Þórunn átti erfitt með að gangast við þjóðerni sínu Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. janúar 2016 11:15 Þúsundir hafa leitað aðstoðar á Lesbos Vísir/AFP „Ég held að í kvöld hafi ég kannski fengið örlitla innsýn í þá tilfinningu að eiga erfitt með að gangast við þjóðerni mínu. Ég skammast mín virkilega fyrir það hvernig heimaland mitt kýs að misnota landfræðilega stöðu sína til að halda landamærunum svo kyrfilega lokuðum,“ segir Þórunn Ólafsdóttir sem starfar sem sjálfboðaliði á grísku eyjunni Lesbos. Þangað hafa þúsundir flóttamanna komið sjóleiðina frá löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs og í pistli á Facebook í gærkvöldi sagði Þórunn frá kynnum sínum af einum slíkum flóttamanni. Pistil hennar má sjá hér að neðan en hann hefur fengið töluverða athygli. Að sögn Þórunnar var það skömmu fyrir miðnætti sem hún lenti á spjalli við brosmildan mann frá Kúrdistan. Hann hafi talað góða ensku og aðstoðaði Þórunni við að túlka þegar þörf var á. „Aðspurður sagði hann mér að allir úr hópnum væru heilir á húfi og þau fegin að vera komin í land. Í ljós kom að hann talaði fimm tungumál, þar á meðal grísku, sem hann spreytti sig á við grískumælandi starfskonu í búðunum. Hún átti erfitt með að trúa því að hann hefði lært allt þetta upp úr bókum og með því að hlusta á gríska tónlist. En sú var nú samt raunin, hann hefur aldrei áður stigið fæti á gríska jörð,“ segir Þórunn.Baðst afsökunar fyrir hönd Íslendinga Hún hafi spurt hann hvort hann hefði einhvern sérstakan áfangastað í huga. Hann brosti og spurði hvort ég hefði einhverjar góðar uppástungur. Ég hélt hina vanalegu ræðu um lönd sem væru öruggari en önnur, sagði frá hertu eftirliti í Svíþjóð og varaði sterklega við þeim löndum sem koma hvað verst fram við fólk á flótta,“ segir Þórunn.Þórunn ÓlafsdóttirVÍSIR„Hann hló dillandi hlátri og sagði að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því að hann færi að æða þangað. Hann væri búinn að kynna sér málin vel og ætlaði til lands sem væri ekki yfirfullt af fólki og myndi eflaust hjálpa honum, enda viss um að landið væri gott land. Landið var Ísland,“ bætir Þórunn við og segir að þá hafi „andlitið næstum dottið af henni,“ enda skemmtileg tilviljun að hún skuli einmitt vera þaðan. „Hvernig kemst ég þangað frá Aþenu?" spyr hann glaðlega og ég hafði ekki annarra kosta völ en að útskýra fyrir honum að þangað kæmist hann einfaldlega ekki,“ segir Þórunn og bætir við að hún hafi þá fengið innsýn inn í þá tilfinningu að eiga erfitt með að gangast við þjóðerni sínu. Pistlinum, sem sjá má hér að neaðn, lýkur hún á orðunum: „Ég skammast mín virkilega fyrir það hvernig heimaland mitt kýs að misnota landfræðilega stöðu sína til að halda landamærunum svo kyrfilega lokuðum. Í kveðjuskyni gaf ég þessum nýja vini mínum íslenska lopavettlinga og baðst afsökunar fyrir hönd þeirra fjölmörgu landa minna sem vilja svo gjarnan hjálpa en fá ekki. Við getum nefnilega hjálpað svo miklu fleirum.“ Þar sem ég stóð og deildi út þurrum fötum til fólksins úr bátnum sem kom í land rétt fyrir miðnætti lenti ég á spjalli...Posted by Þórunn Ólafsdóttir on Saturday, 9 January 2016 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
„Ég held að í kvöld hafi ég kannski fengið örlitla innsýn í þá tilfinningu að eiga erfitt með að gangast við þjóðerni mínu. Ég skammast mín virkilega fyrir það hvernig heimaland mitt kýs að misnota landfræðilega stöðu sína til að halda landamærunum svo kyrfilega lokuðum,“ segir Þórunn Ólafsdóttir sem starfar sem sjálfboðaliði á grísku eyjunni Lesbos. Þangað hafa þúsundir flóttamanna komið sjóleiðina frá löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs og í pistli á Facebook í gærkvöldi sagði Þórunn frá kynnum sínum af einum slíkum flóttamanni. Pistil hennar má sjá hér að neðan en hann hefur fengið töluverða athygli. Að sögn Þórunnar var það skömmu fyrir miðnætti sem hún lenti á spjalli við brosmildan mann frá Kúrdistan. Hann hafi talað góða ensku og aðstoðaði Þórunni við að túlka þegar þörf var á. „Aðspurður sagði hann mér að allir úr hópnum væru heilir á húfi og þau fegin að vera komin í land. Í ljós kom að hann talaði fimm tungumál, þar á meðal grísku, sem hann spreytti sig á við grískumælandi starfskonu í búðunum. Hún átti erfitt með að trúa því að hann hefði lært allt þetta upp úr bókum og með því að hlusta á gríska tónlist. En sú var nú samt raunin, hann hefur aldrei áður stigið fæti á gríska jörð,“ segir Þórunn.Baðst afsökunar fyrir hönd Íslendinga Hún hafi spurt hann hvort hann hefði einhvern sérstakan áfangastað í huga. Hann brosti og spurði hvort ég hefði einhverjar góðar uppástungur. Ég hélt hina vanalegu ræðu um lönd sem væru öruggari en önnur, sagði frá hertu eftirliti í Svíþjóð og varaði sterklega við þeim löndum sem koma hvað verst fram við fólk á flótta,“ segir Þórunn.Þórunn ÓlafsdóttirVÍSIR„Hann hló dillandi hlátri og sagði að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því að hann færi að æða þangað. Hann væri búinn að kynna sér málin vel og ætlaði til lands sem væri ekki yfirfullt af fólki og myndi eflaust hjálpa honum, enda viss um að landið væri gott land. Landið var Ísland,“ bætir Þórunn við og segir að þá hafi „andlitið næstum dottið af henni,“ enda skemmtileg tilviljun að hún skuli einmitt vera þaðan. „Hvernig kemst ég þangað frá Aþenu?" spyr hann glaðlega og ég hafði ekki annarra kosta völ en að útskýra fyrir honum að þangað kæmist hann einfaldlega ekki,“ segir Þórunn og bætir við að hún hafi þá fengið innsýn inn í þá tilfinningu að eiga erfitt með að gangast við þjóðerni sínu. Pistlinum, sem sjá má hér að neaðn, lýkur hún á orðunum: „Ég skammast mín virkilega fyrir það hvernig heimaland mitt kýs að misnota landfræðilega stöðu sína til að halda landamærunum svo kyrfilega lokuðum. Í kveðjuskyni gaf ég þessum nýja vini mínum íslenska lopavettlinga og baðst afsökunar fyrir hönd þeirra fjölmörgu landa minna sem vilja svo gjarnan hjálpa en fá ekki. Við getum nefnilega hjálpað svo miklu fleirum.“ Þar sem ég stóð og deildi út þurrum fötum til fólksins úr bátnum sem kom í land rétt fyrir miðnætti lenti ég á spjalli...Posted by Þórunn Ólafsdóttir on Saturday, 9 January 2016
Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira