Innlent

Helgafell kemur Hoffelli til aðstoðar

Varðskipið Þór.
Varðskipið Þór. vísir/daníel
Flutningaskipið Helgafell er nú komið að flutningaskipinu Hoffelli, sem hefur rekið vélarvana síðan um hádegi í gær að aðalvélin bilaði þegar skipið var statt um 160 sjómílur suðvestur af Færeyjum í sex til sjö metra ölduhæð og átta til tíu vindstigum.

Hoffellið verður í grennd við Helgafell þartil Varðskipið Þór kemur á vettvang og tekur það í tog, eftir rúman sólarhring. Leiðinda veður er á svæðinu eins og áðulr sagði, en það á að skána í dag þannig að ekki ríkir neyðarástand um borð og væsir ekki um áhöfnina, en hún er skipuð þrettán útlendingum .

Skipið var á leið til Reykjavíkur þegar bilunin varð og verður það dregið þangað. Ekki er búist við skipunum þangað fyrr en síðar í vikunni




Fleiri fréttir

Sjá meira


×