Ferðasjúki barþjónninn áfram í varðhaldi vegna meintra auðgunarbrota Bjarki Ármannsson skrifar 11. janúar 2016 18:45 Rúm átta ár eru síðan Fokin hlaut fjögurra mánaða fangelsisdóm fyrir að hafa svikið tæpa milljón út úr Icelandair. Vísir/GVA Konstantin Deniss Fokin, sem Héraðsdómur Reykjaness dæmdi fyrir helgi í sex mánaða fangelsi fyrir fjársvik, var í dag dæmdur til að sæta gæsluvarðhaldi til 4. febrúar í öðru sakamáli sem snýr að áþekkum fjársvikabrotum sem og meintum auðgunarbrotum. Hæstiréttur staðfesti þar með dóm Héraðsdóms Reykjaness frá því 7. janúar.Hálfs árs dómur fyrir farmiðasvik Fokin er eistneskur ríkisborgari sem áður hefur hlotið dóma hér á landi, í heimalandi sínu og í öðrum Evrópuríkjum. Rúm átta ár eru síðan Fokin, sem nefndur var „ferðasjúki barþjónninn“ í umfjöllun Vísis árið 2007, hlaut fjögurra mánaða fangelsisdóm fyrir að hafa svikið tæpa milljón út úr Icelandair. Bókaði hann flugmiða á netinu með stolnum greiðslukortanúmerum sem hann komst yfir við störf á bar í London.Dómurinn sem kveðinn var upp yfir Fokin fyrir helgi féll í máli þar sem honum var gert að sök að hafa svikið út fleiri farmiða í flug á vegum Icelandair.Vísir/ValliDómurinn sem kveðinn var upp yfir Fokin fyrir helgi, og fjallað var um fyrr í dag, féll í máli þar sem honum var gert að sök að hafa svikið út fleiri farmiða í flug á vegum Icelandair. Honum er hins vegar nú gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar sem tengist meðal annars verðmætum munum sem fundust í híbýlum hans á meðan hann sætti farbanni vegna rannsóknar fjársvikamálsins.Útivistarfatnaður fyrir um eina milljón fannst í híbýlum Fokin Vísir fjallaði um málið fyrir áramót. Fokin var handtekinn þann 2. nóvember stuttu eftir að hann reyndi að greiða fyrir enn einn farmiðann hjá Icelandair í reiðufé á söluskrifstofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þá höfðu þegar verið gerðar 28 tilraunir til að greiða fyrir miðann, í nafni móður Fokins, með nítján greiðslukortanúmerum manna víða um heim. Allar bókanirnar voru framkvæmdar á þráðlausu neti gistiheimilis í Reykjavík þar sem Fokin dvaldist í farbanni sínu og starfaði sem næturvörður í sjálfboðavinnu. Við leit í vistarverum hans og móður, sem komin var til landsins, fundust fjölmörg handskrifuð kortanúmer, þar á meðal úr bókunum gesta á gistiheimlinu, og hins vegar mikið magn af dýrum útivistarfatnaði úr íslenskum verslunum. Andvirði þeirra mun vera um ein milljón króna. Tengdar fréttir „Ferðasjúki barþjónninn“ var ekki spenntur fyrir að koma aftur til Íslands Dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir að svíkja fé af Icelandair. 11. janúar 2016 11:47 Fingralangur fjársvikari og barþjónn í gæsluvarðhaldi fram á nýtt ár „Ferðasjúki barþjónninn“ Konstantin Deniss Fokin sneri aftur til Íslands í sumar og virðist hafa tekið upp fyrri iðju. 15. desember 2015 14:46 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Konstantin Deniss Fokin, sem Héraðsdómur Reykjaness dæmdi fyrir helgi í sex mánaða fangelsi fyrir fjársvik, var í dag dæmdur til að sæta gæsluvarðhaldi til 4. febrúar í öðru sakamáli sem snýr að áþekkum fjársvikabrotum sem og meintum auðgunarbrotum. Hæstiréttur staðfesti þar með dóm Héraðsdóms Reykjaness frá því 7. janúar.Hálfs árs dómur fyrir farmiðasvik Fokin er eistneskur ríkisborgari sem áður hefur hlotið dóma hér á landi, í heimalandi sínu og í öðrum Evrópuríkjum. Rúm átta ár eru síðan Fokin, sem nefndur var „ferðasjúki barþjónninn“ í umfjöllun Vísis árið 2007, hlaut fjögurra mánaða fangelsisdóm fyrir að hafa svikið tæpa milljón út úr Icelandair. Bókaði hann flugmiða á netinu með stolnum greiðslukortanúmerum sem hann komst yfir við störf á bar í London.Dómurinn sem kveðinn var upp yfir Fokin fyrir helgi féll í máli þar sem honum var gert að sök að hafa svikið út fleiri farmiða í flug á vegum Icelandair.Vísir/ValliDómurinn sem kveðinn var upp yfir Fokin fyrir helgi, og fjallað var um fyrr í dag, féll í máli þar sem honum var gert að sök að hafa svikið út fleiri farmiða í flug á vegum Icelandair. Honum er hins vegar nú gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar sem tengist meðal annars verðmætum munum sem fundust í híbýlum hans á meðan hann sætti farbanni vegna rannsóknar fjársvikamálsins.Útivistarfatnaður fyrir um eina milljón fannst í híbýlum Fokin Vísir fjallaði um málið fyrir áramót. Fokin var handtekinn þann 2. nóvember stuttu eftir að hann reyndi að greiða fyrir enn einn farmiðann hjá Icelandair í reiðufé á söluskrifstofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þá höfðu þegar verið gerðar 28 tilraunir til að greiða fyrir miðann, í nafni móður Fokins, með nítján greiðslukortanúmerum manna víða um heim. Allar bókanirnar voru framkvæmdar á þráðlausu neti gistiheimilis í Reykjavík þar sem Fokin dvaldist í farbanni sínu og starfaði sem næturvörður í sjálfboðavinnu. Við leit í vistarverum hans og móður, sem komin var til landsins, fundust fjölmörg handskrifuð kortanúmer, þar á meðal úr bókunum gesta á gistiheimlinu, og hins vegar mikið magn af dýrum útivistarfatnaði úr íslenskum verslunum. Andvirði þeirra mun vera um ein milljón króna.
Tengdar fréttir „Ferðasjúki barþjónninn“ var ekki spenntur fyrir að koma aftur til Íslands Dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir að svíkja fé af Icelandair. 11. janúar 2016 11:47 Fingralangur fjársvikari og barþjónn í gæsluvarðhaldi fram á nýtt ár „Ferðasjúki barþjónninn“ Konstantin Deniss Fokin sneri aftur til Íslands í sumar og virðist hafa tekið upp fyrri iðju. 15. desember 2015 14:46 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
„Ferðasjúki barþjónninn“ var ekki spenntur fyrir að koma aftur til Íslands Dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir að svíkja fé af Icelandair. 11. janúar 2016 11:47
Fingralangur fjársvikari og barþjónn í gæsluvarðhaldi fram á nýtt ár „Ferðasjúki barþjónninn“ Konstantin Deniss Fokin sneri aftur til Íslands í sumar og virðist hafa tekið upp fyrri iðju. 15. desember 2015 14:46