóttu meira en 160 þúsund manns um hæli í Svíþjóð. Þeir, sem vísað verður burt, eru þeir sem er synjað um hæli og fá ekki dvalarleyfi í Svíþjóð af öðrum ástæðum. Mikael Ribbenvik, formaður sænsku útlendingastofnunarinnar, segir þessi áform þó geta orðið erfið í framkvæmd, meðal annars vegna þess að illa gangi að bera kennsl á suma flóttamenn, sem ekki hafa nein afgerandi skilríki í fórum sínum.
Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira