Innlent

Segir ranga forgangsröðun ríkisstjórnarinnar stóra ástæðu þess að öryrkjum hafi fjölgað

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Ellen Calmon.
Ellen Calmon.
Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins, segir ranga forgangsröðun ríkisstjórnarinnar stóra ástæðu þess að öryrkjum hefur fjölgað umtalsvert hér á landi frá árinu 2005. Það að þjóðin sé að eldast sé einnig ástæða þess.

„Ég held að stór þáttur í því að öryrkjum fjölgar á Íslandi sé röng forgangsröðun ríkisstjórnarinnar. Röng forgangsröðun fjármuna ríkisins. Það sem við erum að sjá núna hjá þessari ríkisstjórn er að hún forgangsraðar þannig að ríkir verða ríkari og fátækir verða fátækari. Það hefur ekki tekist að styrkja innviði heilbrigðiskerfis, menntakerfis og félagslega kerfis eins og þarf,“ sagði Ellen í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.

Samkvæmt yfirliti sem velferðarráðuneytið birti í dag hefur öryrkjum fjölgað um 29 prósent frá nóvember 2005 til nóvember 2015. Mest fjölgin varð á aldursbilinu 65 til 66 ára, eða 55 prósent, en fjölgunin minnst í aldurshópum 40 til 49 ára.

Ellen segir þessa þróun í takt við það sem eigi sér stað annars staðar á Norðurlöndunum.  „Það er bara erfitt að bera saman kerfi því það eru ólík kerfi á Norðurlöndunum. Þar eru fleiri félagsleg úrræði og kerfi sem fólk ratar í.“

Þá segir hún að jafnframt sé um náttúrulega fjölgun að ræða, enda sé þjóðin að eldast. „En það er hægt að gera ýmislegt til að fyrirbyggja og draga úr fjölgun örorkulífeyrisþega og það er stjórnvalda að gera það.“

Viðtalið má heyra í heild í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.