Útilokar ekki að börn byrji fimm ára í grunnskóla Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. janúar 2016 18:30 Menntamálaráðherra útilokar ekki að breyta skólaskyldunni þannig að börn hefji grunnskólanám fimm ára. Hann telur mikilvægt að skoða málið frá öllum hliðum áður en slík ákvörðun yrði tekin. Samtök atvinnulífsins lögðu á dögunum til að skólaganga barna hæfist við fimm ára aldur í stað sex ára líkt og er í dag. Börnin myndu þá ljúka grunnskólanámi 15 ára í stað 16 ára. Samtök atvinnulífsins telja slíkt þjóðhagslega hagkvæmt. „Þetta er mál sem að hefur verið til skoðunar og ég vek athygli til dæmis á þessu verkefni sem eru uppi í Krikaskóla. Þar sem er verið að setja saman í eina skólastofnun leikskólastigið og fyrstu fjóra bekkina í grunnskóla. Við fáum svona lokamat á það verkefni innan skamms og ég held að það verði áhugavert fyrir okkur að skoða það. Hvort að það einmitt gefi tilefni til einhverra breytinga. Ég legg áherslu á það að menn verða að horfa á þetta heildstætt. Tengja þetta saman við menntun kennaranna, undirbúning þeirra, kennsluaðferðir og svo framvegis,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands hefur bent á það að fimm ára börn læri betur í gegnum leik heldur en með formlegum kennsluaðferðum. Illugi segir að slíkt verði að hafa í huga áður en breytingar sem þessar yrðu gerðar. Hann útilokar ekki að skólaskyldunni verði breytt þannig að börn hefji skólagöngu sína við fimm ára aldur. Hafa verði þó marga ólíka þætti í huga ef það verði gert. „Ég bendi á það og það hefur komið fram í umræðunni um þetta mál að það skiptir máli til dæmis leikurinn. Hvernig börn læra í gegnum leik. Það eru rök í málinu,“ segir Illugi og að hann muni skoða málið mjög vel. Tengdar fréttir Fimm ára börn læri betur með leik en formlegum kennsluaðferðum Forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands telur það ekki bæta námsárangur barna að hefja skólagöngu fyrr, líkt og Samtök atvinnulífsins leggja til. 8. janúar 2016 20:32 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Sjá meira
Menntamálaráðherra útilokar ekki að breyta skólaskyldunni þannig að börn hefji grunnskólanám fimm ára. Hann telur mikilvægt að skoða málið frá öllum hliðum áður en slík ákvörðun yrði tekin. Samtök atvinnulífsins lögðu á dögunum til að skólaganga barna hæfist við fimm ára aldur í stað sex ára líkt og er í dag. Börnin myndu þá ljúka grunnskólanámi 15 ára í stað 16 ára. Samtök atvinnulífsins telja slíkt þjóðhagslega hagkvæmt. „Þetta er mál sem að hefur verið til skoðunar og ég vek athygli til dæmis á þessu verkefni sem eru uppi í Krikaskóla. Þar sem er verið að setja saman í eina skólastofnun leikskólastigið og fyrstu fjóra bekkina í grunnskóla. Við fáum svona lokamat á það verkefni innan skamms og ég held að það verði áhugavert fyrir okkur að skoða það. Hvort að það einmitt gefi tilefni til einhverra breytinga. Ég legg áherslu á það að menn verða að horfa á þetta heildstætt. Tengja þetta saman við menntun kennaranna, undirbúning þeirra, kennsluaðferðir og svo framvegis,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands hefur bent á það að fimm ára börn læri betur í gegnum leik heldur en með formlegum kennsluaðferðum. Illugi segir að slíkt verði að hafa í huga áður en breytingar sem þessar yrðu gerðar. Hann útilokar ekki að skólaskyldunni verði breytt þannig að börn hefji skólagöngu sína við fimm ára aldur. Hafa verði þó marga ólíka þætti í huga ef það verði gert. „Ég bendi á það og það hefur komið fram í umræðunni um þetta mál að það skiptir máli til dæmis leikurinn. Hvernig börn læra í gegnum leik. Það eru rök í málinu,“ segir Illugi og að hann muni skoða málið mjög vel.
Tengdar fréttir Fimm ára börn læri betur með leik en formlegum kennsluaðferðum Forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands telur það ekki bæta námsárangur barna að hefja skólagöngu fyrr, líkt og Samtök atvinnulífsins leggja til. 8. janúar 2016 20:32 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Sjá meira
Fimm ára börn læri betur með leik en formlegum kennsluaðferðum Forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands telur það ekki bæta námsárangur barna að hefja skólagöngu fyrr, líkt og Samtök atvinnulífsins leggja til. 8. janúar 2016 20:32